Einstakt tækifæri fyrir fjármálaráðherra Oddný Kristinsdóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Í ár er 100 ára kosningaafmæli kvenna, af því tilefni voru haldnir þemadagar um jafnrétti í Háteigsskóla. Unnið var með staðalmyndir og jafnrétti á ýmsan veg, s.s. kynbundið ofbeldi, misrétti í íslensku samfélagi og kynbundinn launamun. Þar var einnig stofnað fyrsta femínistafélag grunnskóla og félagsmiðstöðva og fékk Andrea Marel, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, hvatningarverðlaun fyrir framlag sitt til verkefnisins. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður á heimilinu þar sem drengir mínir tveir, 9 og 11 ára, veltu þessu viðfangsefni fyrir sér og fannst þeim með eindæmum óréttlátt að karlar fengju hærri laun en konur fyrir sambærilega vinnu. Ég er hjúkrunarfræðingur, ákaflega stolt af minni menntun og mínu framlagi til heilbrigðiskerfisins, en tek út fyrir það að skjólstæðingar mínir þurfi að líða fyrir kjarabaráttu okkar. Síðustu viku hef ég verið að vinna á barnadeild Barnaspítala Hringsins á undanþágulista undir miklu álagi og óvissu. Óvissu sem ég vona að ljúki sem fyrst. Kröfur hjúkrunarfræðinga um launahækkun eru ekki óraunhæfar. Við erum einfaldlega að biðja um leiðréttingu launa hjúkrunarfræðinga svo þau verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru 14-25% lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Eins og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á virðist eina skýringin á þessum launamun vera að um kvennastétt er að ræða. Er það sanngjarnt? Það þykir sonum mínum ekki. Í ár höldum við íslenska þjóðin upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna. Með kosningarétti kvenna var stórt skref stigið í jafnréttissögu Íslendinga. Á 100 ára afmælinu fær núverandi ríkisstjórn einstakt tækifæri til að taka annað stórt skref: Leiðrétta kynbundinn launamun með réttlátum kjarasamningi við stærstu heilbrigðis- og kvennastétt Íslands. Ég er í eðli mínu bjartsýn manneskja og hef fulla trú á því að fjármálaráðherra taki við hvatningarverðlaunum þetta árið fyrir framlag sitt til jafnréttis. Um leið gerir hann hjúkrun að vænlegri starfsvettvangi fyrir þá sem standa frammi fyrir vali á menntun og starfsframa, þar á meðal drengina mína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í ár er 100 ára kosningaafmæli kvenna, af því tilefni voru haldnir þemadagar um jafnrétti í Háteigsskóla. Unnið var með staðalmyndir og jafnrétti á ýmsan veg, s.s. kynbundið ofbeldi, misrétti í íslensku samfélagi og kynbundinn launamun. Þar var einnig stofnað fyrsta femínistafélag grunnskóla og félagsmiðstöðva og fékk Andrea Marel, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, hvatningarverðlaun fyrir framlag sitt til verkefnisins. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður á heimilinu þar sem drengir mínir tveir, 9 og 11 ára, veltu þessu viðfangsefni fyrir sér og fannst þeim með eindæmum óréttlátt að karlar fengju hærri laun en konur fyrir sambærilega vinnu. Ég er hjúkrunarfræðingur, ákaflega stolt af minni menntun og mínu framlagi til heilbrigðiskerfisins, en tek út fyrir það að skjólstæðingar mínir þurfi að líða fyrir kjarabaráttu okkar. Síðustu viku hef ég verið að vinna á barnadeild Barnaspítala Hringsins á undanþágulista undir miklu álagi og óvissu. Óvissu sem ég vona að ljúki sem fyrst. Kröfur hjúkrunarfræðinga um launahækkun eru ekki óraunhæfar. Við erum einfaldlega að biðja um leiðréttingu launa hjúkrunarfræðinga svo þau verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru 14-25% lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Eins og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á virðist eina skýringin á þessum launamun vera að um kvennastétt er að ræða. Er það sanngjarnt? Það þykir sonum mínum ekki. Í ár höldum við íslenska þjóðin upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna. Með kosningarétti kvenna var stórt skref stigið í jafnréttissögu Íslendinga. Á 100 ára afmælinu fær núverandi ríkisstjórn einstakt tækifæri til að taka annað stórt skref: Leiðrétta kynbundinn launamun með réttlátum kjarasamningi við stærstu heilbrigðis- og kvennastétt Íslands. Ég er í eðli mínu bjartsýn manneskja og hef fulla trú á því að fjármálaráðherra taki við hvatningarverðlaunum þetta árið fyrir framlag sitt til jafnréttis. Um leið gerir hann hjúkrun að vænlegri starfsvettvangi fyrir þá sem standa frammi fyrir vali á menntun og starfsframa, þar á meðal drengina mína.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun