Sannleikur í hæstarétti eða kristinni trú? Jón Valur Jensson skrifar 15. júlí 2015 08:00 Frosti Logason ritar Bakþanka Fréttablaðsins 2. júlí. Í lokaorðum hans kemur skýrt í ljós, að sjónarmið greinar hans byggjast sannarlega ekki á kristnu siðferði, miklu fremur á andúð á kirkju og kristindómi. Þetta er orðið einum of algengt meðal skriffinna. Hvers vegna að skera sig svona frá því sem er helzta lífakkeri Íslendinga þegar á bjátar í tilverunni? Hvers vegna að óvirða vizku aldanna og þá siðakenningu meistarans frá Nazaret og lærisveina hans, sem fylgt hefur þjóðinni til góðs? – m.a. grundvallað hér flesta spítala okkar á miðöldum jafnt sem á 20. öld, haft hér ómæld menningaráhrif í rit- og myndlist, auk þess að afleggja útburð barna, hólmgöngur (einvígi), þrælahald og mannfórnir. Frosti minnist á afnám þrælahalds „á síðustu áratugum“ (svo) og lætur sem það hafi verið kristinni kirkju þvert um geð! (Svo talar hann um vanþekkingu annarra!) – En afnám þrælahalds í Bandaríkjunum og Bretlandi var fyrst og fremst baráttu kristinna hugsjónamanna að þakka – Granville Sharp, Fox, Wilberforce lávarðar, Douglass, Beecher Stove, Abrahams Lincoln o.m.fl., og þá hafði kaþólska kirkjan um eitt og hálft árþúsund beitt sér gegn þessu óréttlæti, hver páfinn á fætur öðrum allar götur út miðaldir og lengur fordæmt þrælahald, einnig þrælaflutninga til Nýja heimsins. Hvað gerði Hæstiréttur Bandaríkjanna í þrælahaldsmálinu árið 1857? Úrskurðaði, að það væri löglegt! Í alræmdu máli Dreds Scott úrskurðaði rétturinn, að þeldökkt fólk væri ekki persónur að lögum (not legal „persons“) samkvæmt bandarísku stjórnarskránni. Þræll væri því eign eiganda síns og mætti seljast og kaupast, þræla honum út og jafnvel drepa hann að vild þrælahaldarans! (Því breytti Bandaríkjaþing ellefu árum og heilli borgarastyrjöld síðar með nýjum viðauka, 13th & 14th Amendments, við stjórnarskrána.) Frosti ætti því sízt að gefa í skyn óskeikulleik og skínandi „sannleika“ þessa bandaríska hæstaréttar; og fráleitt er að telja það réttan úrskurð, að stjórnarskráin frá 18. öld hafi falið í sér rétt samkynja fólks til að giftast. Eins var það „legal fiction“ (lagalegur tilbúningur) hjá sama hæstarétti 1973 að úrskurða að stjórnarskráin gæfi konum lagalegan rétt til að láta eyða ófæddum afkvæmum sínum; ekkert var fjær hugsun stjórnarskrárhöfundanna. Í öllum þremur tilvikum (1857, 1973, 2015) var þetta lögleysa hæstaréttar, þar sem látið var undan tíðaranda áhrifamikilla þrýstihópa. Eitt má þó þakka Frosta Logasyni: að minna lesendur á Kristin stjórnmálasamtök, sem ganga út frá kristnum gildum og andæfa mörgu ranglætinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Frosti Logason ritar Bakþanka Fréttablaðsins 2. júlí. Í lokaorðum hans kemur skýrt í ljós, að sjónarmið greinar hans byggjast sannarlega ekki á kristnu siðferði, miklu fremur á andúð á kirkju og kristindómi. Þetta er orðið einum of algengt meðal skriffinna. Hvers vegna að skera sig svona frá því sem er helzta lífakkeri Íslendinga þegar á bjátar í tilverunni? Hvers vegna að óvirða vizku aldanna og þá siðakenningu meistarans frá Nazaret og lærisveina hans, sem fylgt hefur þjóðinni til góðs? – m.a. grundvallað hér flesta spítala okkar á miðöldum jafnt sem á 20. öld, haft hér ómæld menningaráhrif í rit- og myndlist, auk þess að afleggja útburð barna, hólmgöngur (einvígi), þrælahald og mannfórnir. Frosti minnist á afnám þrælahalds „á síðustu áratugum“ (svo) og lætur sem það hafi verið kristinni kirkju þvert um geð! (Svo talar hann um vanþekkingu annarra!) – En afnám þrælahalds í Bandaríkjunum og Bretlandi var fyrst og fremst baráttu kristinna hugsjónamanna að þakka – Granville Sharp, Fox, Wilberforce lávarðar, Douglass, Beecher Stove, Abrahams Lincoln o.m.fl., og þá hafði kaþólska kirkjan um eitt og hálft árþúsund beitt sér gegn þessu óréttlæti, hver páfinn á fætur öðrum allar götur út miðaldir og lengur fordæmt þrælahald, einnig þrælaflutninga til Nýja heimsins. Hvað gerði Hæstiréttur Bandaríkjanna í þrælahaldsmálinu árið 1857? Úrskurðaði, að það væri löglegt! Í alræmdu máli Dreds Scott úrskurðaði rétturinn, að þeldökkt fólk væri ekki persónur að lögum (not legal „persons“) samkvæmt bandarísku stjórnarskránni. Þræll væri því eign eiganda síns og mætti seljast og kaupast, þræla honum út og jafnvel drepa hann að vild þrælahaldarans! (Því breytti Bandaríkjaþing ellefu árum og heilli borgarastyrjöld síðar með nýjum viðauka, 13th & 14th Amendments, við stjórnarskrána.) Frosti ætti því sízt að gefa í skyn óskeikulleik og skínandi „sannleika“ þessa bandaríska hæstaréttar; og fráleitt er að telja það réttan úrskurð, að stjórnarskráin frá 18. öld hafi falið í sér rétt samkynja fólks til að giftast. Eins var það „legal fiction“ (lagalegur tilbúningur) hjá sama hæstarétti 1973 að úrskurða að stjórnarskráin gæfi konum lagalegan rétt til að láta eyða ófæddum afkvæmum sínum; ekkert var fjær hugsun stjórnarskrárhöfundanna. Í öllum þremur tilvikum (1857, 1973, 2015) var þetta lögleysa hæstaréttar, þar sem látið var undan tíðaranda áhrifamikilla þrýstihópa. Eitt má þó þakka Frosta Logasyni: að minna lesendur á Kristin stjórnmálasamtök, sem ganga út frá kristnum gildum og andæfa mörgu ranglætinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun