Knattspyrnukappi að vestan: Hvernig get ég predikað fyrir syni mínum að hafa þor ef ég fel mig Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2015 11:30 Sigþór Snorrason ásamt kærustu sinni Berglindi. vísir „Viðbrögðin voru eiginlega framar vonum. Hef fengið hrós úr óvæntum áttum sem ég átti svosem ekkert von á,“ segir Sigþór Snorrason, þrítugur Ísfirðingur, sem skrifaði einlæga færslu á Facebook á dögunum. Þar lýsir hann áhuga sínum á söng og að hann hafi aldrei þorað að segja neinum frá. „Nokkrir aðilar sögðu mér að þetta væri þeim hvatning að fara út fyrir sinn þægindaramma, sem mér þótti ógurlega vænt um,“ segir hann. „Þeir sem þekkja mig vita að ég er vægast sagt tilfinningaríkur og oft á tíðum dramatískur, og einhverjir hafa kallað mig Sigþór „All I can be is me” Snorrason vegna þess hve mikið ég lifði mig inn í One Tree Hill á sínum tíma.“ Svona hefst færslan frá knattspyrnumanninum Sigþóri. Hann fékk innblástur í herferðina #égerekktabú og vill einfaldlega koma til dyranna eins og hann er klæddur.Barn á leiðinni „Með barn á leiðinni, þá hef ég velt miklum vöngum yfir því hvernig faðir ég komi til með að vera, hafandi mjög seint fengið föðurímynd í mitt líf, sem er hann Steini hennar mömmu, og mikill mótþrói sem því fylgdi að þurfa allt í einu að hlýða einhverjum kalli. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að hvernig sem fer, hvort sem sonur minn muni hafa áhuga á fótbolta, listum, ballett, hvað sem er, þá muni ég ávallt hvetja hann til að eltast við drauma sína, að vera aldrei hræddur við að láta vaða.“ Sigþór hefur semsagt alltaf haft gaman af því að syngja en aldrei þorað að koma fram. Hann á von á barni með kærustu sinni Berglindi Ingu.Sigþór er hættur í feluleik.vísir„Ég hef aldrei þorað að gera neitt í því, og hvernig á ég að geta predikað fyrir syni mínum að hafa þor í að gera það sem hann vill, ef ég fel svo það sem ég geri. Mig langar að deila svolitlu með ykkur, sem ég hef einungis fáum sýnt. Ég er með YouTuberás sem ég hef sett inn upptökur af mér syngja en alltaf hef ég haft þetta læst, af ótta við að það yrði gert grín af mér. Núna ætla ég að deila með ykkur einum link, og í kjölfarið opna þetta allt saman.“Hér má sjá Youtube-rás hans. Sigþór segist gera sér grein fyrir því að einhver eigi eftir að nýta þetta gegn honum og stríða. „Þetta er langt í frá að vera flott, sumt söng ég bara því mér fannst lagið gott, sumt söng ég því ég taldi mig ráða vel við það og sumt er bara flipp og stundum klæddi ég mig upp sem söngvari, so what?“ Hann segist vilja geta sagt syni sínum að gera einfaldlega það sem hann langi til. „Vera sá sem hann vill, og aldrei óttast það að það sé gert grín af honum því það segi meira um óöryggi þeirrar manneskju sem gerir grínið. Ég hef blessunarlega sloppið við einelti og lifað frekar vernduðu lífi. Ég mun ávallt dást að þeim sem hafa kjark í að horfast í augu við erfiðleika sína, en flýja ekki frá þeim. Þið gefið mér hugrekki. Vonandi hvetur þetta einhvern áfram, eða bara hvetur mig áfram.“ Sigþór hefur lengi vel verið knattspyrnumaður og meðal annars spilað með BÍ/Bolungarvík, Leikni R., Keflavík, Njarðvík og núna með Herði á Ísafirði. Hér að neðan má sjá Sigþór taka lagið Say Something með hljómsveitinni A Great Big World og Christinu Aguilera. Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Viðbrögðin voru eiginlega framar vonum. Hef fengið hrós úr óvæntum áttum sem ég átti svosem ekkert von á,“ segir Sigþór Snorrason, þrítugur Ísfirðingur, sem skrifaði einlæga færslu á Facebook á dögunum. Þar lýsir hann áhuga sínum á söng og að hann hafi aldrei þorað að segja neinum frá. „Nokkrir aðilar sögðu mér að þetta væri þeim hvatning að fara út fyrir sinn þægindaramma, sem mér þótti ógurlega vænt um,“ segir hann. „Þeir sem þekkja mig vita að ég er vægast sagt tilfinningaríkur og oft á tíðum dramatískur, og einhverjir hafa kallað mig Sigþór „All I can be is me” Snorrason vegna þess hve mikið ég lifði mig inn í One Tree Hill á sínum tíma.“ Svona hefst færslan frá knattspyrnumanninum Sigþóri. Hann fékk innblástur í herferðina #égerekktabú og vill einfaldlega koma til dyranna eins og hann er klæddur.Barn á leiðinni „Með barn á leiðinni, þá hef ég velt miklum vöngum yfir því hvernig faðir ég komi til með að vera, hafandi mjög seint fengið föðurímynd í mitt líf, sem er hann Steini hennar mömmu, og mikill mótþrói sem því fylgdi að þurfa allt í einu að hlýða einhverjum kalli. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að hvernig sem fer, hvort sem sonur minn muni hafa áhuga á fótbolta, listum, ballett, hvað sem er, þá muni ég ávallt hvetja hann til að eltast við drauma sína, að vera aldrei hræddur við að láta vaða.“ Sigþór hefur semsagt alltaf haft gaman af því að syngja en aldrei þorað að koma fram. Hann á von á barni með kærustu sinni Berglindi Ingu.Sigþór er hættur í feluleik.vísir„Ég hef aldrei þorað að gera neitt í því, og hvernig á ég að geta predikað fyrir syni mínum að hafa þor í að gera það sem hann vill, ef ég fel svo það sem ég geri. Mig langar að deila svolitlu með ykkur, sem ég hef einungis fáum sýnt. Ég er með YouTuberás sem ég hef sett inn upptökur af mér syngja en alltaf hef ég haft þetta læst, af ótta við að það yrði gert grín af mér. Núna ætla ég að deila með ykkur einum link, og í kjölfarið opna þetta allt saman.“Hér má sjá Youtube-rás hans. Sigþór segist gera sér grein fyrir því að einhver eigi eftir að nýta þetta gegn honum og stríða. „Þetta er langt í frá að vera flott, sumt söng ég bara því mér fannst lagið gott, sumt söng ég því ég taldi mig ráða vel við það og sumt er bara flipp og stundum klæddi ég mig upp sem söngvari, so what?“ Hann segist vilja geta sagt syni sínum að gera einfaldlega það sem hann langi til. „Vera sá sem hann vill, og aldrei óttast það að það sé gert grín af honum því það segi meira um óöryggi þeirrar manneskju sem gerir grínið. Ég hef blessunarlega sloppið við einelti og lifað frekar vernduðu lífi. Ég mun ávallt dást að þeim sem hafa kjark í að horfast í augu við erfiðleika sína, en flýja ekki frá þeim. Þið gefið mér hugrekki. Vonandi hvetur þetta einhvern áfram, eða bara hvetur mig áfram.“ Sigþór hefur lengi vel verið knattspyrnumaður og meðal annars spilað með BÍ/Bolungarvík, Leikni R., Keflavík, Njarðvík og núna með Herði á Ísafirði. Hér að neðan má sjá Sigþór taka lagið Say Something með hljómsveitinni A Great Big World og Christinu Aguilera.
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira