Magna Carta í 800 ár Stuart Gill skrifar 16. júní 2015 07:00 Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku eru réttar átta aldir liðnar frá því Magna Carta var samið, eitt mikilvægasta lagaskjal allra tíma. Það er mikið í það vitnað (reyndar oft á rangan hátt) og því haldið á lofti sem einum af hornsteinunum í þróun hins vestræna réttarríkis. Nelson Mandela, Thomas Jefferson, Winston Churchill og ótal aðrir hafa sótt innblástur í þennan merka miðaldatexta. Magna Carta var innsiglað hinn 15. júní 1215. Markaði sá atburður fyrsta áfangann að þróun þingræðis í Bretlandi og skjalfestum réttindum einstaklingsins, sem er grunnurinn að gildum okkar og mörgum þeirra stjórnarskrárbundnu réttinda sem breskir borgarar njóta nú á dögum. En hvað er svona merkilegt við skjal, sem ritað var nærri þremur öldum eftir að Alþingi Íslendinga var stofnað? Hvað átti sér stað þegar Jóhann I., þáverandi Englandskonungur, og nokkrir óstýrilátir aðalsmenn söfnuðust saman á afskekktum grasvelli í Suður-Englandi? Í stuttu máli sagt voru þeir að reyna að útkljá ágreiningsmál sín. Barónarnir voru reiðir konungi vegna þess sem þeir töldu ósvífna skattheimtu og hneigð konungs til að stela landi þeirra og drepa óvini sína. Jóhann konungur var ekki þekktur fyrir löghlýðni. Reyndar taldi hann sig sjálfan standa ofar lögunum. Einmitt þarna lá vandinn. Í augum barónanna hafði konungurinn gengið endalaust á rétt þeirra árum saman og nú vildu þeir sjá breytingar. Magna Carta – eða „Samningurinn mikli“ – var um 3.500 orða langur latneskur texti sem setti völdum konungs skorður. Sumir sagnfræðingar hafa skemmt sér við að gera lítið úr ýmsum ákvæðum Magna Carta, en fáein ákvæði hafa sannarlega staðist tímans tönn, ekki síst þetta: „Engan frjálsan mann má handtaka, fangelsa, svipta eigum sínum eða gera útlægan, né eyðileggja á nokkurn hátt, […] nema að undangengnu réttarhaldi jafningja sinna eða hann sé dæmdur að landslögum.“ Og: „Engum munum vér selja né neita um rétt eða réttmætt réttarhald.“ Með nokkrum pennastrikum höfðu hinar hatrömmu deilur konungs og landeignaraðals Englands fætt af sér grundvallarreglu réttarríkisins og þá meginreglu að enginn væri ofar lögunum – ekki einu sinni konungurinn. Átta öldum síðar er ánægjulegt að geta haldið því til haga að þessar meginreglur eru í heiðri hafðar enn í dag í löndum okkar. Við deilum þessum gildum og vinnum saman að því að viðhalda þeim. Um leið og ég óska lesendum til hamingju með afmælisviku Magna Carta vil ég hvetja þá til að kynna sér ítarefni á samfélagsmiðlagáttum sendiráðsins á Facebook og Twitter, UkinIceland.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun