Skoðun

Mönnun til framtíðar eða viðvarandi neyðarástand?

Ólafur G. Skúlason skrifar
Nú ríkir gríðarlega alvarlegt ástand í heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Verkfall hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið í hátt í tvær vikur með þeim afleiðingum dregið hefur verulega úr þjónustu við sjúklinga. Það hefur áhrif á líðan þeirra og meðferð auk þess að valda þeim auknum kvíða og áhyggjum. Við hjúkrunarfræðingar höfum líka áhyggjur af skjólstæðingum okkar og höfum í verkfallinu gert það sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi þeirra með því að veita allar þær undanþágur sem teljast nauðsynlegar. Við höfum líka áhyggjur af framtíð hjúkrunarstéttarinnar og íslenska heilbrigðiskerfisins.

Markmið hjúkrunarfræðinga með þessari baráttu er að tryggja Íslendingum öflugt heilbrigðiskerfi til framtíðar með virkri þátttöku hjúkrunarfræðinga. Nú þegar er skortur á hjúkrunarfræðingum og ekki næst að manna þær stöður sem eru í boði. Við blasir enn meiri skortur, það mikill að sú lágmarksmönnum hjúkrunarfræðinga sem er í gildi verkfallinu verður raunmönnun dagsdaglega í framtíðinni. Þá ríkir hér viðvarandi neyðarástand. Það má ekki gerast.

Hryggjarstykkið

Víða erlendis eru hjúkrunarfræðingar taldir hryggjarstykkið í uppbyggingu heilbrigðiskerfa. Sýnt hefur verið fram á að góð hjúkrun dregur bæði úr dánartíðni sjúklinga og fylgikvillum sjúkrahúslegu ásamt því að legutími sjúklinga styttist. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga er því bæði kostnaðarlega hagkvæm og sjúklingum til góða. Þetta verða ráðamenn landsins að skilja.

Semja þarf um nauðsynlegar launahækkanir fyrir hjúkrunarfræðinga. Það eitt tryggir að þeir velji að starfa við fagið sem þeir hafa menntað sig til og að þeir velji að starfa við hjúkrun á Íslandi til framtíðar. Hjúkrunarstarfið þarf að vera samkeppnishæft við aðrar starfsstéttir til að tryggja hér öfluga og örugga heilbrigðisþjónustu til framtíðar.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×