Kosningaréttur heyrnarskertra Hjörtur H. Jónsson skrifar 6. júlí 2015 00:00 Ef þú fengir keppnisrétt í boðhlaupi á ólympíuleikum þá væri það ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks. Að mæta til leiks og komast í mark væri endapunkturinn á löngu ferli þar sem þú hefðir meðal annars verið í aðstöðu til að þjálfa hlaup um langan tíma, afla þér upplýsinga og taka þátt í námskeiðum, fræðast um næringu, mikilvægi hvíldar og fleira sem skiptir máli fyrir hlaup. Þú hefðir tekið þátt í sameiginlegum æfingum með öðrum liðsfélögum þar sem þið hefðuð rökrætt útfærslu hlaupsins, hvernig hlaupurum væri raðað og rætt styrk og veikleika helstu keppinauta. Og þótt sjálfur keppnisdagurinn væri mikilvægastur í flestra huga þá væri hann einungis lokaáfanginn í löngu ferli. Á sama hátt og keppnisréttur í boðhlaupi er ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks á sjálfan keppnisdaginn, þá er kosningaréttur ekki aðeins rétturinn til að setja kross á blað inni í kjörklefa á kosningadegi. Að setja kross á kjörseðil er endapunktur á löngu ferli, líklega ævilöngu, sem felur meðal annars í sér þjálfun í að taka þátt í samfélaginu, sækja sér menntun og þroska hæfileika sína, taka þátt í fundum og ráðstefnum um stjórnmál, og eiga í rökræðum við fólk, bæði á skipulögðum fundum og dagsdaglega. Það að veita hópi fólks kosningarétt felur því ekki einungis í sér að því sé tryggður réttur til að mæta á kjördag og setja kross á blað. Kosningaréttur felur óhjákvæmilega í sér að fólki sé gert kleift að taka upplýsta afstöðu, að það geti lært af öðrum um leið og aðrir læra af þeim, sem aftur felur í sér allt ofangreint og fleira. Í þessu ljósi er hæpið að halda því fram að mikið heyrnarskert og heyrnarlaust fólk hafi fullan kosningarétt. Heyrnarskertu fólki er meðal annars haldið frá þátttöku í stjórnmálaviðburðum og starfi með því að neita því um túlkun (táknmálstúlkun og rittúlkun). Opinberir viðburðir og umræða er yfirleitt hvorki túlkuð né textuð og því óaðgengileg heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki. Mörgum er haldið í einangrun þar sem nauðsynleg samskiptatæki, t.d. heyrnartæki, eru afar dýr og þar með óaðgengileg. Svo ekki sé minnst á allar þær brotalamir sem eru í menntun heyrnarskertra og heyrnarlausra. Vonandi verður það einhverntíma bæði sjálfsagt og venjulegt að heyrnarskert og heyrnarlaust fólk sé jafn virkt í stjórnmálastarfi og annað fólk og sé jafnvel ofarlega á listum, en áður en af því getur orðið er mikið verk óunnið. Ef við viljum taka kosningaréttinn alvarlega þá þurfum við öll að leggjast á árarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef þú fengir keppnisrétt í boðhlaupi á ólympíuleikum þá væri það ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks. Að mæta til leiks og komast í mark væri endapunkturinn á löngu ferli þar sem þú hefðir meðal annars verið í aðstöðu til að þjálfa hlaup um langan tíma, afla þér upplýsinga og taka þátt í námskeiðum, fræðast um næringu, mikilvægi hvíldar og fleira sem skiptir máli fyrir hlaup. Þú hefðir tekið þátt í sameiginlegum æfingum með öðrum liðsfélögum þar sem þið hefðuð rökrætt útfærslu hlaupsins, hvernig hlaupurum væri raðað og rætt styrk og veikleika helstu keppinauta. Og þótt sjálfur keppnisdagurinn væri mikilvægastur í flestra huga þá væri hann einungis lokaáfanginn í löngu ferli. Á sama hátt og keppnisréttur í boðhlaupi er ekki aðeins rétturinn til að mæta til leiks á sjálfan keppnisdaginn, þá er kosningaréttur ekki aðeins rétturinn til að setja kross á blað inni í kjörklefa á kosningadegi. Að setja kross á kjörseðil er endapunktur á löngu ferli, líklega ævilöngu, sem felur meðal annars í sér þjálfun í að taka þátt í samfélaginu, sækja sér menntun og þroska hæfileika sína, taka þátt í fundum og ráðstefnum um stjórnmál, og eiga í rökræðum við fólk, bæði á skipulögðum fundum og dagsdaglega. Það að veita hópi fólks kosningarétt felur því ekki einungis í sér að því sé tryggður réttur til að mæta á kjördag og setja kross á blað. Kosningaréttur felur óhjákvæmilega í sér að fólki sé gert kleift að taka upplýsta afstöðu, að það geti lært af öðrum um leið og aðrir læra af þeim, sem aftur felur í sér allt ofangreint og fleira. Í þessu ljósi er hæpið að halda því fram að mikið heyrnarskert og heyrnarlaust fólk hafi fullan kosningarétt. Heyrnarskertu fólki er meðal annars haldið frá þátttöku í stjórnmálaviðburðum og starfi með því að neita því um túlkun (táknmálstúlkun og rittúlkun). Opinberir viðburðir og umræða er yfirleitt hvorki túlkuð né textuð og því óaðgengileg heyrnarskertu og heyrnarlausu fólki. Mörgum er haldið í einangrun þar sem nauðsynleg samskiptatæki, t.d. heyrnartæki, eru afar dýr og þar með óaðgengileg. Svo ekki sé minnst á allar þær brotalamir sem eru í menntun heyrnarskertra og heyrnarlausra. Vonandi verður það einhverntíma bæði sjálfsagt og venjulegt að heyrnarskert og heyrnarlaust fólk sé jafn virkt í stjórnmálastarfi og annað fólk og sé jafnvel ofarlega á listum, en áður en af því getur orðið er mikið verk óunnið. Ef við viljum taka kosningaréttinn alvarlega þá þurfum við öll að leggjast á árarnar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun