Kærleikurinn krefst aðgerða Anna Lára Steindal skrifar 12. júní 2015 07:00 Um daginn var mér boðið í bíó af vinum sem hafa alið manninn á Íslandi upp á síðkastið en eru fæddir og uppaldir í Danmörku af tyrkneskum foreldrum. Dásamlegt sómafólk sem ég hef miklar mætur á. Fyrir um það bil ári stofnuðu þau, í félagi við aðra einstaklinga sem deila draumnum um að hafa áhrif til góðs, Félag Horizon. Félagsskap sem grundvallast á hugmyndafræði Gulen-hreyfingarinnar um þjónustu og að gera gott í heiminum. Bíómyndin sem við horfðum á um leið og við mauluðum alls konar tyrkneskt góðgæti fjallar einmitt um Gulen-hreyfinguna, hugmyndafræðina sem hún grundvallast á, upphafsmanninn Fethullah Gulen, sem Time Magazine útnefndi einn áhrifaríkasta mann heims árið 2013, og verkefnin sem fólkið sem hann veitir innblástur sinnir úti um allan heim, oft við aðstæður sem aðrir hafa gefist upp á. Myndin heitir Love is a verb og er allt í senn falleg, áhrifamikil og eykur bjartsýni og tiltrú á að við getum leyst úr alls konar flækjum sem of oft eru látnar líta út fyrir að vera óleysanlegar – ekki síst þegar kemur að samskiptum Vesturlanda og heims íslams. Í grundvallaratriðum snúast verkefni Gulen-hreyfingarinnar – og þeirra sem starfa á sömu forsendum eins og Félag Horizon – um að undirstrika sammannleg gildi og þjappa okkur saman um þau í bróðerni og kærleika. Vera kærleiksríkt afl til jákvæðra breytinga og vinna þannig gegn þeirri tilhneigingu að einblína á það sem skilur okkur að, sem sundrar og skemmir. Gulen-hreyfingin er stofnuð af súnní-múslimum og er undir nokkrum áhrifum súfisma en er ekki trúarleg í eiginlegum skilningi. Fethullah Gulen, sem er allt í senn aktívisti, kennari og predikari, lagði ríka áherslu á að vegna vel hér og nú og deila lífi sínu með öðrum – öllum manneskjum af öllum trúarbrögðum. Í því skyni taldi hann nauðsynlegt að leggja áherslu á menntun, lýðræði, jafnræði og jafnrétti. Í dag eru þessi gildi grundvallaratriði í starfi Gulen-hreyfingarinnar um veröld víða. Þetta er ekki fyrsti viðburðurinn sem ég sæki í boði Félags Horizon. Í vetur efndi félagið, í samvinnu við Neskirkju, til menningarhátíðarinnar Azhura sem rekur rætur sínar til sögunnar af Nóa, sögu sem er að finna bæði í Biblíunni og Kóraninum. Þar heillaðist ég af hugmyndafræði Félags Horizon, vinum mínum og félögum sem að félaginu standa og sannfærðist um mikilvægi þess starfs sem þau beita sér fyrir; að leggja áherslu á sammannleg gildi, sameina en ekki sundra, sýna kærleika í stað ótta, byggja upp traust og vináttu milli ólíkra einstaklinga. Ef þið einhvern tíma fáið tækifæri til að kynna ykkur það sem það stendur fyrir eða taka þátt í starfi þess skuluð þið ekki láta það fram hjá ykkur fara! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Um daginn var mér boðið í bíó af vinum sem hafa alið manninn á Íslandi upp á síðkastið en eru fæddir og uppaldir í Danmörku af tyrkneskum foreldrum. Dásamlegt sómafólk sem ég hef miklar mætur á. Fyrir um það bil ári stofnuðu þau, í félagi við aðra einstaklinga sem deila draumnum um að hafa áhrif til góðs, Félag Horizon. Félagsskap sem grundvallast á hugmyndafræði Gulen-hreyfingarinnar um þjónustu og að gera gott í heiminum. Bíómyndin sem við horfðum á um leið og við mauluðum alls konar tyrkneskt góðgæti fjallar einmitt um Gulen-hreyfinguna, hugmyndafræðina sem hún grundvallast á, upphafsmanninn Fethullah Gulen, sem Time Magazine útnefndi einn áhrifaríkasta mann heims árið 2013, og verkefnin sem fólkið sem hann veitir innblástur sinnir úti um allan heim, oft við aðstæður sem aðrir hafa gefist upp á. Myndin heitir Love is a verb og er allt í senn falleg, áhrifamikil og eykur bjartsýni og tiltrú á að við getum leyst úr alls konar flækjum sem of oft eru látnar líta út fyrir að vera óleysanlegar – ekki síst þegar kemur að samskiptum Vesturlanda og heims íslams. Í grundvallaratriðum snúast verkefni Gulen-hreyfingarinnar – og þeirra sem starfa á sömu forsendum eins og Félag Horizon – um að undirstrika sammannleg gildi og þjappa okkur saman um þau í bróðerni og kærleika. Vera kærleiksríkt afl til jákvæðra breytinga og vinna þannig gegn þeirri tilhneigingu að einblína á það sem skilur okkur að, sem sundrar og skemmir. Gulen-hreyfingin er stofnuð af súnní-múslimum og er undir nokkrum áhrifum súfisma en er ekki trúarleg í eiginlegum skilningi. Fethullah Gulen, sem er allt í senn aktívisti, kennari og predikari, lagði ríka áherslu á að vegna vel hér og nú og deila lífi sínu með öðrum – öllum manneskjum af öllum trúarbrögðum. Í því skyni taldi hann nauðsynlegt að leggja áherslu á menntun, lýðræði, jafnræði og jafnrétti. Í dag eru þessi gildi grundvallaratriði í starfi Gulen-hreyfingarinnar um veröld víða. Þetta er ekki fyrsti viðburðurinn sem ég sæki í boði Félags Horizon. Í vetur efndi félagið, í samvinnu við Neskirkju, til menningarhátíðarinnar Azhura sem rekur rætur sínar til sögunnar af Nóa, sögu sem er að finna bæði í Biblíunni og Kóraninum. Þar heillaðist ég af hugmyndafræði Félags Horizon, vinum mínum og félögum sem að félaginu standa og sannfærðist um mikilvægi þess starfs sem þau beita sér fyrir; að leggja áherslu á sammannleg gildi, sameina en ekki sundra, sýna kærleika í stað ótta, byggja upp traust og vináttu milli ólíkra einstaklinga. Ef þið einhvern tíma fáið tækifæri til að kynna ykkur það sem það stendur fyrir eða taka þátt í starfi þess skuluð þið ekki láta það fram hjá ykkur fara!
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar