Takk konur Páll Matthíasson skrifar 17. júní 2015 07:00 Um þessar mundir fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Á svipuðum tíma og konur háðu baráttu fyrir því að fá sömu grundvallarmannréttindi og karlmenn, börðust þær einnig fyrir því að allir Íslendingar hefðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á kvennafundi sem haldinn var á Austurvelli árið 1915 til að fagna kosningaréttinum var skýrt frá því að næsta baráttumál kvenna yrði bygging Landspítala. Þá höfðu karlar á Alþingi haft málið til umræðu í um 60 ár og velt fyrir sér hvort þörf væri á byggingu spítala án þess að nokkuð hefði þokast áfram. Konur svöruðu hvatningarorðunum á Austurvelli, tóku málið í sínar hendur, hófu fjáröflun og lögðu grunninn að fyrsta þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga sem reis aðeins 15 árum síðar. Konur héldu stuðningi sínum áfram eftir bygginguna og stóðu fyrir stofnun kynsjúkdómadeildar og fæðingardeildar spítalans og stýrðu Minningargjafasjóði Landspítala sem enn gegnir mikilvægu hlutverki í tækjakaupum á spítalanum. Hvítabandskonur reistu einnig sjúkrahús við Skólavörðustíg í kringum 1930 og starfræktu það í um áratug. Þær afhentu svo Reykjavíkurborg það að gjöf en þar er í dag rekin göngudeild geðsviðs fyrir fólk með átröskun og persónuleikaraskanir. Konur hafa alla tíð síðan látið sig heilbrigðismál varða og styrkt starfsemi spítalans með margvíslegum hætti.Þrotlaus vinna og eljusemi Saga Barnaspítalans einkennist einnig af þrotlausri vinnu og eljusemi kvenna. Upp úr aldamótunum 1900 voru það systur úr reglu St. Jóseps sem opnuðu sérstakar barnastofur. Um hálfri öld síðar hófst farsælt samstarf Kvenfélagsins Hringsins og Landspítala sem leiddi til opnunar fyrstu barnadeildar spítalans, 19. júní 1957. Hringskonur lögðu fram mikla fjármuni í stofnkostnað og gerðu deildinni síðar kleift að flytja í stærra húsnæði árið 1965. Frá þeim tíma hefur barnadeildin verið kennd við Hringinn sem Barnaspítali Hringsins og ekki að ósekju þar sem framlög Hringskvenna hafa gert okkur kleift að bjóða börnum þessa lands upp á úrvals heilbrigðisþjónustu. Hringurinn sá líka til þess að opnuð var Geðdeild Barnaspítala Hringsins, sem í dag heitir Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og studdi dyggilega við opnun vökudeildar. Þá er einnig ljóst að án framlags Hringskvenna hefði nýbygging Barnaspítalans ekki orðið að veruleika. Markmið Hringsins er að á spítalanum fái börn bestu heilbrigðisþjónustu og aðbúnað sem völ er á. Að þessu göfuga markmiði vinna Hringskonur hvern einasta dag, m.a. með rekstri veitingasölu í anddyri Barnaspítalans. Frá árinu 2012 nema framlög Hringskvenna til Barnaspítalans á fjórða hundrað milljóna króna. Thorvaldsensfélagið hefur einnig styrkt heilbrigðisþjónustu við börn dyggilega og starfrækir m.a. í dag sérstakan sjóð við Barnaspítala Hringsins til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Þessi upptalning á kvenfélögum sem stutt hafa við spítalann er engan veginn tæmandi en hún sýnir að konur hafa með einstökum samtakamætti verið mesti áhrifavaldur á framþróun í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tugir þúsunda fjölskyldna í landinu hafa notið góðs af dugnaði þeirra og verður rausnarskapur þeirra aldrei fullþakkaður. Um leið og ég óska konum til hamingju með kosningaafmælið vil ég líka þakka þeim þeirra ómetanlega framlag. Takk konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Á svipuðum tíma og konur háðu baráttu fyrir því að fá sömu grundvallarmannréttindi og karlmenn, börðust þær einnig fyrir því að allir Íslendingar hefðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á kvennafundi sem haldinn var á Austurvelli árið 1915 til að fagna kosningaréttinum var skýrt frá því að næsta baráttumál kvenna yrði bygging Landspítala. Þá höfðu karlar á Alþingi haft málið til umræðu í um 60 ár og velt fyrir sér hvort þörf væri á byggingu spítala án þess að nokkuð hefði þokast áfram. Konur svöruðu hvatningarorðunum á Austurvelli, tóku málið í sínar hendur, hófu fjáröflun og lögðu grunninn að fyrsta þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga sem reis aðeins 15 árum síðar. Konur héldu stuðningi sínum áfram eftir bygginguna og stóðu fyrir stofnun kynsjúkdómadeildar og fæðingardeildar spítalans og stýrðu Minningargjafasjóði Landspítala sem enn gegnir mikilvægu hlutverki í tækjakaupum á spítalanum. Hvítabandskonur reistu einnig sjúkrahús við Skólavörðustíg í kringum 1930 og starfræktu það í um áratug. Þær afhentu svo Reykjavíkurborg það að gjöf en þar er í dag rekin göngudeild geðsviðs fyrir fólk með átröskun og persónuleikaraskanir. Konur hafa alla tíð síðan látið sig heilbrigðismál varða og styrkt starfsemi spítalans með margvíslegum hætti.Þrotlaus vinna og eljusemi Saga Barnaspítalans einkennist einnig af þrotlausri vinnu og eljusemi kvenna. Upp úr aldamótunum 1900 voru það systur úr reglu St. Jóseps sem opnuðu sérstakar barnastofur. Um hálfri öld síðar hófst farsælt samstarf Kvenfélagsins Hringsins og Landspítala sem leiddi til opnunar fyrstu barnadeildar spítalans, 19. júní 1957. Hringskonur lögðu fram mikla fjármuni í stofnkostnað og gerðu deildinni síðar kleift að flytja í stærra húsnæði árið 1965. Frá þeim tíma hefur barnadeildin verið kennd við Hringinn sem Barnaspítali Hringsins og ekki að ósekju þar sem framlög Hringskvenna hafa gert okkur kleift að bjóða börnum þessa lands upp á úrvals heilbrigðisþjónustu. Hringurinn sá líka til þess að opnuð var Geðdeild Barnaspítala Hringsins, sem í dag heitir Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og studdi dyggilega við opnun vökudeildar. Þá er einnig ljóst að án framlags Hringskvenna hefði nýbygging Barnaspítalans ekki orðið að veruleika. Markmið Hringsins er að á spítalanum fái börn bestu heilbrigðisþjónustu og aðbúnað sem völ er á. Að þessu göfuga markmiði vinna Hringskonur hvern einasta dag, m.a. með rekstri veitingasölu í anddyri Barnaspítalans. Frá árinu 2012 nema framlög Hringskvenna til Barnaspítalans á fjórða hundrað milljóna króna. Thorvaldsensfélagið hefur einnig styrkt heilbrigðisþjónustu við börn dyggilega og starfrækir m.a. í dag sérstakan sjóð við Barnaspítala Hringsins til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Þessi upptalning á kvenfélögum sem stutt hafa við spítalann er engan veginn tæmandi en hún sýnir að konur hafa með einstökum samtakamætti verið mesti áhrifavaldur á framþróun í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tugir þúsunda fjölskyldna í landinu hafa notið góðs af dugnaði þeirra og verður rausnarskapur þeirra aldrei fullþakkaður. Um leið og ég óska konum til hamingju með kosningaafmælið vil ég líka þakka þeim þeirra ómetanlega framlag. Takk konur.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar