Kalli í Pelsinum fer í hart við skiptastjóra Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2015 08:30 Karl vill athuga hvort gengistryggt lán á eign hans, Kjarnanum á Selfossi, sé lögmætt. Kjarninn er verslunarmiðstöðin til vinstri á myndinni. vísir/pjetur Karl Steingrímsson, gjarnan kallaður Kalli í Pelsinum, á nú í málaferlum gegn skiptastjóra félagsins Vindasúlna ehf. sem áður var í eigu Karls. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 en skiptum lauk í nóvember á síðasta ári.Ástráður HaraldssonMálið snýst um afhendingu gagna úr skiptabúinu sem Karl telur sig eiga rétt á. Lögmaður hans, Jón Þór Ólason, segir að gögnin hafi meðal annars átt að nota til að kanna réttarstöðu Karls gagnvart Íslandsbanka. Á eign félagsins, verslunarmiðstöðinni Kjarnanum á Selfossi, hafi hvílt gengistryggt lán sem Karl vilji fá skorið úr um hvort hafi verið lögmætt. Jón Þór segir að skiptastjóri búsins, Ástráður Haraldsson, hafi dregið og neitað að afhenda gögnin. „Þetta er bara ekkert annað en persónulegt, það er ekki hægt að sjá annað,“ segir Jón Þór. Þá hafi Ástráður lokið skiptum á búi Vindasúlna ehf. mjög skyndilega. Með því hafi Ástráður komið í veg fyrir að hægt væri að nálgast gögnin því ekki væri hægt að gera kröfu til félags sem ekki væri til lengur. „Hann ætlar bara að sitja á gögnunum væntanlega þangað til þetta fyrnist.“ Ástráður skiptastjóri segist hafa afhent þau gögn sem Karl eigi lögvarða hagsmuni af að fá fyrir löngu síðan. Jón Þór er ósammála því. „Þau gögn sem við fengum voru lítil og það var búið að ganga á eftir þeim heillengi. Það er ekki hans að meta það hvað við teljum vera nóg.“ Jón Þór ÓlasonÁstráður hafnar jafnframt ásökunum um að hann hafi lokið skiptunum óvenju fljótt. „Þegar skiptastjóri lýkur skiptum samkvæmt gjaldþrotaskiptalögunum þarf hann að birta auglýsingu í Lögbirtingablaðinu með lögmæltum fyrirvara þar sem fram kemur að til standi að ljúka skiptum í búi. Skiptin voru framkvæmd með nákvæmlega sama hætti og í öllum öðrum búum. Það gat ég ekki gert með einhverri launung eða í flýti.“ Hann gefur lítið fyrir ásakanir Jóns Þórs um að hann hafi ekki skilað gögnum eftir að skiptum var lokið til Þjóðskjalasafnsins eins og lög segja til um. „Það verður auðvitað gert í þessu tilviki sem og öðrum tilvikum. En það verður ekki gert eftir einhverjum fyrirmælum frá Jóni Þór Ólasyni.“ Aðspurður hvenær gögnunum verði skilað segir Ástráður: „Það er bara ekki búið að ákveða það.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Karl Steingrímsson, gjarnan kallaður Kalli í Pelsinum, á nú í málaferlum gegn skiptastjóra félagsins Vindasúlna ehf. sem áður var í eigu Karls. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 en skiptum lauk í nóvember á síðasta ári.Ástráður HaraldssonMálið snýst um afhendingu gagna úr skiptabúinu sem Karl telur sig eiga rétt á. Lögmaður hans, Jón Þór Ólason, segir að gögnin hafi meðal annars átt að nota til að kanna réttarstöðu Karls gagnvart Íslandsbanka. Á eign félagsins, verslunarmiðstöðinni Kjarnanum á Selfossi, hafi hvílt gengistryggt lán sem Karl vilji fá skorið úr um hvort hafi verið lögmætt. Jón Þór segir að skiptastjóri búsins, Ástráður Haraldsson, hafi dregið og neitað að afhenda gögnin. „Þetta er bara ekkert annað en persónulegt, það er ekki hægt að sjá annað,“ segir Jón Þór. Þá hafi Ástráður lokið skiptum á búi Vindasúlna ehf. mjög skyndilega. Með því hafi Ástráður komið í veg fyrir að hægt væri að nálgast gögnin því ekki væri hægt að gera kröfu til félags sem ekki væri til lengur. „Hann ætlar bara að sitja á gögnunum væntanlega þangað til þetta fyrnist.“ Ástráður skiptastjóri segist hafa afhent þau gögn sem Karl eigi lögvarða hagsmuni af að fá fyrir löngu síðan. Jón Þór er ósammála því. „Þau gögn sem við fengum voru lítil og það var búið að ganga á eftir þeim heillengi. Það er ekki hans að meta það hvað við teljum vera nóg.“ Jón Þór ÓlasonÁstráður hafnar jafnframt ásökunum um að hann hafi lokið skiptunum óvenju fljótt. „Þegar skiptastjóri lýkur skiptum samkvæmt gjaldþrotaskiptalögunum þarf hann að birta auglýsingu í Lögbirtingablaðinu með lögmæltum fyrirvara þar sem fram kemur að til standi að ljúka skiptum í búi. Skiptin voru framkvæmd með nákvæmlega sama hætti og í öllum öðrum búum. Það gat ég ekki gert með einhverri launung eða í flýti.“ Hann gefur lítið fyrir ásakanir Jóns Þórs um að hann hafi ekki skilað gögnum eftir að skiptum var lokið til Þjóðskjalasafnsins eins og lög segja til um. „Það verður auðvitað gert í þessu tilviki sem og öðrum tilvikum. En það verður ekki gert eftir einhverjum fyrirmælum frá Jóni Þór Ólasyni.“ Aðspurður hvenær gögnunum verði skilað segir Ástráður: „Það er bara ekki búið að ákveða það.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira