Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenzka Biblíufélags Ásmundur Magnússon skrifar 17. desember 2015 07:00 Það er gott að vera meðlimur í félagi sem starfað hefur óslitið í 200 ár! Sérstaklega þar sem starf félagsins snýst um bók bókanna, Biblíuna. Mér er sú bók kær og get tekið undir með sálmaskáldinu sem segir: „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum“ (Sálmur 119, 105). Biblían, eða a.m.k. Nýja testamentið (N.t) er til á flestum íslenzkum heimilum, enda með söluhæstu bókum. Hún er oft keypt í gjafir, t.d. skírnar- og fermingargjafir, en hafnar því miður oft í bókahillum til að safna ryki. Reyndar hafa fulltrúar Gídeonfélagsins í gegnum árin afhent grunnskólabörnum Nýja testamentið. Mér þykir miður að sú hefð hafi verið lögð niður af borgaryfirvöldum í Reykjavík. Þegar ég dvaldi sem ungur drengur í Vatnaskógi vorum við hvattir til að lesa í N.t. og varð Lúkasarguðspjall fyrir valinu. Ég man að þegar ég kom heim úr Skóginum, 10 ára, sagði ég við mömmu mína að þetta hefði verið skemmtilegasta vika sem ég hefði lifað. Ég hvet þig sem lest þessi orð mín að gefa Lúkasi kollega mínum tækifæri á að segja þér frá lífi og starfi Jesú. Síðan er upplagt að lesa aðra bók eftir sama höfund, sem er Postulasagan. Biblían er samsett úr 66 ritum sem eru ákaflega fjölbreytt. Sagnfræði, spádómsbækur, ljóðasafn, fagurbókmenntir, safn sendibréfa o.s.frv. Nýja testamentið byggist á Gamla testamentinu (G.t.) og finna má spádóma um Messías, Jesú, í flestum ritum G.t. Sagnfræðingar nota, að mér skilst, einkum tvennt til að meta áreiðanleika heimilda. Í fyrsta lagi hvað elztu handrit sem varðveitzt hafa eru nálægt þeim atburðum sem þau segja frá. Og í öðru lagi hve mörg handritin eru sem hafa varðveitzt. Á þennan mælikvarða eru frásagnir af lífi og starfi Jesú mun áreiðanlegri en annað frá þessum tíma í mannkynssögunni. Í fyrstu tveimur köflum Mósebókanna er að finna ljóðræna frásögn af sköpuninni. Hvort sem hún gerðist á lengri eða skemmri tíma er það sannfæring mín, að Guð skapaði veröldina. Því meira sem ég kanna mannslíkamann og náttúruna yfirleitt, styrkist trú mín og ég fyllist lotningu. Ég hef löngum undrast hve trú þess fólks er mikil, sem trúir því að veröldin hafi orðið til fyrir tilviljun! Og jafnvel enn stærri er „trú“ þeirra sem álíta að ekkert líf sé að þessu jarðneska lífi loknu. Við getum táknað eilífðina sem eina endalausa línu. Þá er líf okkar eins og örlítill punktur á þeirri línu. Síðan ekkert meir? Við fögnum nú á jólum því að Guð sendi okkur frelsara til að gefa okkur eilíft líf með sér. Leitum ekki langt yfir skammt. Jesús sagði í Matt. 4, 4: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ Að lokum hvet ég fólk að gerast meðlimir í H.Í.B. sem nú fagnar 200 ára afmæli – Árgjaldið er einungis 2.000 kr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að vera meðlimur í félagi sem starfað hefur óslitið í 200 ár! Sérstaklega þar sem starf félagsins snýst um bók bókanna, Biblíuna. Mér er sú bók kær og get tekið undir með sálmaskáldinu sem segir: „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum“ (Sálmur 119, 105). Biblían, eða a.m.k. Nýja testamentið (N.t) er til á flestum íslenzkum heimilum, enda með söluhæstu bókum. Hún er oft keypt í gjafir, t.d. skírnar- og fermingargjafir, en hafnar því miður oft í bókahillum til að safna ryki. Reyndar hafa fulltrúar Gídeonfélagsins í gegnum árin afhent grunnskólabörnum Nýja testamentið. Mér þykir miður að sú hefð hafi verið lögð niður af borgaryfirvöldum í Reykjavík. Þegar ég dvaldi sem ungur drengur í Vatnaskógi vorum við hvattir til að lesa í N.t. og varð Lúkasarguðspjall fyrir valinu. Ég man að þegar ég kom heim úr Skóginum, 10 ára, sagði ég við mömmu mína að þetta hefði verið skemmtilegasta vika sem ég hefði lifað. Ég hvet þig sem lest þessi orð mín að gefa Lúkasi kollega mínum tækifæri á að segja þér frá lífi og starfi Jesú. Síðan er upplagt að lesa aðra bók eftir sama höfund, sem er Postulasagan. Biblían er samsett úr 66 ritum sem eru ákaflega fjölbreytt. Sagnfræði, spádómsbækur, ljóðasafn, fagurbókmenntir, safn sendibréfa o.s.frv. Nýja testamentið byggist á Gamla testamentinu (G.t.) og finna má spádóma um Messías, Jesú, í flestum ritum G.t. Sagnfræðingar nota, að mér skilst, einkum tvennt til að meta áreiðanleika heimilda. Í fyrsta lagi hvað elztu handrit sem varðveitzt hafa eru nálægt þeim atburðum sem þau segja frá. Og í öðru lagi hve mörg handritin eru sem hafa varðveitzt. Á þennan mælikvarða eru frásagnir af lífi og starfi Jesú mun áreiðanlegri en annað frá þessum tíma í mannkynssögunni. Í fyrstu tveimur köflum Mósebókanna er að finna ljóðræna frásögn af sköpuninni. Hvort sem hún gerðist á lengri eða skemmri tíma er það sannfæring mín, að Guð skapaði veröldina. Því meira sem ég kanna mannslíkamann og náttúruna yfirleitt, styrkist trú mín og ég fyllist lotningu. Ég hef löngum undrast hve trú þess fólks er mikil, sem trúir því að veröldin hafi orðið til fyrir tilviljun! Og jafnvel enn stærri er „trú“ þeirra sem álíta að ekkert líf sé að þessu jarðneska lífi loknu. Við getum táknað eilífðina sem eina endalausa línu. Þá er líf okkar eins og örlítill punktur á þeirri línu. Síðan ekkert meir? Við fögnum nú á jólum því að Guð sendi okkur frelsara til að gefa okkur eilíft líf með sér. Leitum ekki langt yfir skammt. Jesús sagði í Matt. 4, 4: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ Að lokum hvet ég fólk að gerast meðlimir í H.Í.B. sem nú fagnar 200 ára afmæli – Árgjaldið er einungis 2.000 kr.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar