Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2015 09:00 Meðal annars var því mótmælt að lög hafi verið sett á verkföll og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð. Mynd/Stöð2 Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna, en þau eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt áður en hátíðardagskrá hófst þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp til þjóðarinnar.Dagur B. EggertssonDagur B. Eggertsson borgarstjóri var staddur á Austurvelli þegar mótmælin stóðu hæst. „Þetta var mjög sérstakt og ég man ekki eftir þessu áður,“ segir Dagur og bætir við að virða þurfi mótmælarétt fólks. „Að mótmælin hafi verið þennan dag endurspeglar ákveðið ástand sem verður að bregðast við. En þetta setti svip á hátíðina, því miður,“ segir Dagur. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað í kór „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Köllin mátti heyra greinilega. Boðað var til umræddra mótmæla í gegnum Facebook með yfirskriftinni „Ríkisstjórnina burt – vér mótmælum öll“. Mótmælt var meðal annars að lög hafi verið sett á verkföll, að ríkisstjórnin lækki skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrði að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra og að ríkisstjórnin hafi svikið kosningaloforð, hvert á fætur öðru.Guðfinna Jóhanna GuðmundsdóttirÞá var því mótmælt að Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta síðastliðinn föstudag í stað þess að taka þátt í umræðum á þingi um lagasetningu á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Ekki er hægt að segja að mannskapurinn á Austurvelli hafi tekið ávarpi forsætisráðherra fagnandi en undir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. „Mér finnst að það sé hægt að mótmæla flestalla aðra daga en á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Sá dagur á að einkennast af gleði,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, en hún er ein af þeim sem finnst það óviðeigandi að mótmæla ríkisstjórninni og aðgerðum hennar á þjóðhátíðardeginum. „Það voru börn á Austurvelli og það er óþarfi að þau þurfi að upplifa reiðina sem er í samfélaginu.“Halldór Auðar SvanssonÍ lok ræðu sinnar tók Sigmundur fram að Íslendingar skyldu vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Púað var sérstaklega hátt á Sigmund undir þessum lokaorðum. Lófatak heyrðist þegar ræðunni lauk en áfram heyrðist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem þekkt er að mótmælti yfirgangi danskra stjórnvalda. „Menn verða að hafa í huga að mótmæli af þessu tagi beinast ekki að hátíðarhöldunum sjálfum. Þetta snýst um andúð gagnvart stjórnvöldum,“ segir Halldór sem telur 17. júní ekki verri en neinn annan dag til mótmæla.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira