Valdníðsla á Alþingi Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall skrifa 2. júní 2015 06:00 Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Katrín Júlíusdóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar