Skipulagsvaldið hjá sveitarfélögunum? Magnús Skúlason skrifar 18. júní 2015 10:07 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun