Hendur mínar bundnar – aftur! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun