Hefur barnið þitt aðgang að náms- og starfsráðgjöf? Sigríður Bilddal og Rannveig Óladóttir skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda vegna mála sem tengjast námi þeirra og skólagöngu. Hlutverk hans er m.a. að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur, að veita upplýsingar um nám og kynna framhaldsskóla, að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið, að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla og að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum nemenda og gegn einelti. Samstarf við foreldra/forráðamenn er einnig mikið. Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 gerir ráð fyrir að náms- og starfsráðgjafar séu hluti af lögbundinni sérfræðiþjónustu fyrir grunnskólabörn og á það við um alla nemendur frá fyrsta bekk og upp úr. Kveðið er á um rétt barna til að njóta náms- og starfsráðgjafar í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 (13. grein) og í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 28. grein: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til menntunar og skulu þau, til þess að réttur þessi nái fram að ganga […] Sjá til þess að upplýsingar og ráðgjöf um nám og starfsval séu fyrir hendi og aðgengilegar öllum börnum.“Hver er staðan? Í nóvember sl. var gerð könnun á stöðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum. Sendur var spurningalisti, rafrænt, til allra skólastjóra á landinu. Skólarnir eru 176. Svör bárust frá 115 skólum, eða 65%, sem er nægileg svörun til þess að draga af marktækar ályktanir. Kannað var hvort náms- og starfsráðgjafar starfa í skólunum, hvort þeir hafa tilskylda menntun og ef ekki, hvaða aðra menntun fólk sem sinnir starfinu hefur. Niðurstöður könnunarinnar benda til að ekki séu starfandi náms- og starfsráðgjafar í u.þ.b. þriðjungi grunnskóla á landinu. Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi hefur verið lögverndað síðan 2009 en í þriðjungi þeirra skóla sem hafa náms- og starfsráðgjafa hafa aðrir verið ráðnir til að sinna starfinu. Í þeim hópi má finna leikskólakennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, sérkennara, almenna kennara, félagsráðgjafa, félagsfræðinga, skólastjóra og fyrrverandi skólastjórnendur.Víða pottur brotinn Af framansögðu má ljóst vera að víða er pottur brotinn í grunnskólum landsins varðandi náms- og starfsráðgjöf. Mikill fjöldi nemenda fær ekki þessa lögboðnu þjónustu. Þessi staða er óviðunandi. Á undanförnum árum hafa verið gerðar rannsóknir og skrifaðar margar skýrslur sem allar hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að efla náms- og starfsráðgjöf en lítið hefur þokast í rétta átt. Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að stefnumótun um málefni náms- og starfsráðgjafar. Vonandi skilar sú vinna þeim árangri að réttur barna til þess að hafa aðgang að náms- og starfsráðgjöf verði virtur, ekki bara í orði heldur einnig á borði.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun