Stígamót fyrir karla Hjálmar Sigmarsson skrifar 9. desember 2015 07:00 „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þetta og ég var sannfærður um að ég ætti ekkert heima á Stígamótum. Ég hélt einhverra hluta vegna að ekki væri tekið á móti körlum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ Þrátt fyrir að karlar hafi verið velkomnir hingað í mörg ár fáum við á Stígamótum að heyra svona og sambærilegar sögur alltof oft. Það sem verra er, er að alltof margir karlkyns brotaþolar upplifa að þeir hafi ekki rétt á að leita sér hjálpar vegna kynferðisofbeldis eða þá einfaldlega að þeir eigi ekki að þurfa þess – af því þeir eru karlar. Á Stígamótum eru karlar rúmlega 10-20% þeirra brotaþola kynferðisofbeldis sem leita hingað á hverju ári. Rúmlega helmingur þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri. Margir karlar lifa með afleiðingum kynferðisofbeldis árum eða áratugum saman án þess að leita sér hjálpar eða að segja nokkrum frá ofbeldinu. Helsta ástæðan fyrir því að karlar leita ekki eftir aðstoð er sú skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir sem þeir finna fyrir og fylgja oft brotaþolum kynferðisofbeldis. Þessum tilfinningum er svo viðhaldið með samfélagslegum ranghugmyndum um karlmennsku annars vegar og kynferðisofbeldi hins vegar.Skaðlegar ranghugmyndir Reynsla okkar á Stígamótum gefur til kynna að ranghugmyndir um kynferðisofbeldi sé ein af meginástæðum þess að brotaþolar, bæði konur og karlar, taka á sig skömmina og tjá sig síður um ofbeldið. Þegar kemur að körlunum er menning okkar enn stútfull af alls konar karlmennskuhugmyndum sem gera ákveðnar kröfur til karla, til dæmis: Að karlar eigi að hafa stjórn á öllum sviðum lífsins; að karlar eigi að vera til í kynlíf hvar sem er, hvenær sem er og með nánast hverjum sem er; og að þeir eigi ekki að þurfa að leita sér hjálpar þegar þeir verða fyrir áföllum. Margir karlar kenna sér um að hafa ekki haft stjórn á gerandanum eins og „alvöru“ karlar eiga að geta gert í hvaða aðstæðum sem er. Í staðinn ættu skilaboðin að vera þessi: Karlar verða fyrir kynferðisofbeldi, bæði sem börn og á fullorðinsaldri; afleiðingar þess eru mjög skaðlegar og geta dregið verulega úr lífsgæðum þeirra.Bætt líðan Undanfarin misseri hefur umræðan um karlkyns brotaþola aukist og hafa Stígamót reynt markvisst að tryggja að þeim sé mætt með skilningi þegar þeir leita sér hjálpar. Reynslan á Stígamótum sýnir að eftir a.m.k. fjögur viðtöl lýsir fólk aukinni sjálfsvirðingu og dregið hefur úr þunglyndi, kvíða og streitu. Markmiðið er að tryggja að fleiri karlkyns brotaþolar eigi svona sögu að segja: „Eftir að ég leitaði mér hjálpar, þá var eins og þungu fargi væri létt af mér. Ég gat farið að tala um reynslu mína og takast á við þær tilfinningar sem ég var búinn að lifa með árum saman.“ Við á Stígamótum munum halda áfram að vekja athygli á þjónustu okkar fyrir karlkyns brotaþola og af því tilefni verður haldinn fundur fimmtudagsmorguninn 10. desember á Stígamótum, titlaður „Karlar á Stígamótum“. Hallgrímur Helgason verður sérstakur gestur okkar á fundinum og mun hann flytja erindi og lesa úr bók sinni „Sjóveikur í München“. Einnig munu Stígamót kynna nýjan fræðslubækling um og fyrir karlkyns brotaþola. Morgunverðarfundurinn fer fram á Stígamótum, kl. 8:30-10:00, Laugavegi 170, 2. hæð. Húsið verður opnað kl. 8:00 og boðið upp á léttar veitingar. Verið öll velkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
„Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þetta og ég var sannfærður um að ég ætti ekkert heima á Stígamótum. Ég hélt einhverra hluta vegna að ekki væri tekið á móti körlum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ Þrátt fyrir að karlar hafi verið velkomnir hingað í mörg ár fáum við á Stígamótum að heyra svona og sambærilegar sögur alltof oft. Það sem verra er, er að alltof margir karlkyns brotaþolar upplifa að þeir hafi ekki rétt á að leita sér hjálpar vegna kynferðisofbeldis eða þá einfaldlega að þeir eigi ekki að þurfa þess – af því þeir eru karlar. Á Stígamótum eru karlar rúmlega 10-20% þeirra brotaþola kynferðisofbeldis sem leita hingað á hverju ári. Rúmlega helmingur þeirra varð fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri. Margir karlar lifa með afleiðingum kynferðisofbeldis árum eða áratugum saman án þess að leita sér hjálpar eða að segja nokkrum frá ofbeldinu. Helsta ástæðan fyrir því að karlar leita ekki eftir aðstoð er sú skömm, sektarkennd og sjálfsásakanir sem þeir finna fyrir og fylgja oft brotaþolum kynferðisofbeldis. Þessum tilfinningum er svo viðhaldið með samfélagslegum ranghugmyndum um karlmennsku annars vegar og kynferðisofbeldi hins vegar.Skaðlegar ranghugmyndir Reynsla okkar á Stígamótum gefur til kynna að ranghugmyndir um kynferðisofbeldi sé ein af meginástæðum þess að brotaþolar, bæði konur og karlar, taka á sig skömmina og tjá sig síður um ofbeldið. Þegar kemur að körlunum er menning okkar enn stútfull af alls konar karlmennskuhugmyndum sem gera ákveðnar kröfur til karla, til dæmis: Að karlar eigi að hafa stjórn á öllum sviðum lífsins; að karlar eigi að vera til í kynlíf hvar sem er, hvenær sem er og með nánast hverjum sem er; og að þeir eigi ekki að þurfa að leita sér hjálpar þegar þeir verða fyrir áföllum. Margir karlar kenna sér um að hafa ekki haft stjórn á gerandanum eins og „alvöru“ karlar eiga að geta gert í hvaða aðstæðum sem er. Í staðinn ættu skilaboðin að vera þessi: Karlar verða fyrir kynferðisofbeldi, bæði sem börn og á fullorðinsaldri; afleiðingar þess eru mjög skaðlegar og geta dregið verulega úr lífsgæðum þeirra.Bætt líðan Undanfarin misseri hefur umræðan um karlkyns brotaþola aukist og hafa Stígamót reynt markvisst að tryggja að þeim sé mætt með skilningi þegar þeir leita sér hjálpar. Reynslan á Stígamótum sýnir að eftir a.m.k. fjögur viðtöl lýsir fólk aukinni sjálfsvirðingu og dregið hefur úr þunglyndi, kvíða og streitu. Markmiðið er að tryggja að fleiri karlkyns brotaþolar eigi svona sögu að segja: „Eftir að ég leitaði mér hjálpar, þá var eins og þungu fargi væri létt af mér. Ég gat farið að tala um reynslu mína og takast á við þær tilfinningar sem ég var búinn að lifa með árum saman.“ Við á Stígamótum munum halda áfram að vekja athygli á þjónustu okkar fyrir karlkyns brotaþola og af því tilefni verður haldinn fundur fimmtudagsmorguninn 10. desember á Stígamótum, titlaður „Karlar á Stígamótum“. Hallgrímur Helgason verður sérstakur gestur okkar á fundinum og mun hann flytja erindi og lesa úr bók sinni „Sjóveikur í München“. Einnig munu Stígamót kynna nýjan fræðslubækling um og fyrir karlkyns brotaþola. Morgunverðarfundurinn fer fram á Stígamótum, kl. 8:30-10:00, Laugavegi 170, 2. hæð. Húsið verður opnað kl. 8:00 og boðið upp á léttar veitingar. Verið öll velkomin.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar