Magna Carta í 800 ár Stuart Gill skrifar 16. júní 2015 07:00 Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun