Skipulagsvaldið hjá sveitarfélögunum? Magnús Skúlason skrifar 18. júní 2015 10:07 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar