Heiðursdoktor í stjórnmálafræði Þorgerður Einarsdóttir skrifar 17. júní 2015 07:00 Það hafa sannarlega skipst á skin og skúrir þau 100 ár sem liðin eru síðan íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915. Sigurvíma og vonbrigði kallast á, tekist er á um hugmyndir og hugsjónir, einstaklinga og hreyfingar. Konur sem studdu kvenréttindi og kosningarétt í upphafi síðustu aldar vildu að konur létu til sín taka á öllum sviðum þjóðlífsins. Þær tókust á við húsmóðurhugmyndafræðina, konur og karla sem töldu móður- og húsmóðurhlutverkið vera meginhlutverk kvenna og óttuðust að þátttaka kvenna í opinberu lífi væri ógn við þjóðina og leiddi til upplausnar heimilanna. Um þetta deildu Ingibjörg H. Bjarnason og Jónas frá Hriflu í sölum Alþingis þar sem Jónas útmálaði hana sem svikara. Kvenréttindakonur höfðu hugsjónir langt umfram það að rétta af kynjahalla, þær trúðu á hugmyndir um samhjálp og samstöðu og hafa seinni tíma fræðingar talið pólitík þeirra bera keim af umhyggju- og réttlætissjónarmiðum. En sjónarmiðin voru hvorki einsleit né séríslensk, þau voru hluti af alþjóðlegum hugmyndastraumum sem þarf að skilja og túlka í sínu sögulega samhengi. Enn takast fræðimenn á um þýðingu og afleiðingar þátttöku kvenna í stjórnmálum og þjóðmálum almennt. Breyta konur stjórnmálunum sjálfkrafa? Er lýðræði þegar höfðatala kynjanna er jöfn? Er fjölgun kvenna ein og sér nægileg til að stjórnmálin taki mið af hagsmunum kvenna? Eru yfirhöfuð til sérstök hagsmunamál kvenna og skiptir máli hvaða konur veljast til forystu? Hafa konur þróað með sér umhyggjusjónarmið umfram karla og ef svo er hvernig birtist það?Hvatning og innblástur Meðal þeirra fyrstu til að fjalla um á fræðilegan hátt um kyn, völd og stjórnmál er Anna Guðrún Jónasdóttir, prófessor í kynja- og stjórnmálafræði við Örebro-háskóla í Svíþjóð. Anna Guðrún er íslenskum kvenna- og kynjafræðingum að góðu kunn. Hún var fyrst íslenskra kvenna að taka doktorspróf í stjórnmálafræði og fá akademískan frama í stjórnmála- og kynjafræði. Hún var lykilfyrirlesari á fyrstu íslensku ráðstefnunni um kvennarannsóknir árið 1985 þar sem hún setti fram nýstárlega kenningu um hið samfélagslega kynjakerfi út frá tengslum og samskiptum kynjanna. Hún sagði konur veita umhyggju og orku sem karlmenn þæðu og nýttu sér til framdráttar í lífi og starfi, og kynjamisréttinu yrði seint útrýmt ef ekki væri hugað að þessu. Fræðilegt ævistarf Önnu G. Jónasdóttur hefur verið íslensku fræðafólki hvatning og innblástur. Framlag hennar felst ekki síst í því að samþætta stjórnmálafræði og kynjafræði en það hefur hún gert með því að byggja á arfleifð hefðbundinnar stjórnmálafræði og í senn víkka út mörk hennar. Anna verður gerð að heiðursdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 18. júní nk. í tengslum við ráðstefnuna „Vald og lýðræði 100 árum síðar“ og verður hún fyrsti heiðursdoktor deildarinnar. Það er við hæfi að gera Önnu Guðrúnu Jónasdóttur að heiðursdoktor á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna en í okkar virðulegu aldargömlu stofnun, Háskóla Íslands, eru níu af hverjum tíu heiðursdoktorum karlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það hafa sannarlega skipst á skin og skúrir þau 100 ár sem liðin eru síðan íslenskar konur fengu kosningarétt árið 1915. Sigurvíma og vonbrigði kallast á, tekist er á um hugmyndir og hugsjónir, einstaklinga og hreyfingar. Konur sem studdu kvenréttindi og kosningarétt í upphafi síðustu aldar vildu að konur létu til sín taka á öllum sviðum þjóðlífsins. Þær tókust á við húsmóðurhugmyndafræðina, konur og karla sem töldu móður- og húsmóðurhlutverkið vera meginhlutverk kvenna og óttuðust að þátttaka kvenna í opinberu lífi væri ógn við þjóðina og leiddi til upplausnar heimilanna. Um þetta deildu Ingibjörg H. Bjarnason og Jónas frá Hriflu í sölum Alþingis þar sem Jónas útmálaði hana sem svikara. Kvenréttindakonur höfðu hugsjónir langt umfram það að rétta af kynjahalla, þær trúðu á hugmyndir um samhjálp og samstöðu og hafa seinni tíma fræðingar talið pólitík þeirra bera keim af umhyggju- og réttlætissjónarmiðum. En sjónarmiðin voru hvorki einsleit né séríslensk, þau voru hluti af alþjóðlegum hugmyndastraumum sem þarf að skilja og túlka í sínu sögulega samhengi. Enn takast fræðimenn á um þýðingu og afleiðingar þátttöku kvenna í stjórnmálum og þjóðmálum almennt. Breyta konur stjórnmálunum sjálfkrafa? Er lýðræði þegar höfðatala kynjanna er jöfn? Er fjölgun kvenna ein og sér nægileg til að stjórnmálin taki mið af hagsmunum kvenna? Eru yfirhöfuð til sérstök hagsmunamál kvenna og skiptir máli hvaða konur veljast til forystu? Hafa konur þróað með sér umhyggjusjónarmið umfram karla og ef svo er hvernig birtist það?Hvatning og innblástur Meðal þeirra fyrstu til að fjalla um á fræðilegan hátt um kyn, völd og stjórnmál er Anna Guðrún Jónasdóttir, prófessor í kynja- og stjórnmálafræði við Örebro-háskóla í Svíþjóð. Anna Guðrún er íslenskum kvenna- og kynjafræðingum að góðu kunn. Hún var fyrst íslenskra kvenna að taka doktorspróf í stjórnmálafræði og fá akademískan frama í stjórnmála- og kynjafræði. Hún var lykilfyrirlesari á fyrstu íslensku ráðstefnunni um kvennarannsóknir árið 1985 þar sem hún setti fram nýstárlega kenningu um hið samfélagslega kynjakerfi út frá tengslum og samskiptum kynjanna. Hún sagði konur veita umhyggju og orku sem karlmenn þæðu og nýttu sér til framdráttar í lífi og starfi, og kynjamisréttinu yrði seint útrýmt ef ekki væri hugað að þessu. Fræðilegt ævistarf Önnu G. Jónasdóttur hefur verið íslensku fræðafólki hvatning og innblástur. Framlag hennar felst ekki síst í því að samþætta stjórnmálafræði og kynjafræði en það hefur hún gert með því að byggja á arfleifð hefðbundinnar stjórnmálafræði og í senn víkka út mörk hennar. Anna verður gerð að heiðursdoktor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 18. júní nk. í tengslum við ráðstefnuna „Vald og lýðræði 100 árum síðar“ og verður hún fyrsti heiðursdoktor deildarinnar. Það er við hæfi að gera Önnu Guðrúnu Jónasdóttur að heiðursdoktor á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna en í okkar virðulegu aldargömlu stofnun, Háskóla Íslands, eru níu af hverjum tíu heiðursdoktorum karlar.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar