Hendur mínar bundnar – aftur! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég lít í kringum mig og sé ungt fólk með bros á vör og hvíta húfu á kolli og eftirvæntingin skín úr andlitum þeirra eins og hjá mér. Fyrir framan er þéttsetinn salur af foreldrum, ættingjum og vinum. Fram undan eru ný tækifæri og útskriftarveislan sem ég var búin að hlakka heillengi til. Núna hins vegar er ég að reyna að njóta stundarinnar, veislan verður víst ekki eins og ætti að vera. Félagslegi sjóðurinn er tómur, ég fæ víst ekki að tjá mig við ættingja mína sem eru ekki fullfærir á íslensku táknmáli (ÍTM) né að njóta þess að eiga samskipti við þá, hendur mínar eru bundnar. Ég opna umslag frá lögfræðingnum. Loksins… hann boðar mig á fund, þar verður víst hægt að koma málinu sem hefur vofað yfir mér um langa hríð í einhvern farveg. Ánægjan varir stutt, því ég þarf að fresta fundinum enn eina ferðina, félagslegi sjóðurinn er tómur, hendur mínar eru bundnar og ég þarf að glíma áfram við óvissuna. Ég horfi á stúlkuna mína, hún stendur uppi á sviði og flytur ræðu. Mikið er ég stolt af henni, stúlkan mín sem var kvíðin stendur núna og geislar af öryggi og hamingju. Ég hins vegar vildi að ég gæti fylgst með því sem hún segir, var búin að panta túlk en fékk tölvupóst um að því miður væri ekki hægt að afgreiða beiðnina mína því félagslegi sjóðurinn væri tómur eina ferðina enn og hendur mínar eru bundnar. Ég mæti stundvíslega í prófið, hef verið í ökuskólanum að undirbúa mig fyrir meiraprófið. Loksins kom að því að taka prófið en ég og kennarinn lítum hvort á annað, hann getur ekki tjáð sig á ÍTM og ég reyni að útskýra að við séum að bíða eftir táknmálstúlki. Ég bíð, finn símann minn titra og lít á skjáinn – því miður, félagslegi sjóðurinn er tómur og því getur túlkur ekki komið og túlkað prófið. Hendur mínar eru bundnar, ég þarf að fresta þessu enn eina ferðina og get ekki sinnt atvinnu minni eins og til stóð. Þetta eru dæmi sem eru að gerast hjá íslenskum þjóðfélagsþegnum sem nota ÍTM í daglegu lífi. Stjórnvöld binda á okkur hendurnar og við getum ekki sinnt skyldum okkar sem húseigendur, foreldrar, skattgreiðendur, ættingjar og fleira. Í ár ákvað mennta- og menningarmálaráðuneytið að skipta fjármagninu í fjóra fjórðunga. Ekki veit ég hvernig stærðfræðikunnáttan er hjá þeim, þetta er ósköp einfalt, fjármagnið endist ekkert lengur frekar en hin árin. Hlutverk og skyldur okkar minnka ekkert þó því sé skipt í fjóra fjórðunga. Ég skora á stjórnvöld að fylgja lögum nr. 61/2011, hlúa að íslensku táknmáli og leyfa okkur að njóta jafnræðis á við aðra í íslensku þjóðlífi og sinna okkar skyldum.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun