Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Li Sihan skrifar 4. júní 2015 00:01 Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun