Matur

Grilluð T-bone steik með Chimichurri og ómótstæðilegu kartöflusalati

Rikka skrifar
visir/FrikkiFrikk

Hinn frábæri sjónvarpskokkur Eyþór Rúnarsson hefur snúið aftur á skjáinn á Stöð 2 á fimmtudögum. Í þáttunum í sumar kemur hann til með að búa til gómsæta og girnilega rétti beint af grillinu.

Í síðasta þætti kenndi hann áhorfendum að búa til ómótstæðilegt blómkáls-sushi með grillaðri risarækju og chimichurri T-bone-steik með kartöflusalati.

Allar uppskriftirnar og fleiri er að finna hér.

T-bone-steikin

4 stk. T-bone-steikur

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Grillolía

50 g tómatpúrra

2 msk. sojasósa

200 ml ólífuolía

1 msk. chili sambal oelek

2 msk. mirin

2 hvítlauksgeirar

1 tsk. liquid smoke

Setjið allt hráefnið í blandara og maukið saman í u.þ.b. 1 mín.

Kryddið steikurnar vel með saltinu og piparnum og setjið á heitt grillið. Grillið í ca. 5-6 mín á hvorri hlið. Snúið steikunum eftir 2,5-3 mín. í 180 gráður á grillinu. Penslið steikurnar vel með grillolíunni þegar þið eruð búin að snúa, grillið svo áfram í 2,5 mín. og snúið aftur í 180 gráður. Endurtakið á hinni hliðinni. Látið steikurnar standa í 2 mínútur á efri hillunni. Takið steikurnar að því loknu af grillinu, setjið álpappír yfir þær og látið standa í 15 mínútur.

Chimichurri-dressing

170 ml ólífuolía

30 ml rauðvínsedik

3 stk. fínt skornir skalottlaukar

1 stk. fínt rifinn hvítlaukur

2 stk. tómatar skornir í teninga

7-10 g steinselja fínt skorin

1 tsk. óreganó

½ tsk. chiliduft

1 tsk. paprika

1 tsk. broddkúmen

1 msk. hlynsíróp

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Blandið ólífuolíunni og edikinu saman með písk. Bætið restinni af hráefninu út í og smakkið til með saltinu og piparnum. Látið standa í ísskáp í minnst 2 tíma fyrir notkun.

Kartöflusalat með grænkáli og wasabi-baunum

2 pokar grænkál

2 msk. sojasósa

½ bréf estragon

1 dós 18% sýrður rjómi

150 g majónes

2 msk. hlynsíróp

800 g soðnar kartöflur

1 stk. appelsína

2 stk. vorlaukar (fínt skornir)

½ stk. ferskt chili (fínt skorinn)

½ dós wasabi-baunir

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Takið stilkinn af grænkálinu og setjið það í skál með sojasósunni. Nuddið sojasósunni vel inn í grænkálið. Raðið grænkálinu á grillbakka úr áli, setjið á heitt grillið og grillið í 6-8 mín. Skerið estragonið fínt niður, blandið því út í sýrða rjómann og majónesið ásamt hlynsírópinu.

Skerið kartöflurnar í kubba, skerið appelsínuna niður í litla bita og setjið í skál með vorlauknum og chilinu. Hellið estragoninu, majónesinu og sýrða rjómanum yfir blönduna og blandið vel saman. Smakkið til með saltinu og piparnum. Skerið helminginn af grænkálinu og bætið því út í blönduna ásamt wasabi-baununum. Notið hinn helminginn til að setja yfir salatið áður en þið berið það fram.


Tengdar fréttir

Vanillukrem og marengs með jarðarberjum og bláberjum

Ómótstæðilegur eftirréttur úr smiðju Eyþórs Rúnarssonar úr þættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2. Í síðasta þætti voru egg í aðalhlutverki og því ekki úr vegi að baka marens.

Shakshouka - afrískur eggjaréttur

Í síðasta þætti Eldhússins hans Eyþórs voru egg í aðalhlutverki. Hérna kemur uppskrift af frábærum afrískum eggjarétti.

Ólífukökur úr Eldhúsinu hans Eyþórs

Í síðasta þætti Elhússins hans Eyþór var aðaláherslan lögð á ólífur. Í þessu smákökum er bæði að finna ólífuolíu sem og ólífurnar sjálfar. Þær eru mjög skemmtilegar og alveg tilvaldar með ísköldu freyðivíni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×