Einstakt tækifæri fyrir fjármálaráðherra Oddný Kristinsdóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Í ár er 100 ára kosningaafmæli kvenna, af því tilefni voru haldnir þemadagar um jafnrétti í Háteigsskóla. Unnið var með staðalmyndir og jafnrétti á ýmsan veg, s.s. kynbundið ofbeldi, misrétti í íslensku samfélagi og kynbundinn launamun. Þar var einnig stofnað fyrsta femínistafélag grunnskóla og félagsmiðstöðva og fékk Andrea Marel, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, hvatningarverðlaun fyrir framlag sitt til verkefnisins. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður á heimilinu þar sem drengir mínir tveir, 9 og 11 ára, veltu þessu viðfangsefni fyrir sér og fannst þeim með eindæmum óréttlátt að karlar fengju hærri laun en konur fyrir sambærilega vinnu. Ég er hjúkrunarfræðingur, ákaflega stolt af minni menntun og mínu framlagi til heilbrigðiskerfisins, en tek út fyrir það að skjólstæðingar mínir þurfi að líða fyrir kjarabaráttu okkar. Síðustu viku hef ég verið að vinna á barnadeild Barnaspítala Hringsins á undanþágulista undir miklu álagi og óvissu. Óvissu sem ég vona að ljúki sem fyrst. Kröfur hjúkrunarfræðinga um launahækkun eru ekki óraunhæfar. Við erum einfaldlega að biðja um leiðréttingu launa hjúkrunarfræðinga svo þau verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru 14-25% lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Eins og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á virðist eina skýringin á þessum launamun vera að um kvennastétt er að ræða. Er það sanngjarnt? Það þykir sonum mínum ekki. Í ár höldum við íslenska þjóðin upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna. Með kosningarétti kvenna var stórt skref stigið í jafnréttissögu Íslendinga. Á 100 ára afmælinu fær núverandi ríkisstjórn einstakt tækifæri til að taka annað stórt skref: Leiðrétta kynbundinn launamun með réttlátum kjarasamningi við stærstu heilbrigðis- og kvennastétt Íslands. Ég er í eðli mínu bjartsýn manneskja og hef fulla trú á því að fjármálaráðherra taki við hvatningarverðlaunum þetta árið fyrir framlag sitt til jafnréttis. Um leið gerir hann hjúkrun að vænlegri starfsvettvangi fyrir þá sem standa frammi fyrir vali á menntun og starfsframa, þar á meðal drengina mína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ár er 100 ára kosningaafmæli kvenna, af því tilefni voru haldnir þemadagar um jafnrétti í Háteigsskóla. Unnið var með staðalmyndir og jafnrétti á ýmsan veg, s.s. kynbundið ofbeldi, misrétti í íslensku samfélagi og kynbundinn launamun. Þar var einnig stofnað fyrsta femínistafélag grunnskóla og félagsmiðstöðva og fékk Andrea Marel, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar, hvatningarverðlaun fyrir framlag sitt til verkefnisins. Í kjölfarið sköpuðust miklar umræður á heimilinu þar sem drengir mínir tveir, 9 og 11 ára, veltu þessu viðfangsefni fyrir sér og fannst þeim með eindæmum óréttlátt að karlar fengju hærri laun en konur fyrir sambærilega vinnu. Ég er hjúkrunarfræðingur, ákaflega stolt af minni menntun og mínu framlagi til heilbrigðiskerfisins, en tek út fyrir það að skjólstæðingar mínir þurfi að líða fyrir kjarabaráttu okkar. Síðustu viku hef ég verið að vinna á barnadeild Barnaspítala Hringsins á undanþágulista undir miklu álagi og óvissu. Óvissu sem ég vona að ljúki sem fyrst. Kröfur hjúkrunarfræðinga um launahækkun eru ekki óraunhæfar. Við erum einfaldlega að biðja um leiðréttingu launa hjúkrunarfræðinga svo þau verði sambærileg launum annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru 14-25% lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Eins og formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur margoft bent á virðist eina skýringin á þessum launamun vera að um kvennastétt er að ræða. Er það sanngjarnt? Það þykir sonum mínum ekki. Í ár höldum við íslenska þjóðin upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna. Með kosningarétti kvenna var stórt skref stigið í jafnréttissögu Íslendinga. Á 100 ára afmælinu fær núverandi ríkisstjórn einstakt tækifæri til að taka annað stórt skref: Leiðrétta kynbundinn launamun með réttlátum kjarasamningi við stærstu heilbrigðis- og kvennastétt Íslands. Ég er í eðli mínu bjartsýn manneskja og hef fulla trú á því að fjármálaráðherra taki við hvatningarverðlaunum þetta árið fyrir framlag sitt til jafnréttis. Um leið gerir hann hjúkrun að vænlegri starfsvettvangi fyrir þá sem standa frammi fyrir vali á menntun og starfsframa, þar á meðal drengina mína.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar