Skipulagsvaldið hjá sveitarfélögunum? Magnús Skúlason skrifar 18. júní 2015 10:07 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar