Sannleikur í hæstarétti eða kristinni trú? Jón Valur Jensson skrifar 15. júlí 2015 08:00 Frosti Logason ritar Bakþanka Fréttablaðsins 2. júlí. Í lokaorðum hans kemur skýrt í ljós, að sjónarmið greinar hans byggjast sannarlega ekki á kristnu siðferði, miklu fremur á andúð á kirkju og kristindómi. Þetta er orðið einum of algengt meðal skriffinna. Hvers vegna að skera sig svona frá því sem er helzta lífakkeri Íslendinga þegar á bjátar í tilverunni? Hvers vegna að óvirða vizku aldanna og þá siðakenningu meistarans frá Nazaret og lærisveina hans, sem fylgt hefur þjóðinni til góðs? – m.a. grundvallað hér flesta spítala okkar á miðöldum jafnt sem á 20. öld, haft hér ómæld menningaráhrif í rit- og myndlist, auk þess að afleggja útburð barna, hólmgöngur (einvígi), þrælahald og mannfórnir. Frosti minnist á afnám þrælahalds „á síðustu áratugum“ (svo) og lætur sem það hafi verið kristinni kirkju þvert um geð! (Svo talar hann um vanþekkingu annarra!) – En afnám þrælahalds í Bandaríkjunum og Bretlandi var fyrst og fremst baráttu kristinna hugsjónamanna að þakka – Granville Sharp, Fox, Wilberforce lávarðar, Douglass, Beecher Stove, Abrahams Lincoln o.m.fl., og þá hafði kaþólska kirkjan um eitt og hálft árþúsund beitt sér gegn þessu óréttlæti, hver páfinn á fætur öðrum allar götur út miðaldir og lengur fordæmt þrælahald, einnig þrælaflutninga til Nýja heimsins. Hvað gerði Hæstiréttur Bandaríkjanna í þrælahaldsmálinu árið 1857? Úrskurðaði, að það væri löglegt! Í alræmdu máli Dreds Scott úrskurðaði rétturinn, að þeldökkt fólk væri ekki persónur að lögum (not legal „persons“) samkvæmt bandarísku stjórnarskránni. Þræll væri því eign eiganda síns og mætti seljast og kaupast, þræla honum út og jafnvel drepa hann að vild þrælahaldarans! (Því breytti Bandaríkjaþing ellefu árum og heilli borgarastyrjöld síðar með nýjum viðauka, 13th & 14th Amendments, við stjórnarskrána.) Frosti ætti því sízt að gefa í skyn óskeikulleik og skínandi „sannleika“ þessa bandaríska hæstaréttar; og fráleitt er að telja það réttan úrskurð, að stjórnarskráin frá 18. öld hafi falið í sér rétt samkynja fólks til að giftast. Eins var það „legal fiction“ (lagalegur tilbúningur) hjá sama hæstarétti 1973 að úrskurða að stjórnarskráin gæfi konum lagalegan rétt til að láta eyða ófæddum afkvæmum sínum; ekkert var fjær hugsun stjórnarskrárhöfundanna. Í öllum þremur tilvikum (1857, 1973, 2015) var þetta lögleysa hæstaréttar, þar sem látið var undan tíðaranda áhrifamikilla þrýstihópa. Eitt má þó þakka Frosta Logasyni: að minna lesendur á Kristin stjórnmálasamtök, sem ganga út frá kristnum gildum og andæfa mörgu ranglætinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frosti Logason ritar Bakþanka Fréttablaðsins 2. júlí. Í lokaorðum hans kemur skýrt í ljós, að sjónarmið greinar hans byggjast sannarlega ekki á kristnu siðferði, miklu fremur á andúð á kirkju og kristindómi. Þetta er orðið einum of algengt meðal skriffinna. Hvers vegna að skera sig svona frá því sem er helzta lífakkeri Íslendinga þegar á bjátar í tilverunni? Hvers vegna að óvirða vizku aldanna og þá siðakenningu meistarans frá Nazaret og lærisveina hans, sem fylgt hefur þjóðinni til góðs? – m.a. grundvallað hér flesta spítala okkar á miðöldum jafnt sem á 20. öld, haft hér ómæld menningaráhrif í rit- og myndlist, auk þess að afleggja útburð barna, hólmgöngur (einvígi), þrælahald og mannfórnir. Frosti minnist á afnám þrælahalds „á síðustu áratugum“ (svo) og lætur sem það hafi verið kristinni kirkju þvert um geð! (Svo talar hann um vanþekkingu annarra!) – En afnám þrælahalds í Bandaríkjunum og Bretlandi var fyrst og fremst baráttu kristinna hugsjónamanna að þakka – Granville Sharp, Fox, Wilberforce lávarðar, Douglass, Beecher Stove, Abrahams Lincoln o.m.fl., og þá hafði kaþólska kirkjan um eitt og hálft árþúsund beitt sér gegn þessu óréttlæti, hver páfinn á fætur öðrum allar götur út miðaldir og lengur fordæmt þrælahald, einnig þrælaflutninga til Nýja heimsins. Hvað gerði Hæstiréttur Bandaríkjanna í þrælahaldsmálinu árið 1857? Úrskurðaði, að það væri löglegt! Í alræmdu máli Dreds Scott úrskurðaði rétturinn, að þeldökkt fólk væri ekki persónur að lögum (not legal „persons“) samkvæmt bandarísku stjórnarskránni. Þræll væri því eign eiganda síns og mætti seljast og kaupast, þræla honum út og jafnvel drepa hann að vild þrælahaldarans! (Því breytti Bandaríkjaþing ellefu árum og heilli borgarastyrjöld síðar með nýjum viðauka, 13th & 14th Amendments, við stjórnarskrána.) Frosti ætti því sízt að gefa í skyn óskeikulleik og skínandi „sannleika“ þessa bandaríska hæstaréttar; og fráleitt er að telja það réttan úrskurð, að stjórnarskráin frá 18. öld hafi falið í sér rétt samkynja fólks til að giftast. Eins var það „legal fiction“ (lagalegur tilbúningur) hjá sama hæstarétti 1973 að úrskurða að stjórnarskráin gæfi konum lagalegan rétt til að láta eyða ófæddum afkvæmum sínum; ekkert var fjær hugsun stjórnarskrárhöfundanna. Í öllum þremur tilvikum (1857, 1973, 2015) var þetta lögleysa hæstaréttar, þar sem látið var undan tíðaranda áhrifamikilla þrýstihópa. Eitt má þó þakka Frosta Logasyni: að minna lesendur á Kristin stjórnmálasamtök, sem ganga út frá kristnum gildum og andæfa mörgu ranglætinu.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar