Fjárlagaleikritið Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 17. desember 2015 12:29 Eftir lengstu umræðu um fjárlög sem menn muna eftir er nú ljóst að allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Minnihlutinn ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum meirihlutans á meðan meirihlutinn greiddi atkvæði gegn öllum tillögum minnihlutans. Tillögur minnihlutans voru auðvitað margþættar en snérust í grunninn um að samfélagið rísi saman upp úr djúpri efnahagslægð í stað þess að sumir hópar rísi upp á kostnað annarra. Í því felst t.a.m. að leiðrétta kjör eldri borgara og öryrkja afturvirkt um nokkra mánuði. Rétt eins og laun þeirra sömu sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. Aukið fjármagn í heilbrigðisþjónustuna, menntakerfið og óbreytt útvarpsgjald til að tryggja rekstrargrundvöll RÚV. Ómæld vinna og tími hefur farið í gerð breytingartillaga minnihlutans og enn meiri tími í að ræða þær. Bara til að þær séu allar felldar. Meirihlutaræðið er algert. Tími og skoðanir 25 þingmanna virðast engu breyta um forgangsröðun opinbers fjár. Samtalið gagnslaust. Átökin í fyrirrúmi. Leikritið er endurtekið ár eftir ár. Stór hluti minnihlutans tekur sér stöðu og stundar yfirlýst málþóf gegn því að stjórnarliðar neyðist til að ganga að samningum við þá. Störukeppnin hefst. Nema hér er ekki verið að stara. Hér er verið að öskra. Sá hluti minnihlutans sem trúir enn á þessar gömlu aðferðir hertekur pontuna og sá sem segir eitthvað krassandi kemst í fjölmiðla. Enda satt að segja eina leiðin sem virðist blasa við til að knýja fram samtal við meirihlutann. Gallinn virðist bara vera sá að það var aldrei meining um að fara í neitt samtal sem gæti leitt til betri niðurstöðu. Svona eins og fjölskyldur gera og aðrir vinnustaðir. Meirihlutinn á Alþingi ræður og hefur lítinn áhuga á samtali. Ákallið um ný stjórnmál virðast engu breyta. Gömlu leikreglurnar ráða enn ríkjum. Þessi hjólför þarf að endurskoða. Þjóðin á það skilið. Hjal um breytt stjórnmál eru marklaus þegar þau birtast okkur í orði en ekki á borði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir lengstu umræðu um fjárlög sem menn muna eftir er nú ljóst að allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Minnihlutinn ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum meirihlutans á meðan meirihlutinn greiddi atkvæði gegn öllum tillögum minnihlutans. Tillögur minnihlutans voru auðvitað margþættar en snérust í grunninn um að samfélagið rísi saman upp úr djúpri efnahagslægð í stað þess að sumir hópar rísi upp á kostnað annarra. Í því felst t.a.m. að leiðrétta kjör eldri borgara og öryrkja afturvirkt um nokkra mánuði. Rétt eins og laun þeirra sömu sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. Aukið fjármagn í heilbrigðisþjónustuna, menntakerfið og óbreytt útvarpsgjald til að tryggja rekstrargrundvöll RÚV. Ómæld vinna og tími hefur farið í gerð breytingartillaga minnihlutans og enn meiri tími í að ræða þær. Bara til að þær séu allar felldar. Meirihlutaræðið er algert. Tími og skoðanir 25 þingmanna virðast engu breyta um forgangsröðun opinbers fjár. Samtalið gagnslaust. Átökin í fyrirrúmi. Leikritið er endurtekið ár eftir ár. Stór hluti minnihlutans tekur sér stöðu og stundar yfirlýst málþóf gegn því að stjórnarliðar neyðist til að ganga að samningum við þá. Störukeppnin hefst. Nema hér er ekki verið að stara. Hér er verið að öskra. Sá hluti minnihlutans sem trúir enn á þessar gömlu aðferðir hertekur pontuna og sá sem segir eitthvað krassandi kemst í fjölmiðla. Enda satt að segja eina leiðin sem virðist blasa við til að knýja fram samtal við meirihlutann. Gallinn virðist bara vera sá að það var aldrei meining um að fara í neitt samtal sem gæti leitt til betri niðurstöðu. Svona eins og fjölskyldur gera og aðrir vinnustaðir. Meirihlutinn á Alþingi ræður og hefur lítinn áhuga á samtali. Ákallið um ný stjórnmál virðast engu breyta. Gömlu leikreglurnar ráða enn ríkjum. Þessi hjólför þarf að endurskoða. Þjóðin á það skilið. Hjal um breytt stjórnmál eru marklaus þegar þau birtast okkur í orði en ekki á borði.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar