Umræða um tolla og landbúnað Hörður Harðarson skrifar 2. september 2015 10:00 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu á síðum Fréttablaðsins um íslenskan landbúnað. Í henni hefur spjótunum verið beint að tollum á innflutt svínakjöt og látið sem svo að fyrir þeim séu engin rök. Tollar á landbúnaðarafurðir eru einkum hugsaðir til þess að rétta samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart ósanngjarnri samkeppni erlendis frá. Dæmi um þetta er að á Íslandi gerir ríkið ríkari kröfur til svínabænda varðandi velferð og aðbúnað dýra, takmörkun á lyfjanotkun og réttindi launafólks en í þeim löndum sem svínakjöt er flutt frá til Íslands. Þessar kröfur tryggja að aðstæður við íslenskan landbúnað eru með því besta sem gerist en leiða á móti til aukins kostnaðar, sem veikir samkeppnisstöðu íslenskra svínabænda. Til þess að rétta þessa samkeppnisstöðu eru lagðir tollar á innflutt kjöt. Þegar farið er fram á að íslenska ríkið felli einhliða niður tolla á landbúnaðarvörur vakna áleitnar spurningar. Til dæmis hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið heimili óheftan innflutning á landbúnaðarafurðum til landsins sem eru fjarri því að uppfylla þær kröfur sem það gerir á sama tíma til íslenskra landbúnaðarafurða? Ætti ríkið á móti að slaka á þeim kröfum sem það gerir til íslenskra bænda í þágu lægra verðs á kjöti? Eða eiga íslenskir bændur að treysta á að íslenskir neytendur verði reiðubúnir til þess að greiða hærra verð fyrir vöru sem uppfyllir allar kröfur þegar þeim stendur til boða ódýrari vara sem uppfyllir ekki sömu kröfur? Íslenskur svínabúskapur hefur gengið í gegnum mikla hagræðingu á undanförnum áratugum sem leitt hefur til fækkunar og stækkunar búa, sem þó eru afar lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Engu að síður eru enn til staðar fjölskyldubú sem eru staðsett víðs vegar um landið, en ljóst er að þau munu vart lifa af samkeppni við óheftan innflutning. Það er því tvíbent að kalla á sama tíma eftir því að tollar séu felldir niður og að svínabúin séu lítil og sæt fjölskyldubú. Mikilvægt er að rennt sé styrkari stoðum undir þróun innlendrar búvöruframleiðslu og skal tekið undir framkomnar óskir um endurskoðun á styrkjakerfi landbúnaðarins. Þar þarf að leggja áherslu á verkefnatengdan stuðning samhliða því að dregið verði úr beingreiðslum til bænda. Markmið stuðnings við íslenskan landbúnað gætu þannig þróast á þeim forsendum að gera landbúnaðinn samkeppnishæfari, auk þess sem lögð yrði áhersla á stuðning sem gæti verið tímabundinn til ákveðinna verkefna. Mikilvægt er að stuðningur hafi þannig sveigjanleika að hann taki breytingum eftir því sem talið er æskilegt á hverjum tíma. Að lokum er rétt að hafa það í huga að frá ársbyrjun 2013 hefur verð til okkar svínabænda lækkað verulega á sama tíma og það hefur hækkað út úr búð. Íslenskir neytendur hafa því miður ekki grætt á þessu, ekki frekar en þær fjölskyldur sem stunda svínabúskap á Íslandi. Það hafa hins vegar stór fyrirtæki í verslunarrekstri gert, en í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn kemur fram að arðsemi þeirra er margföld á við það sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu á síðum Fréttablaðsins um íslenskan landbúnað. Í henni hefur spjótunum verið beint að tollum á innflutt svínakjöt og látið sem svo að fyrir þeim séu engin rök. Tollar á landbúnaðarafurðir eru einkum hugsaðir til þess að rétta samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart ósanngjarnri samkeppni erlendis frá. Dæmi um þetta er að á Íslandi gerir ríkið ríkari kröfur til svínabænda varðandi velferð og aðbúnað dýra, takmörkun á lyfjanotkun og réttindi launafólks en í þeim löndum sem svínakjöt er flutt frá til Íslands. Þessar kröfur tryggja að aðstæður við íslenskan landbúnað eru með því besta sem gerist en leiða á móti til aukins kostnaðar, sem veikir samkeppnisstöðu íslenskra svínabænda. Til þess að rétta þessa samkeppnisstöðu eru lagðir tollar á innflutt kjöt. Þegar farið er fram á að íslenska ríkið felli einhliða niður tolla á landbúnaðarvörur vakna áleitnar spurningar. Til dæmis hvort réttlætanlegt sé að íslenska ríkið heimili óheftan innflutning á landbúnaðarafurðum til landsins sem eru fjarri því að uppfylla þær kröfur sem það gerir á sama tíma til íslenskra landbúnaðarafurða? Ætti ríkið á móti að slaka á þeim kröfum sem það gerir til íslenskra bænda í þágu lægra verðs á kjöti? Eða eiga íslenskir bændur að treysta á að íslenskir neytendur verði reiðubúnir til þess að greiða hærra verð fyrir vöru sem uppfyllir allar kröfur þegar þeim stendur til boða ódýrari vara sem uppfyllir ekki sömu kröfur? Íslenskur svínabúskapur hefur gengið í gegnum mikla hagræðingu á undanförnum áratugum sem leitt hefur til fækkunar og stækkunar búa, sem þó eru afar lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Engu að síður eru enn til staðar fjölskyldubú sem eru staðsett víðs vegar um landið, en ljóst er að þau munu vart lifa af samkeppni við óheftan innflutning. Það er því tvíbent að kalla á sama tíma eftir því að tollar séu felldir niður og að svínabúin séu lítil og sæt fjölskyldubú. Mikilvægt er að rennt sé styrkari stoðum undir þróun innlendrar búvöruframleiðslu og skal tekið undir framkomnar óskir um endurskoðun á styrkjakerfi landbúnaðarins. Þar þarf að leggja áherslu á verkefnatengdan stuðning samhliða því að dregið verði úr beingreiðslum til bænda. Markmið stuðnings við íslenskan landbúnað gætu þannig þróast á þeim forsendum að gera landbúnaðinn samkeppnishæfari, auk þess sem lögð yrði áhersla á stuðning sem gæti verið tímabundinn til ákveðinna verkefna. Mikilvægt er að stuðningur hafi þannig sveigjanleika að hann taki breytingum eftir því sem talið er æskilegt á hverjum tíma. Að lokum er rétt að hafa það í huga að frá ársbyrjun 2013 hefur verð til okkar svínabænda lækkað verulega á sama tíma og það hefur hækkað út úr búð. Íslenskir neytendur hafa því miður ekki grætt á þessu, ekki frekar en þær fjölskyldur sem stunda svínabúskap á Íslandi. Það hafa hins vegar stór fyrirtæki í verslunarrekstri gert, en í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumarkaðinn kemur fram að arðsemi þeirra er margföld á við það sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum beggja vegna Atlantshafsins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun