Íslendingar andvígir raforkusæstreng til Bretlands Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Ný könnun Gallup leiðir í ljós andstöðu landsmanna gegn lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Samkvæmt könnuninni er andstaða landsmanna gagnvart sæstrengnum mjög afgerandi (67%) ef hann kallar á nýjar virkjanaframkvæmdir, en eins og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur bent á ásamt fleirum, verður að virkja sem svarar 1-2 Kárahnjúkavirkjunum fyrir strenginn. Andstaðan ætti svo sem ekki að koma á óvart enda virðast forsendur þessarar framkvæmdar upp á mörg hundruð milljarða vera hæpnar. Ábati þjóðarinnar væri óviss og kannski minni en enginn. Almenningur er enn minnugur ófaranna í bankahruninu og ljóst er að ef af lagningu sæstrengs verður mun orkuverð til almennings og fyrirtækja hækka verulega.Gamla útrásarhagfræðin Á viðhafnarmiklum aðalfundi Landsvirkjunar í maí var sæstrengurinn til umfjöllunar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Þar var þetta risavaxna verkefni talið auka arðsemi íslenska raforkukerfisins verulega. Sporin eru kunnugleg og þau hræða. Samtónninn með útrás bankanna fyrir hrun og með lagningu sæstrengs er sláandi þar sem um sömu útrásarhagfræði virðist vera að ræða. Fyrir utan andstöðu landsmanna gagnvart lagningu sæstrengs virðist heldur ekki vera pólitískur stuðningur við málið. Framsóknarmenn ályktuðu gegn þessum áformum á flokksþingi sínu í apríl sl. og afstaða Sjálfstæðismanna er óljós. Staðan er sem sagt sú að málið nýtur hvorki stuðnings landsmanna né ríkisstjórnarinnar. Miðað við átökin á Alþingi um rammaáætlun yrði afar torsótt að koma í gegnum þingið þeim gríðarlegu virkjanaframkvæmdum sem þyrfti að ráðast í vegna orkusölu um raforkusæstreng. Því er eðlilegt að spyrja af hverju sæstrengsmálinu er haldið lifandi með tilheyrandi ráðstöfun Landsvirkjunar á almannafé. Landsvirkjun, og væntanlega einnig dótturfyrirtækið Landsnet, hafa nú þegar lagt heilmikinn kostnað í verkefnið sem hvorki virðist njóta stuðnings þjóðar né þings. Er það skynsamlegt? Þá vekur það furðu að Landsvirkjun neiti að upplýsa Alþingi um þennan kostnað af samkeppnisástæðum. Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu auk þess sem erfitt er að koma auga á að upplýsingar af þessu tagi geti skaðað stöðu Landsvirkjunar á markaði. Það eru ekki mörg ríkisfyrirtæki, ef einhver, sem geta komið sér athugasemdalaust undan því að svara Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ný könnun Gallup leiðir í ljós andstöðu landsmanna gegn lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi til Bretlands. Samkvæmt könnuninni er andstaða landsmanna gagnvart sæstrengnum mjög afgerandi (67%) ef hann kallar á nýjar virkjanaframkvæmdir, en eins og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur bent á ásamt fleirum, verður að virkja sem svarar 1-2 Kárahnjúkavirkjunum fyrir strenginn. Andstaðan ætti svo sem ekki að koma á óvart enda virðast forsendur þessarar framkvæmdar upp á mörg hundruð milljarða vera hæpnar. Ábati þjóðarinnar væri óviss og kannski minni en enginn. Almenningur er enn minnugur ófaranna í bankahruninu og ljóst er að ef af lagningu sæstrengs verður mun orkuverð til almennings og fyrirtækja hækka verulega.Gamla útrásarhagfræðin Á viðhafnarmiklum aðalfundi Landsvirkjunar í maí var sæstrengurinn til umfjöllunar hjá æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Þar var þetta risavaxna verkefni talið auka arðsemi íslenska raforkukerfisins verulega. Sporin eru kunnugleg og þau hræða. Samtónninn með útrás bankanna fyrir hrun og með lagningu sæstrengs er sláandi þar sem um sömu útrásarhagfræði virðist vera að ræða. Fyrir utan andstöðu landsmanna gagnvart lagningu sæstrengs virðist heldur ekki vera pólitískur stuðningur við málið. Framsóknarmenn ályktuðu gegn þessum áformum á flokksþingi sínu í apríl sl. og afstaða Sjálfstæðismanna er óljós. Staðan er sem sagt sú að málið nýtur hvorki stuðnings landsmanna né ríkisstjórnarinnar. Miðað við átökin á Alþingi um rammaáætlun yrði afar torsótt að koma í gegnum þingið þeim gríðarlegu virkjanaframkvæmdum sem þyrfti að ráðast í vegna orkusölu um raforkusæstreng. Því er eðlilegt að spyrja af hverju sæstrengsmálinu er haldið lifandi með tilheyrandi ráðstöfun Landsvirkjunar á almannafé. Landsvirkjun, og væntanlega einnig dótturfyrirtækið Landsnet, hafa nú þegar lagt heilmikinn kostnað í verkefnið sem hvorki virðist njóta stuðnings þjóðar né þings. Er það skynsamlegt? Þá vekur það furðu að Landsvirkjun neiti að upplýsa Alþingi um þennan kostnað af samkeppnisástæðum. Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu auk þess sem erfitt er að koma auga á að upplýsingar af þessu tagi geti skaðað stöðu Landsvirkjunar á markaði. Það eru ekki mörg ríkisfyrirtæki, ef einhver, sem geta komið sér athugasemdalaust undan því að svara Alþingi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar