Kristján Ara: Íslensku leikmennirnir voru hræddir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 12:00 Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni. HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira
Kristján Arason og Guðjón Guðmundsson fóru yfir leik Íslands og Danmerkur í HM-kvöldinu hjá Herði Magnússyni í gær en danska landsliðið sendi þá það íslenska heim af heimsmeistaramótinu í Katar. „Leikmennirnir sem byrjuðu fundu ekki færi, höfðu jafnvel ekki trú á því og voru hræddir. Við höfum byrjað illa í þessu móti og það er líka rannsóknarefni af hverju við byrjum alltaf svona illa. Í hinum leikjunum vorum við oft að fá færi en í þessum leik var ekkert færi," sagði Kristján Arason. „Niklas Landin byrjar á því að verja og hreinlega lokar markinu. Menn verða hreinlega skíthræddir," sagði Guðjón Guðmundsson en Landin varði sjö fyrstu skot íslenska liðsins í leiknum. Kristján Arason klippti saman ráðleysislegar sóknar íslenska liðsins í leiknum. „Við vorum hvergi að fá færi af því að við vorum alltaf að spila inn á miðjuna. Það var ekkert teygt á vörninni. Þeir hljóta að hafa verið búnir að tala um þetta," sagði Kristján Arason. Strákarnir báru síðan saman sóknir íslenska liðsins við hraðar sóknir danska liðsins sem galopnuðu íslensku vörnina. „Danir eru með frábært lið og líkurnar voru kannski 70-30 okkur í óhag. Við hefðum þurft að leyfa þeim að skjóta meira fyrir utan og reyna frekar að þjappa vörnina fyrir innan punktalínu," sagði Kristján. „Það er sama hvert er litið á leik íslenska liðsins í þessu móti þá var þetta hreinasta hörmung. Vandamálið er það að þetta er ekki bara að gerast í mótinu. það er búið að vera aðdragandi að þessu öllu og menn verða að horfa á aðdragandann, leikina við Bosníu og Svartfjallaland. Leikmennirnir eru óöruggir og hræddir og maður þekkir ekki suma þessara leikmanna," sagði Guðjón Guðmundsson. Alla leikgreininguna í HM-kvöldinu má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan en þar má meðal annars hvar Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, lét línumanninn sinn stilla sér upp í leiknum til að hjálpa útispilurum danska liðsins að teygja á íslensku vörninni.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira