Kosningaréttur heyrnarskertra Hjörtur H. Jónsson skrifar 6. júlí 2015 00:00 Ef þú fengir keppnisrétt í boðhlaupi á ólympíuleikum þá væri það ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks. Að mæta til leiks og komast í mark væri endapunkturinn á löngu ferli þar sem þú hefðir meðal annars verið í aðstöðu til að þjálfa hlaup um langan tíma, afla þér upplýsinga og taka þátt í námskeiðum, fræðast um næringu, mikilvægi hvíldar og fleira sem skiptir máli fyrir hlaup. Þú hefðir tekið þátt í sameiginlegum æfingum með öðrum liðsfélögum þar sem þið hefðuð rökrætt útfærslu hlaupsins, hvernig hlaupurum væri raðað og rætt styrk og veikleika helstu keppinauta. Og þótt sjálfur keppnisdagurinn væri mikilvægastur í flestra huga þá væri hann einungis lokaáfanginn í löngu ferli. Á sama hátt og keppnisréttur í boðhlaupi er ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks á sjálfan keppnisdaginn, þá er kosningaréttur ekki aðeins rétturinn til að setja kross á blað inni í kjörklefa á kosningadegi. Að setja kross á kjörseðil er endapunktur á löngu ferli, líklega ævilöngu, sem felur meðal annars í sér þjálfun í að taka þátt í samfélaginu, sækja sér menntun og þroska hæfileika sína, taka þátt í fundum og ráðstefnum um stjórnmál, og eiga í rökræðum við fólk, bæði á skipulögðum fundum og dagsdaglega. Það að veita hópi fólks kosningarétt felur því ekki einungis í sér að því sé tryggður réttur til að mæta á kjördag og setja kross á blað. Kosningaréttur felur óhjákvæmilega í sér að fólki sé gert kleift að taka upplýsta afstöðu, að það geti lært af öðrum um leið og aðrir læra af þeim, sem aftur felur í sér allt ofangreint og fleira. Í þessu ljósi er hæpið að halda því fram að mikið heyrnarskert og heyrnarlaust fólk hafi fullan kosningarétt. Heyrnarskertu fólki er meðal annars haldið frá þátttöku í stjórnmálaviðburðum og starfi með því að neita því um túlkun (táknmálstúlkun og rittúlkun). Opinberir viðburðir og umræða er yfirleitt hvorki túlkuð né textuð og því óaðgengileg heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki. Mörgum er haldið í einangrun þar sem nauðsynleg samskiptatæki, t.d. heyrnartæki, eru afar dýr og þar með óaðgengileg. Svo ekki sé minnst á allar þær brotalamir sem eru í menntun heyrnarskertra og heyrnarlausra. Vonandi verður það einhverntíma bæði sjálfsagt og venjulegt að heyrnarskert og heyrnarlaust fólk sé jafn virkt í stjórnmálastarfi og annað fólk og sé jafnvel ofarlega á listum, en áður en af því getur orðið er mikið verk óunnið. Ef við viljum taka kosningaréttinn alvarlega þá þurfum við öll að leggjast á árarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ef þú fengir keppnisrétt í boðhlaupi á ólympíuleikum þá væri það ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks. Að mæta til leiks og komast í mark væri endapunkturinn á löngu ferli þar sem þú hefðir meðal annars verið í aðstöðu til að þjálfa hlaup um langan tíma, afla þér upplýsinga og taka þátt í námskeiðum, fræðast um næringu, mikilvægi hvíldar og fleira sem skiptir máli fyrir hlaup. Þú hefðir tekið þátt í sameiginlegum æfingum með öðrum liðsfélögum þar sem þið hefðuð rökrætt útfærslu hlaupsins, hvernig hlaupurum væri raðað og rætt styrk og veikleika helstu keppinauta. Og þótt sjálfur keppnisdagurinn væri mikilvægastur í flestra huga þá væri hann einungis lokaáfanginn í löngu ferli. Á sama hátt og keppnisréttur í boðhlaupi er ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks á sjálfan keppnisdaginn, þá er kosningaréttur ekki aðeins rétturinn til að setja kross á blað inni í kjörklefa á kosningadegi. Að setja kross á kjörseðil er endapunktur á löngu ferli, líklega ævilöngu, sem felur meðal annars í sér þjálfun í að taka þátt í samfélaginu, sækja sér menntun og þroska hæfileika sína, taka þátt í fundum og ráðstefnum um stjórnmál, og eiga í rökræðum við fólk, bæði á skipulögðum fundum og dagsdaglega. Það að veita hópi fólks kosningarétt felur því ekki einungis í sér að því sé tryggður réttur til að mæta á kjördag og setja kross á blað. Kosningaréttur felur óhjákvæmilega í sér að fólki sé gert kleift að taka upplýsta afstöðu, að það geti lært af öðrum um leið og aðrir læra af þeim, sem aftur felur í sér allt ofangreint og fleira. Í þessu ljósi er hæpið að halda því fram að mikið heyrnarskert og heyrnarlaust fólk hafi fullan kosningarétt. Heyrnarskertu fólki er meðal annars haldið frá þátttöku í stjórnmálaviðburðum og starfi með því að neita því um túlkun (táknmálstúlkun og rittúlkun). Opinberir viðburðir og umræða er yfirleitt hvorki túlkuð né textuð og því óaðgengileg heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki. Mörgum er haldið í einangrun þar sem nauðsynleg samskiptatæki, t.d. heyrnartæki, eru afar dýr og þar með óaðgengileg. Svo ekki sé minnst á allar þær brotalamir sem eru í menntun heyrnarskertra og heyrnarlausra. Vonandi verður það einhverntíma bæði sjálfsagt og venjulegt að heyrnarskert og heyrnarlaust fólk sé jafn virkt í stjórnmálastarfi og annað fólk og sé jafnvel ofarlega á listum, en áður en af því getur orðið er mikið verk óunnið. Ef við viljum taka kosningaréttinn alvarlega þá þurfum við öll að leggjast á árarnar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun