Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára hefur notað ólögleg fíkniefni Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. júní 2015 08:00 Varsla og viðskipti með hass og maríjúana eru ólögleg. VÍSIR/PJÉTUR Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Næstum þriðjungur, eða 31 prósent, landsmanna segist einhvern tímann hafa notað hass eða maríjúana. Sextíu og níu prósent segjast þá ekki hafa notað það. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Hlutfall þeirra sem hafa notað efnið er hærra en hefur áður mælst í rannsóknum Helga. „Auðvitað getur skýringin að hluta til verið sú að menn þori frekar að viðurkenna neysluna en áður, en samt held ég að þetta sé merki um að þessi hópur sé að einhverju leyti stækkandi,“ segir Helgi. Árið 2013 var hlutfallið 25 prósent og 2002 var hlutfallið 20 prósent. Helmingur svarenda á aldrinum 18-29 ára sagðist einhvern tímann hafa prófað efnin og algengara var að karlmenn (37%) hefðu notað það en konur (25%). Aðeins sjö prósent 60 ára og eldri sögðust hafa prófað efnið. Þá sýna niðurstöður einnig að rúmlega helmingur landsmanna, eða 56 prósent, er andvígur því að varsla á neysluskammti fíkniefna verði gerð refsilaus. Rétt er að benda á að það að gera vörslu efnanna refsilausa er ekki það sama og að leyfa þau. „Munurinn á afstöðunni þarna er aldursbundinn og hann er líka bundinn við kyn. Konur eru varfærnari og vilja mun síður stíga þetta skref en karlar,“ segir Helgi. Það séu einkum ungir karlar sem vilji afglæpavæða fíkniefni.Helgi GunnlaugssonHelgi skýrir aldursmuninn þannig að reynsla fólks á ólíkum aldri af efnunum sé ólík. „Þetta er í umhverfi unga fólksins sem gerir það að verkum að unga fólkið hefur ekki eins miklar áhyggjur af þessu og eldra fólkið sem þekkir þetta síður af eigin raun og hefur áhyggjur af börnum sínum og barnabörnum,“ segir Helgi. Yngra fólkið horfi svipuðum augum á kannabisefni og áfengi og finnist skrýtið að það sé refsivert að nota kannabisefni en ekki viskí. Eldri kynslóðin og miðaldra kynslóðin hafi miklar áhyggjur af fíkniefnum og vilji síður gefa eftir í baráttunni gegn þeim. Að afglæpavæða fíkniefni myndi senda röng skilaboð um að neysla þeirra væri ekki alvarleg. Helgi segir líka að ólík afstaða aldurshópa til þess að afglæpavæða fíkniefnaneyslu geti mótast af því að unga fólkið gæti talið sig líklegt til að verða fyrir afskiptum lögreglu. „Það gæti lent í vörslu lögreglu fyrir eitthvað sem því finnst ekki alvarlegt. Þá er maður kominn á sakaskrá og þarf að greiða sekt og er kominn með einhvern stimpil á sig. Og það fyrir atferli sem því finnst ekki alvarlegt,“ segir Helgi. Þetta geti haft áhrif á möguleika fólks á að fá atvinnu eða til náms. Helgi rifjar upp að hann skoðaði afstöðu fólks til bjórs, áður en sala á honum varð heimil, og þetta sé sama mynstur. „Unga fólkið vildi leyfa bjórinn og sérstaklega ungu karlarnir. En skömmu áður en bjórinn var leyfður var meirihluti kvenna á móti því. Það var svona 51 prósent kvenna sem vildi áfram banna bjór,“ segir Helgi.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent