Ofbeldi á fæðingardeildinni var ekki tilkynnt til lögreglu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir þörf á fræðslu um heimilisofbeldi á Landspítalanum. Vísir/Pjetur „Hennar er vel gætt og hún hefur fengið góða aðstoð,“ segir fagaðili sem er meðal þeirra sem aðstoða móður sem varð fyrir grófu heimilisofbeldi eftir að hafa fætt tvær dætur sínar í apríl. Ofbeldishrinan hófst samkvæmt greinargerð lögreglu á fæðingardeild Landspítalans. Hjúkrunarfræðingur staðfesti frásögn móðurinnar um ofbeldi og ógnanir en það var hins vegar ekki tilkynnt til lögreglu. Barnsfaðirinn braut meðal annars síma og tölvu sem unnusta hans var með á fæðingardeildinni og var hún í sýnilegu uppnámi vegna ofbeldisins. Atvikið átti sér stað skömmu eftir að konan hafði gengið í gegnum keisarauppskurð og fleiri en eitt vitni voru að því.Skemmri viðbragðstími nauðsyn Hjúkrunarfræðingur sem staðfesti ofbeldi á fæðingardeild hefði mátt tilkynna um það til lögreglu og barnaverndar að mati Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í alvarlegum heimilisofbeldismálum eru skjót viðbrögð nauðsynleg til að tryggja öryggi og heilsu brotaþola. Fréttablaðið/ValliAlda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé vakandi fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir sýni að aukin áhætta sé á heimilisofbeldi á meðgöngu. „Við vonumst eftir nánara samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og munum leita eftir formlegu samstarfi á svipaðan hátt og lögregla og sveitarfélög hafa gert á höfuðborgarsvæðinu og þá kynna nýjar verklagsreglur lögreglunnar. Viðbragðstíminn þarf að vera mjög stuttur, rannsóknir sýna að áhætta á heimilisofbeldi eykst á meðgöngu og því er full þörf á því,“ segir Alda Hrönn og vísar meðal annars í rannsókn Ástþóru Kristinsdóttur ljósmóður sem leiddi í ljós að 20% íslenskra mæðra hefðu verið beitt ofbeldi af barnsföður á meðgöngu.Þið hjá lögreglunni hefðuð sem sagt viljað fá símtal frá fæðingardeild vegna þess atviks? „Við hefðum gjarnan viljað fá símtal frá heilbrigðisyfirvöldum og atvikið minnir okkur á þörfina á að rýna til gagns í kerfið.“ Ofbeldið hélt áfram samkvæmt frásögn móður þegar þau fóru af spítalanum og stigmagnaðist. Maðurinn er talinn hafa lagt hönd á konuna, þrýst á sauma á maga hennar í kjölfar nýafstaðins keisaraskurðar og að auki hafa slegið hana og rifið í hár að viðstaddri eigin móður og dætrum. Foreldrar móðurinnar tilkynntu um málið til lögreglu og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni frá mánudeginum 4. maí, ákvörðun sem Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í vikunni. Tengdar fréttir Sex mánaða nálgunarbann: Réðst á móður nýfæddra dætra að viðstaddri eigin móður Maðurinn þrýsti á sauma eftir keisaraskurð og sló konu sína sem var með nokkurra vikna gamlar dætur þeirra í fanginu. 27. maí 2015 16:06 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
„Hennar er vel gætt og hún hefur fengið góða aðstoð,“ segir fagaðili sem er meðal þeirra sem aðstoða móður sem varð fyrir grófu heimilisofbeldi eftir að hafa fætt tvær dætur sínar í apríl. Ofbeldishrinan hófst samkvæmt greinargerð lögreglu á fæðingardeild Landspítalans. Hjúkrunarfræðingur staðfesti frásögn móðurinnar um ofbeldi og ógnanir en það var hins vegar ekki tilkynnt til lögreglu. Barnsfaðirinn braut meðal annars síma og tölvu sem unnusta hans var með á fæðingardeildinni og var hún í sýnilegu uppnámi vegna ofbeldisins. Atvikið átti sér stað skömmu eftir að konan hafði gengið í gegnum keisarauppskurð og fleiri en eitt vitni voru að því.Skemmri viðbragðstími nauðsyn Hjúkrunarfræðingur sem staðfesti ofbeldi á fæðingardeild hefði mátt tilkynna um það til lögreglu og barnaverndar að mati Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í alvarlegum heimilisofbeldismálum eru skjót viðbrögð nauðsynleg til að tryggja öryggi og heilsu brotaþola. Fréttablaðið/ValliAlda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé vakandi fyrir heimilisofbeldi. Rannsóknir sýni að aukin áhætta sé á heimilisofbeldi á meðgöngu. „Við vonumst eftir nánara samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og munum leita eftir formlegu samstarfi á svipaðan hátt og lögregla og sveitarfélög hafa gert á höfuðborgarsvæðinu og þá kynna nýjar verklagsreglur lögreglunnar. Viðbragðstíminn þarf að vera mjög stuttur, rannsóknir sýna að áhætta á heimilisofbeldi eykst á meðgöngu og því er full þörf á því,“ segir Alda Hrönn og vísar meðal annars í rannsókn Ástþóru Kristinsdóttur ljósmóður sem leiddi í ljós að 20% íslenskra mæðra hefðu verið beitt ofbeldi af barnsföður á meðgöngu.Þið hjá lögreglunni hefðuð sem sagt viljað fá símtal frá fæðingardeild vegna þess atviks? „Við hefðum gjarnan viljað fá símtal frá heilbrigðisyfirvöldum og atvikið minnir okkur á þörfina á að rýna til gagns í kerfið.“ Ofbeldið hélt áfram samkvæmt frásögn móður þegar þau fóru af spítalanum og stigmagnaðist. Maðurinn er talinn hafa lagt hönd á konuna, þrýst á sauma á maga hennar í kjölfar nýafstaðins keisaraskurðar og að auki hafa slegið hana og rifið í hár að viðstaddri eigin móður og dætrum. Foreldrar móðurinnar tilkynntu um málið til lögreglu og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákvað að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni frá mánudeginum 4. maí, ákvörðun sem Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í vikunni.
Tengdar fréttir Sex mánaða nálgunarbann: Réðst á móður nýfæddra dætra að viðstaddri eigin móður Maðurinn þrýsti á sauma eftir keisaraskurð og sló konu sína sem var með nokkurra vikna gamlar dætur þeirra í fanginu. 27. maí 2015 16:06 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Sex mánaða nálgunarbann: Réðst á móður nýfæddra dætra að viðstaddri eigin móður Maðurinn þrýsti á sauma eftir keisaraskurð og sló konu sína sem var með nokkurra vikna gamlar dætur þeirra í fanginu. 27. maí 2015 16:06