Slagnum frestað fram til haustsins Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL við Karphúsið. Samningar aðildarfélaga BRSR voru lausir í apríllok á þessu ári, en deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í byrjun júní. Þá höfðu viðræður staðið frá því í mars. Mynd/BSRB Viðræðum ríkisins við samninganefnd Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og Landsambands lögreglumanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til 4. ágúst. Samkomulag er um að náist samningur fyrir lok september þá gildi hann afturvirkt frá og með 1. maí. Öðrum aðildarfélögum BSRB sem ekki hafa heldur lokið samningum sínum við ríki og sveitarfélög býðst að fylgja fordæminu og fresta sínum viðræðum á sama hátt. Félögin þrjú eru þau stærstu innan BSRB sem semja við ríkið og þau fyrstu innan bandalagsins sem hófu kjaraviðræður, en þau ákváðu að þessu sinni að leggja fram sameiginlega kröfugerð. Telur hópurinn sem samið er fyrir rúmlega 5.200 manns.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að sjálfsagt hefði ekki komið til frestunar viðræðna hefðu stöðumatið verið þannig að ná mætti saman á næstu sjö til tíu dögum. Það sé ekki og að auki sé umhverfi kjaraviðræðnanna um margt óljóst núna, svo sem vegna væntanlegs gerðardóms um kjör BHM, niðurstöðu sem eftir eigi að fást um kjarasamning hjúkrunarfræðinga og við bætist svo málshöfðun félaganna vegna laganna sem sett voru á verkföll þeirra. „Menn voru því ásáttir um að draga andann djúpt, svona yfir hásumarið.“ segir hann. Hvað varðar rammann sem almenni markaðurinn hefur gengið frá í sínum samningum svarar Árni Stefán því til að þar sú um að ræða afskaplega flókna samninga. „Og menn eru engan veginn sammála um hvað þeir eru yfirleitt að gera og það er mjög mismunandi eftir því hvort fólk er á töxtum, eða svokölluðu markaðslaunakerfi. Þá er verið að færa til launaflokka og taka niður þrep. Við höfum rætt við saminganefnd ríkisins og erum ekki að skilja þessa samninga alveg eins.“ Um leið segir Árni Stefán að sjálfsögðu horft til þessara samninga. En að auki sé líka horft til launaþróunar frá 2011 og launabilsins sem sé á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á opinbera markaðnum. „Sá launamunur er á milli sextán og sautján prósent.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ.Vaktafyrirkomulag sem verður að breyta „Við teljum okkur ekki bundin af einu eða neinu,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, um áhrif þeirra kjarasamninga sem búið er að gera á yfirstandandi kjaraviðræður sem nú hefur verið frestað fam í ágúst. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að það er stíft að sækja.“ Hún bendir um leið á að samningur VR víð SA sem sagður sé sá rammi sem ríki og sveit vilji miða við sé svo flókinn að fólk muni ekki eftir öðru eins. Þannig hafi verið ólíkur skilningur á því hvað hann þýddi hjá hagfræðingum samninganefndar ríkisins og nefndar SLFÍ, SFR og LL í vikunni. Viðræðum hefur nú verið frestað til ágústbyrjunar. „Við vonumst til þess að það hafist og reynum að vera bjartsýn,“ segir Kristín, en bætir um leið við að taka þurfi á mörgum öðrum málum og alvarlegum í viðræðunum. „Eitt eru vaktavinnumál sjúkraliða. Það gengur ekki að vitað sé og viðurkennt af atvinnurekandannum að verið sé að brjóta heila stétt niður í duftið af álagi.“ Kristín segir ekki ganga upp að undirritaður verði samningur öðru vísi en eitthvað sé komið til móts við stéttina í þeim efnum. „Og sama á við um vaktavinnukafla hinna stéttann, hvort sem það er lögreglan eða SFR.“ Misjafnt sé þó á hverju brjóti. Sjúkraliðar séu kvennastétt sem sé haldið haldið eins og nútímaþrælum. „Þær eru hafðar í lítilli starfsprósentu til að hægt sé að drifa þeim eins og mý á mykjuskán út um allar vaktir.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Viðræðum ríkisins við samninganefnd Sjúkraliðafélagsins, SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og Landsambands lögreglumanna hjá ríkissáttasemjara hefur verið frestað til 4. ágúst. Samkomulag er um að náist samningur fyrir lok september þá gildi hann afturvirkt frá og með 1. maí. Öðrum aðildarfélögum BSRB sem ekki hafa heldur lokið samningum sínum við ríki og sveitarfélög býðst að fylgja fordæminu og fresta sínum viðræðum á sama hátt. Félögin þrjú eru þau stærstu innan BSRB sem semja við ríkið og þau fyrstu innan bandalagsins sem hófu kjaraviðræður, en þau ákváðu að þessu sinni að leggja fram sameiginlega kröfugerð. Telur hópurinn sem samið er fyrir rúmlega 5.200 manns.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að sjálfsagt hefði ekki komið til frestunar viðræðna hefðu stöðumatið verið þannig að ná mætti saman á næstu sjö til tíu dögum. Það sé ekki og að auki sé umhverfi kjaraviðræðnanna um margt óljóst núna, svo sem vegna væntanlegs gerðardóms um kjör BHM, niðurstöðu sem eftir eigi að fást um kjarasamning hjúkrunarfræðinga og við bætist svo málshöfðun félaganna vegna laganna sem sett voru á verkföll þeirra. „Menn voru því ásáttir um að draga andann djúpt, svona yfir hásumarið.“ segir hann. Hvað varðar rammann sem almenni markaðurinn hefur gengið frá í sínum samningum svarar Árni Stefán því til að þar sú um að ræða afskaplega flókna samninga. „Og menn eru engan veginn sammála um hvað þeir eru yfirleitt að gera og það er mjög mismunandi eftir því hvort fólk er á töxtum, eða svokölluðu markaðslaunakerfi. Þá er verið að færa til launaflokka og taka niður þrep. Við höfum rætt við saminganefnd ríkisins og erum ekki að skilja þessa samninga alveg eins.“ Um leið segir Árni Stefán að sjálfsögðu horft til þessara samninga. En að auki sé líka horft til launaþróunar frá 2011 og launabilsins sem sé á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á opinbera markaðnum. „Sá launamunur er á milli sextán og sautján prósent.“ Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ.Vaktafyrirkomulag sem verður að breyta „Við teljum okkur ekki bundin af einu eða neinu,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, um áhrif þeirra kjarasamninga sem búið er að gera á yfirstandandi kjaraviðræður sem nú hefur verið frestað fam í ágúst. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að það er stíft að sækja.“ Hún bendir um leið á að samningur VR víð SA sem sagður sé sá rammi sem ríki og sveit vilji miða við sé svo flókinn að fólk muni ekki eftir öðru eins. Þannig hafi verið ólíkur skilningur á því hvað hann þýddi hjá hagfræðingum samninganefndar ríkisins og nefndar SLFÍ, SFR og LL í vikunni. Viðræðum hefur nú verið frestað til ágústbyrjunar. „Við vonumst til þess að það hafist og reynum að vera bjartsýn,“ segir Kristín, en bætir um leið við að taka þurfi á mörgum öðrum málum og alvarlegum í viðræðunum. „Eitt eru vaktavinnumál sjúkraliða. Það gengur ekki að vitað sé og viðurkennt af atvinnurekandannum að verið sé að brjóta heila stétt niður í duftið af álagi.“ Kristín segir ekki ganga upp að undirritaður verði samningur öðru vísi en eitthvað sé komið til móts við stéttina í þeim efnum. „Og sama á við um vaktavinnukafla hinna stéttann, hvort sem það er lögreglan eða SFR.“ Misjafnt sé þó á hverju brjóti. Sjúkraliðar séu kvennastétt sem sé haldið haldið eins og nútímaþrælum. „Þær eru hafðar í lítilli starfsprósentu til að hægt sé að drifa þeim eins og mý á mykjuskán út um allar vaktir.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira