Heilbrigð stjórnmál, valdaklíkur og öflugt atvinnulíf Páll Valur Björnsson skrifar 25. júní 2015 07:00 Spilling er gamall og svarinn óvinur almennings. Hún felst í því að þeir sem vald hafa misbeita því í þágu sérhagsmuna sinna eða til að hygla ættingjum, vinum, pólitískum samherjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga eða stýra. Spilling dafnar best í skjóli skoðanakúgunar og skerts tjáningarfrelsis. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar óhikað t.a.m. vegna ótta við að missa vinnuna eða tapa mikilvægum viðskiptum fá valdhafar í stjórnmálum og atvinnulífi ekki aðhald sem nauðsynlegt er til að halda spillingu niðri. Heiðarleg samkeppni þrífst afar illa í umhverfi þar sem tengingar, vinagreiðar og pólitísk velvild og óvild ráða miklu um hverjir fá og hverjir fá ekki. Þar sem atvinnulíf er einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti sín undir fáum fyrirtækjum er mikil hætta á að óeðlilegar leikreglur myndist. Þar sem einstök fyrirtæki eru mjög stór í samanburði við byggðirnar og sveitarfélögin þar sem þau starfa, er mikil hætta á að þau fái í krafti stærðar sinnar völd og áhrif sem þau eiga ekki að hafa í lýðræðislegu samfélagi. Sú hætta eykst svo enn þegar sömu aðilar hafa einnig óeðlileg áhrif, beint eða óbeint, á þá sem fara með pólitískt vald í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Fjölbreytni í atvinnulífi er mikilvæg af ýmsum ástæðum og ekki síst til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Spilling er mikil samfélagsleg meinsemd. Við verðum að hafa kjark til að takast á við hana með tiltækum ráðum ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Höfum við nokkuð gleymt því strax sem stendur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um ástæður og afleiðingar hrunsins og í öðrum skýrslum og úttektum, s.s. um sparisjóðina, lífeyrissjóðina og Orkuveitu Reykjavíkur? Erum við ekki örugglega að gæta þess mjög vel að láta ekki valdaklíkur, persónulegar tengingar, vinagreiða og pólitíska velvild eða óvild hafa óeðlileg áhrif á hvað má og hvað má ekki, hverjir fá og hverjir ekki? Hverjir sitja í stjórnum hér og þar og eru ráðnir til stjórnunarstarfa? Höfum við ekki örugglega lært af reynslunni og öllu því marga og mikla sem aflaga fór svo víða í samfélaginu á árunum fyrir hrun? Ef við gerum það ekki mun okkur ekki takast vel að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf og heilbrigt og ábyrgt fjármálakerfi. Þetta snýst um að gæta langtímahagsmuna í þágu alls almennings. Látum ekki sérhagsmuni, valdaklíkur og spillingu koma aftur í veg fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Spilling er gamall og svarinn óvinur almennings. Hún felst í því að þeir sem vald hafa misbeita því í þágu sérhagsmuna sinna eða til að hygla ættingjum, vinum, pólitískum samherjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga eða stýra. Spilling dafnar best í skjóli skoðanakúgunar og skerts tjáningarfrelsis. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar óhikað t.a.m. vegna ótta við að missa vinnuna eða tapa mikilvægum viðskiptum fá valdhafar í stjórnmálum og atvinnulífi ekki aðhald sem nauðsynlegt er til að halda spillingu niðri. Heiðarleg samkeppni þrífst afar illa í umhverfi þar sem tengingar, vinagreiðar og pólitísk velvild og óvild ráða miklu um hverjir fá og hverjir fá ekki. Þar sem atvinnulíf er einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti sín undir fáum fyrirtækjum er mikil hætta á að óeðlilegar leikreglur myndist. Þar sem einstök fyrirtæki eru mjög stór í samanburði við byggðirnar og sveitarfélögin þar sem þau starfa, er mikil hætta á að þau fái í krafti stærðar sinnar völd og áhrif sem þau eiga ekki að hafa í lýðræðislegu samfélagi. Sú hætta eykst svo enn þegar sömu aðilar hafa einnig óeðlileg áhrif, beint eða óbeint, á þá sem fara með pólitískt vald í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Fjölbreytni í atvinnulífi er mikilvæg af ýmsum ástæðum og ekki síst til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Spilling er mikil samfélagsleg meinsemd. Við verðum að hafa kjark til að takast á við hana með tiltækum ráðum ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Höfum við nokkuð gleymt því strax sem stendur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um ástæður og afleiðingar hrunsins og í öðrum skýrslum og úttektum, s.s. um sparisjóðina, lífeyrissjóðina og Orkuveitu Reykjavíkur? Erum við ekki örugglega að gæta þess mjög vel að láta ekki valdaklíkur, persónulegar tengingar, vinagreiða og pólitíska velvild eða óvild hafa óeðlileg áhrif á hvað má og hvað má ekki, hverjir fá og hverjir ekki? Hverjir sitja í stjórnum hér og þar og eru ráðnir til stjórnunarstarfa? Höfum við ekki örugglega lært af reynslunni og öllu því marga og mikla sem aflaga fór svo víða í samfélaginu á árunum fyrir hrun? Ef við gerum það ekki mun okkur ekki takast vel að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf og heilbrigt og ábyrgt fjármálakerfi. Þetta snýst um að gæta langtímahagsmuna í þágu alls almennings. Látum ekki sérhagsmuni, valdaklíkur og spillingu koma aftur í veg fyrir það.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun