Eitthvað fyrir þig, Sigursteinn? Sönn íslensk sakamál Ingólfur Snorri Bjarnason skrifar 18. júní 2015 10:07 Í nýlegri íslenskri glæpasögu eru tólf menn handteknir og dregnir fyrir dóm. Upptökur eru spilaðar þar sem þeir leggja á ráðin um afbrotin. Allir bera við minnisleysi í réttarhöldunum – og sleppa. Í öðrum kafla sögunnar eru glæpagengin sektuð um 975 milljón krónur fyrir að svíkja fjármuni út úr almenningi. Forsprakkinn mætir í fjölmiðla og segist órétti beittur þar sem keppinautur hans hafi hafi ekki viljað taka þátt í afbrotunum. Það kæmi ekki á óvart ef Sigursteinn gerði sjónvarpsþátt um þetta sanna íslenska sakamál – sem nánar tiltekið er verðsamráð Byko og Húsasmiðjunnar. Ekki veitti af slíkum sjónvarpsþætti, því málið er reyfarakenndara en Arnaldur gæti látið sér detta í hug. Hér eru nokkrir handritspunktar sem Sigursteini er velkomið að nota:Fyrsta atriði Samkvæmt samkeppnislögum liggur bann við hvers konar samskiptum milli keppinauta þar sem reynt er að hafa áhrif á samkeppnishegðun. Þetta á við um fundi, símtöl, bréf eða tölvupósta sem hafa þýðingu fyrir verðákvörðun. Ávinningi almennings af samkeppni er stefnt í hættu ef fyrirtæki hafa slík samskipti eða samvinnu. Á níu mánaða tímabili sem rannsókn stóð yfir töluðu starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar saman í hverri einustu viku og skiptust á verðupplýsingum sem almenningur hafði ekki aðgang að. Byko kallaði þetta „verðkannanir“ en Samkeppniseftirlitið lýsti því sem hreinræktuðu verðsamráði. Húsasmiðjan viðurkenndi hins vegar að þetta hefði verið brot á samkeppnislögum og samþykkti að greiða sekt.Annað atriði Tólf starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögunum. Við réttarhöldin slógu þeir Íslandsmet í minnisleysi og breyttum framburði. Í 179 skipti sögðust þeir ekki muna það sem um var spurt, þó þeir hafi munað það við yfirheyrslur hjá lögreglu. 208 sinnum báru þeir við að hafa ekki vitað að þeir voru að gera eitthvað rangt eða verið upplýstir um slíkt. Auðvitað voru þeir sýknaðir, enda dómarar ekki vanir að sakfella fólk sem hefur misst minnið og margbreytir framburði sínum.Þriðja atriði Byko og Húsasmiðjan með 95% markaðshlutdeild litu ekki á hvort annað sem keppinaut á markaði enda voru þau í reglulegu talsambandi. Þau töldu Múrbúðina með 5% vera keppinautinn. Fyrirtækin stilltu saman aðgerðir til að koma í veg fyrir að Múrbúðin gæti náð fótfestu í timbursölu. Þau lækkuðu verð á sömu vörum og Múrbúðin seldi, en ekki á öðrum. Þeim tókst ætlunarverkið, Múrbúðin hætti með timbur og aðra grófvöru sem er vont fyrir samkeppnina.Fjórða atriði Gæti verið hápunktur þáttarins. Orðrétt tilvitnun úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins: „Þann 28. febrúar 2011 ákváðu Byko og Húsasmiðjan að herða á samráði sínu með samkomulagi um að ráðast í sérstakt átak í því skyni að hækka verð.“ Aðgerðin kallaðist „framlegðarátak“ Byko og bar þann árangur, að sögn forstjóra Byko, að fyrirtækinu tókst að hafa meiri fjármuni af viðskiptavinum sínum en ef samkeppni hefði verið með eðlilegum hætti.Fimmta atriði Markaðsdeild annars brotafyrirtækisins stakk upp á að gefa viðskiptavinum íspinna til að draga úr neikvæðum viðbrögðum. Yfirmaður sagðist geta sparað þann kostnað, því fólk væri ekkert að hugsa um svona brot og fjölmiðlar ekki heldur. Það reyndist rétt hjá honum, viðskiptin minnkuðu ekkert og enginn fjölmiðill tók málið til umfjöllunar.Sjötta atriði Forstjóri Byko mætti í útvarpsviðtal. Hann sagði að Byko væri fórnarlamb í þessu máli. Byko hefði verið beitt órétti. Þetta væri allt Múrbúðinni að kenna, því hún hefði ekki viljað taka þátt í samráðinu og í staðinn kært til Samkeppniseftirlitsins tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina í ólögmætt verðsamráð. Forstjórinn sagði ámælisvert að Samkeppniseftirlitið hefði kokgleypt slíkar upplýsingar. Þetta skilja allir. Auðvitað er Múrbúðin sökudólgurinn. Ef Múrbúðin hefði ekki tilkynnt þetta til Samkeppniseftirlitsins, þá hefði samráðið bara haldið áfram og enginn verið dæmdur til að borga sekt. Neytendur hefðu glaðir haldið áfram að borga hærra verð. Og auðvitað skipti engu máli í þessu samhengi að Húsasmiðjan játaði ólöglega samráðið og Samkeppniseftirlitið upplýsti að við rannsókn málsins hefði verið staðfest að allar upplýsingar frá Múrbúðinni hefðu verið réttar.Lokaatriði Eftir að upp komst hættu Byko og Húsasmiðjan að stunda „verðkannanir“ með því að tala saman í hverri viku til að uppfæra verðlistana – þrátt fyrir að Byko fullyrti að ekkert væri ólöglegt við slíkar „verðkannanir“. Fyrirtækin fóru bara að stunda löglegar verðkannanir eins og önnur fyrirtæki gera, með því að koma á staðinn og taka niður verð og með því að hringja eins og hver annar viðskiptavinur. Nákvæmlega eins og þegar stjórnendur grænmetisfyrirtækjanna hættu að hittast í Öskuhlíðinni eftir að upp komst um ólöglegt verðsamráð þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri íslenskri glæpasögu eru tólf menn handteknir og dregnir fyrir dóm. Upptökur eru spilaðar þar sem þeir leggja á ráðin um afbrotin. Allir bera við minnisleysi í réttarhöldunum – og sleppa. Í öðrum kafla sögunnar eru glæpagengin sektuð um 975 milljón krónur fyrir að svíkja fjármuni út úr almenningi. Forsprakkinn mætir í fjölmiðla og segist órétti beittur þar sem keppinautur hans hafi hafi ekki viljað taka þátt í afbrotunum. Það kæmi ekki á óvart ef Sigursteinn gerði sjónvarpsþátt um þetta sanna íslenska sakamál – sem nánar tiltekið er verðsamráð Byko og Húsasmiðjunnar. Ekki veitti af slíkum sjónvarpsþætti, því málið er reyfarakenndara en Arnaldur gæti látið sér detta í hug. Hér eru nokkrir handritspunktar sem Sigursteini er velkomið að nota:Fyrsta atriði Samkvæmt samkeppnislögum liggur bann við hvers konar samskiptum milli keppinauta þar sem reynt er að hafa áhrif á samkeppnishegðun. Þetta á við um fundi, símtöl, bréf eða tölvupósta sem hafa þýðingu fyrir verðákvörðun. Ávinningi almennings af samkeppni er stefnt í hættu ef fyrirtæki hafa slík samskipti eða samvinnu. Á níu mánaða tímabili sem rannsókn stóð yfir töluðu starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar saman í hverri einustu viku og skiptust á verðupplýsingum sem almenningur hafði ekki aðgang að. Byko kallaði þetta „verðkannanir“ en Samkeppniseftirlitið lýsti því sem hreinræktuðu verðsamráði. Húsasmiðjan viðurkenndi hins vegar að þetta hefði verið brot á samkeppnislögum og samþykkti að greiða sekt.Annað atriði Tólf starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar voru ákærðir fyrir brot á samkeppnislögunum. Við réttarhöldin slógu þeir Íslandsmet í minnisleysi og breyttum framburði. Í 179 skipti sögðust þeir ekki muna það sem um var spurt, þó þeir hafi munað það við yfirheyrslur hjá lögreglu. 208 sinnum báru þeir við að hafa ekki vitað að þeir voru að gera eitthvað rangt eða verið upplýstir um slíkt. Auðvitað voru þeir sýknaðir, enda dómarar ekki vanir að sakfella fólk sem hefur misst minnið og margbreytir framburði sínum.Þriðja atriði Byko og Húsasmiðjan með 95% markaðshlutdeild litu ekki á hvort annað sem keppinaut á markaði enda voru þau í reglulegu talsambandi. Þau töldu Múrbúðina með 5% vera keppinautinn. Fyrirtækin stilltu saman aðgerðir til að koma í veg fyrir að Múrbúðin gæti náð fótfestu í timbursölu. Þau lækkuðu verð á sömu vörum og Múrbúðin seldi, en ekki á öðrum. Þeim tókst ætlunarverkið, Múrbúðin hætti með timbur og aðra grófvöru sem er vont fyrir samkeppnina.Fjórða atriði Gæti verið hápunktur þáttarins. Orðrétt tilvitnun úr ákvörðun Samkeppniseftirlitsins: „Þann 28. febrúar 2011 ákváðu Byko og Húsasmiðjan að herða á samráði sínu með samkomulagi um að ráðast í sérstakt átak í því skyni að hækka verð.“ Aðgerðin kallaðist „framlegðarátak“ Byko og bar þann árangur, að sögn forstjóra Byko, að fyrirtækinu tókst að hafa meiri fjármuni af viðskiptavinum sínum en ef samkeppni hefði verið með eðlilegum hætti.Fimmta atriði Markaðsdeild annars brotafyrirtækisins stakk upp á að gefa viðskiptavinum íspinna til að draga úr neikvæðum viðbrögðum. Yfirmaður sagðist geta sparað þann kostnað, því fólk væri ekkert að hugsa um svona brot og fjölmiðlar ekki heldur. Það reyndist rétt hjá honum, viðskiptin minnkuðu ekkert og enginn fjölmiðill tók málið til umfjöllunar.Sjötta atriði Forstjóri Byko mætti í útvarpsviðtal. Hann sagði að Byko væri fórnarlamb í þessu máli. Byko hefði verið beitt órétti. Þetta væri allt Múrbúðinni að kenna, því hún hefði ekki viljað taka þátt í samráðinu og í staðinn kært til Samkeppniseftirlitsins tilraunir Byko og Húsasmiðjunnar til að fá Múrbúðina í ólögmætt verðsamráð. Forstjórinn sagði ámælisvert að Samkeppniseftirlitið hefði kokgleypt slíkar upplýsingar. Þetta skilja allir. Auðvitað er Múrbúðin sökudólgurinn. Ef Múrbúðin hefði ekki tilkynnt þetta til Samkeppniseftirlitsins, þá hefði samráðið bara haldið áfram og enginn verið dæmdur til að borga sekt. Neytendur hefðu glaðir haldið áfram að borga hærra verð. Og auðvitað skipti engu máli í þessu samhengi að Húsasmiðjan játaði ólöglega samráðið og Samkeppniseftirlitið upplýsti að við rannsókn málsins hefði verið staðfest að allar upplýsingar frá Múrbúðinni hefðu verið réttar.Lokaatriði Eftir að upp komst hættu Byko og Húsasmiðjan að stunda „verðkannanir“ með því að tala saman í hverri viku til að uppfæra verðlistana – þrátt fyrir að Byko fullyrti að ekkert væri ólöglegt við slíkar „verðkannanir“. Fyrirtækin fóru bara að stunda löglegar verðkannanir eins og önnur fyrirtæki gera, með því að koma á staðinn og taka niður verð og með því að hringja eins og hver annar viðskiptavinur. Nákvæmlega eins og þegar stjórnendur grænmetisfyrirtækjanna hættu að hittast í Öskuhlíðinni eftir að upp komst um ólöglegt verðsamráð þeirra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun