Forsætisráðherra ítrekar byggingahugmyndir sínar á jólakorti Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 18:31 Trausti Valsson arkitekt og skipulagsfræðingur sem nýlega gaf út bókina Mótun framtíðar hælir forsætisráðherra fyrir hughrekki í skipulagsmálum. Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Arkitekt og skipulagsfræðingur segir forsætisráðherra sýna hugrekki með því að þrýsta á að ný skrifstofubygging Alþingis verði byggð í stíl Guðjóns Samúelssonar. Á jólakorti forsætisráðherra fyrir þessi jól er mynd þar sem hús Guðjóns hefur verið sett inn á fyrirhugaðan byggingarreit. Stór lóð við Vonarstræti hefur lengi staðið auð en þar stendur til að byggja skrifstofubyggingu fyrir Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir í þessum efnum og vill láta byggja í anda Guðjóns Samúelssonar.Og til að minna á þetta lét forsætisráðherra setja mynd af húsi sem Guðjón teiknaði árið 1915 inn á lóðina fyrir jólakort hans að þessu sinni. En á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til hönnunar byggingar í þessum anda. Við mæltum okkur mót við Trausta Valsson arkitekt og skipulagsfræðing við sama sjónarhorn og myndin á jólakorti forsætisráðherra. En Trausti var að gefa út bókina Mótun framtíðar um hugmyndir, skipulag og hönnun sem spannar alla hans starfsævi. Honum líst vel á hugmyndir forsætisráðherra. „Mér líst dálítið skemmtilega á þetta. Ég er arkitekt og skipulagsfræðingur þannig að ég þekki mína kollega. Það er ekki alveg samhljómur um þetta. En það er alla vega hluti okkar og kannski almennings frekar sem vilja láta vernda hið gamla yfirbragð miðbæjarins,“ segir Trausti. Í nýklassískum stíl eins og mörg steinsteypt hús í miðborginni séu og gert var ráð fyrir í skipulagi frá árinu 1927. Þar sé miðborginni var skipt upp í ramma.„Gaflinn til dæmis á Odfellow húsinu er gluggalaus eins og gaflinn á húsi Happdrættis Háskóla Íslands hinum megin við Tjarnargötuna. Það þarf að reyna að ljúka þessu, þessari rammasmíð,“ segir Trausti. Trausti segir að víðast hvar annars staðar sé tekið tillit eldri tíma þegar byggt er í gömlum miðborgum. „Eins og t.d. nýju húsin við hornið á Túngötu og Aðalstræti þar sem Uppsalir stóðu áður; þau eru byggð mjög í stíl við gamla Uppsalahúsið með turni þarna á horninu. Það finnst mér leyst alveg stórkostlega. Það er eitthvað í þeim anda sem ég myndi gjarnan vilja sjá,“ segir Trausti. Hann styðji því hugmyndir forsætisráðherra um byggingu á alþingisreitnum heilshugar. „Já, ég held að það sé svo mikið hugrekki. Það hefur lengst af ríkt mikil blinda á mikilvægi gamla miðbæjarins. Það munaði t.d. engu að byggð yrði rosaleg stjórnarráðsbygging úr gleri upp á að ég held einar sex hæðir á Bernhöftstorfunni. Þar átti allt að rífa. Ef það hefði gerst hefði það gjörsamlega rústað yfirbragði gamla miðbæjarins. Ég held að gamli miðbærinn standi frammi fyrir álíka vá nú af þessum rosalega ljótu teikningum sem hafa t.d. komið fram af horninu á Lækjargötu og Vonarstræti. Hótel þar upp á fimmhæðir í kubbastíl. Það verður að stoppa þetta,“ segir Trausti Valsson.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent