Magna Carta í 800 ár Stuart Gill skrifar 16. júní 2015 07:00 Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar