Heilbrigð stjórnmál, valdaklíkur og öflugt atvinnulíf Páll Valur Björnsson skrifar 25. júní 2015 07:00 Spilling er gamall og svarinn óvinur almennings. Hún felst í því að þeir sem vald hafa misbeita því í þágu sérhagsmuna sinna eða til að hygla ættingjum, vinum, pólitískum samherjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga eða stýra. Spilling dafnar best í skjóli skoðanakúgunar og skerts tjáningarfrelsis. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar óhikað t.a.m. vegna ótta við að missa vinnuna eða tapa mikilvægum viðskiptum fá valdhafar í stjórnmálum og atvinnulífi ekki aðhald sem nauðsynlegt er til að halda spillingu niðri. Heiðarleg samkeppni þrífst afar illa í umhverfi þar sem tengingar, vinagreiðar og pólitísk velvild og óvild ráða miklu um hverjir fá og hverjir fá ekki. Þar sem atvinnulíf er einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti sín undir fáum fyrirtækjum er mikil hætta á að óeðlilegar leikreglur myndist. Þar sem einstök fyrirtæki eru mjög stór í samanburði við byggðirnar og sveitarfélögin þar sem þau starfa, er mikil hætta á að þau fái í krafti stærðar sinnar völd og áhrif sem þau eiga ekki að hafa í lýðræðislegu samfélagi. Sú hætta eykst svo enn þegar sömu aðilar hafa einnig óeðlileg áhrif, beint eða óbeint, á þá sem fara með pólitískt vald í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Fjölbreytni í atvinnulífi er mikilvæg af ýmsum ástæðum og ekki síst til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Spilling er mikil samfélagsleg meinsemd. Við verðum að hafa kjark til að takast á við hana með tiltækum ráðum ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Höfum við nokkuð gleymt því strax sem stendur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um ástæður og afleiðingar hrunsins og í öðrum skýrslum og úttektum, s.s. um sparisjóðina, lífeyrissjóðina og Orkuveitu Reykjavíkur? Erum við ekki örugglega að gæta þess mjög vel að láta ekki valdaklíkur, persónulegar tengingar, vinagreiða og pólitíska velvild eða óvild hafa óeðlileg áhrif á hvað má og hvað má ekki, hverjir fá og hverjir ekki? Hverjir sitja í stjórnum hér og þar og eru ráðnir til stjórnunarstarfa? Höfum við ekki örugglega lært af reynslunni og öllu því marga og mikla sem aflaga fór svo víða í samfélaginu á árunum fyrir hrun? Ef við gerum það ekki mun okkur ekki takast vel að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf og heilbrigt og ábyrgt fjármálakerfi. Þetta snýst um að gæta langtímahagsmuna í þágu alls almennings. Látum ekki sérhagsmuni, valdaklíkur og spillingu koma aftur í veg fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Spilling er gamall og svarinn óvinur almennings. Hún felst í því að þeir sem vald hafa misbeita því í þágu sérhagsmuna sinna eða til að hygla ættingjum, vinum, pólitískum samherjum eða fyrirtækjum sem þeir eiga eða stýra. Spilling dafnar best í skjóli skoðanakúgunar og skerts tjáningarfrelsis. Ef fólk getur ekki sagt skoðanir sínar óhikað t.a.m. vegna ótta við að missa vinnuna eða tapa mikilvægum viðskiptum fá valdhafar í stjórnmálum og atvinnulífi ekki aðhald sem nauðsynlegt er til að halda spillingu niðri. Heiðarleg samkeppni þrífst afar illa í umhverfi þar sem tengingar, vinagreiðar og pólitísk velvild og óvild ráða miklu um hverjir fá og hverjir fá ekki. Þar sem atvinnulíf er einhæft og flestir eiga atvinnu sína eða viðskipti sín undir fáum fyrirtækjum er mikil hætta á að óeðlilegar leikreglur myndist. Þar sem einstök fyrirtæki eru mjög stór í samanburði við byggðirnar og sveitarfélögin þar sem þau starfa, er mikil hætta á að þau fái í krafti stærðar sinnar völd og áhrif sem þau eiga ekki að hafa í lýðræðislegu samfélagi. Sú hætta eykst svo enn þegar sömu aðilar hafa einnig óeðlileg áhrif, beint eða óbeint, á þá sem fara með pólitískt vald í sveitarstjórnum eða á Alþingi. Fjölbreytni í atvinnulífi er mikilvæg af ýmsum ástæðum og ekki síst til að koma í veg fyrir að þetta gerist. Spilling er mikil samfélagsleg meinsemd. Við verðum að hafa kjark til að takast á við hana með tiltækum ráðum ef við viljum búa í samfélagi sem gefur fólki og fyrirtækjum jöfn tækifæri. Höfum við nokkuð gleymt því strax sem stendur í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um ástæður og afleiðingar hrunsins og í öðrum skýrslum og úttektum, s.s. um sparisjóðina, lífeyrissjóðina og Orkuveitu Reykjavíkur? Erum við ekki örugglega að gæta þess mjög vel að láta ekki valdaklíkur, persónulegar tengingar, vinagreiða og pólitíska velvild eða óvild hafa óeðlileg áhrif á hvað má og hvað má ekki, hverjir fá og hverjir ekki? Hverjir sitja í stjórnum hér og þar og eru ráðnir til stjórnunarstarfa? Höfum við ekki örugglega lært af reynslunni og öllu því marga og mikla sem aflaga fór svo víða í samfélaginu á árunum fyrir hrun? Ef við gerum það ekki mun okkur ekki takast vel að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf og heilbrigt og ábyrgt fjármálakerfi. Þetta snýst um að gæta langtímahagsmuna í þágu alls almennings. Látum ekki sérhagsmuni, valdaklíkur og spillingu koma aftur í veg fyrir það.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar