Samkrull tals og tóna Magnús Jóhannsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) um ástandið í löndum á borð við Ísland eru um 16 þúsund Íslendingar það mikið heyrnarskertir að þeir þyrftu heyrnartæki. Ekki nema hluti hópsins er þó með heyrnartæki og ekki má gleyma því að tækin bæta ekki upp heyrnartapið nema að hluta til. Þar að auki er annar mun stærri hópur sem er með það mikla heyrnarskerðingu að hún skerðir lífsgæði að einhverju marki. Samtals er þetta um 15% þjóðarinnar eða nálægt 50 þúsund einstaklingar. Þessi hópur er fólk á öllum aldri þó að eldri borgarar séu í meirihluta.Mannleg samskipti Eitt af því allra mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti sem að talsverðu leyti fara fram með því að hlusta á talað mál og skilja það sem sagt er. Fjölmargir þættir geta truflað það að við náum að meðtaka það sem aðrir segja en hjá heyrnarskertum eru þessir þættir fleiri og vega þyngra en hjá þeim sem hafa fulla heyrn. Bergmál og glymjandi í húsakynnum er iðulega mjög truflandi og ættu arkitektar og hönnuðir að taka slíkt með í reikninginn oftar en raun ber vitni. Sumir einstaklingar hafa tamið sér að tala óskýrt eða tala óþægilega hratt og þeir gera sjálfum sér með þessu mikinn óleik vegna þess að þegar við tölum ætlumst við oftast til þess að aðrir hlusti og skilji það sem okkur liggur á hjarta.Útvarp og sjónvarp Sú var tíð að þulir í útvarpi og sjónvarpi voru undantekningarlítið fólk sem hafði sterka rödd, skýran framburð og skildist þess vegna vel, jafnvel við léleg móttökuskilyrði. Þessu hefur því miður hrakað og sumir þulir eru þvoglumæltir og jafnvel með áberandi framburðargalla. Annað sem er enn verra er það sem er aðalumfjöllunarefni þessa pistils en það er samkrull tals og tóna. Þetta er gamalþekkt vandamál í kvikmyndum, þegar bakgrunnstónlist eða umhverfishljóð gera það að verkum að það sem leikararnir segja skilar sér illa eða alls ekki. Á undanförnum árum hefur slíkt samkrull tals og tóna því miður verið að ryðja sér til rúms í ýmis konar efni, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta virðist vera einhvers konar tískubóla, sumum kann að þykja þetta fínt eða sniðugt, nútímatækni gerir þetta auðvelt í framkvæmd en flestir gera þetta sennilega án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Þetta er alls ekki bundið við lélegt efni og sem dæmi hafa eðalþættir í sjónvarpi, á borð við Landann og Orðbragð, verið þessu marki brenndir. Það stefnir hreinlega í það að flestu efni í útvarpi og sjónvarpi sé spillt á þennan hátt. Þetta er sorgleg þróun. Ég skora á allt þáttagerðarfólk á útvarps- og sjónvarpsstöðvum að íhuga þessi mál og blanda ekki að óþörfu saman efni sem truflar hlustun hjá 15% þjóðarinnar.Textun í sjónvarpi Iðulega væri hægt að leysa vandamálin með textun en sú aðferð er mjög vannýtt og tæknilegum annmörkum háð. Textun með aðstoð 888 á textavarpi er meingölluð í flestum tækjum, með stafabrengli (broddstafi og aðra íslenska stafi vantar) sem gerir textann illlæsilegan og virkar ekki á tímaflakkinu. Á 21. öld hljóta að vera til tæknilausnir á þessum vanda sem sjónvarpsstöðvar og símafélög þurfa að leysa í sameiningu en símafélögin sjá í flestum tilfellum um dreifingu sjónvarpsefnis. Notkun táknmáls er líka gróflega vannýtt og gæti verið efni í annan pistil.Tekið skal fram að höfundur þekkir þessi mál af eigin reynslu þar sem hann er heyrnarskertur, með eyrnasuð og notar heyrnartæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) um ástandið í löndum á borð við Ísland eru um 16 þúsund Íslendingar það mikið heyrnarskertir að þeir þyrftu heyrnartæki. Ekki nema hluti hópsins er þó með heyrnartæki og ekki má gleyma því að tækin bæta ekki upp heyrnartapið nema að hluta til. Þar að auki er annar mun stærri hópur sem er með það mikla heyrnarskerðingu að hún skerðir lífsgæði að einhverju marki. Samtals er þetta um 15% þjóðarinnar eða nálægt 50 þúsund einstaklingar. Þessi hópur er fólk á öllum aldri þó að eldri borgarar séu í meirihluta.Mannleg samskipti Eitt af því allra mikilvægasta í lífinu eru mannleg samskipti sem að talsverðu leyti fara fram með því að hlusta á talað mál og skilja það sem sagt er. Fjölmargir þættir geta truflað það að við náum að meðtaka það sem aðrir segja en hjá heyrnarskertum eru þessir þættir fleiri og vega þyngra en hjá þeim sem hafa fulla heyrn. Bergmál og glymjandi í húsakynnum er iðulega mjög truflandi og ættu arkitektar og hönnuðir að taka slíkt með í reikninginn oftar en raun ber vitni. Sumir einstaklingar hafa tamið sér að tala óskýrt eða tala óþægilega hratt og þeir gera sjálfum sér með þessu mikinn óleik vegna þess að þegar við tölum ætlumst við oftast til þess að aðrir hlusti og skilji það sem okkur liggur á hjarta.Útvarp og sjónvarp Sú var tíð að þulir í útvarpi og sjónvarpi voru undantekningarlítið fólk sem hafði sterka rödd, skýran framburð og skildist þess vegna vel, jafnvel við léleg móttökuskilyrði. Þessu hefur því miður hrakað og sumir þulir eru þvoglumæltir og jafnvel með áberandi framburðargalla. Annað sem er enn verra er það sem er aðalumfjöllunarefni þessa pistils en það er samkrull tals og tóna. Þetta er gamalþekkt vandamál í kvikmyndum, þegar bakgrunnstónlist eða umhverfishljóð gera það að verkum að það sem leikararnir segja skilar sér illa eða alls ekki. Á undanförnum árum hefur slíkt samkrull tals og tóna því miður verið að ryðja sér til rúms í ýmis konar efni, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta virðist vera einhvers konar tískubóla, sumum kann að þykja þetta fínt eða sniðugt, nútímatækni gerir þetta auðvelt í framkvæmd en flestir gera þetta sennilega án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Þetta er alls ekki bundið við lélegt efni og sem dæmi hafa eðalþættir í sjónvarpi, á borð við Landann og Orðbragð, verið þessu marki brenndir. Það stefnir hreinlega í það að flestu efni í útvarpi og sjónvarpi sé spillt á þennan hátt. Þetta er sorgleg þróun. Ég skora á allt þáttagerðarfólk á útvarps- og sjónvarpsstöðvum að íhuga þessi mál og blanda ekki að óþörfu saman efni sem truflar hlustun hjá 15% þjóðarinnar.Textun í sjónvarpi Iðulega væri hægt að leysa vandamálin með textun en sú aðferð er mjög vannýtt og tæknilegum annmörkum háð. Textun með aðstoð 888 á textavarpi er meingölluð í flestum tækjum, með stafabrengli (broddstafi og aðra íslenska stafi vantar) sem gerir textann illlæsilegan og virkar ekki á tímaflakkinu. Á 21. öld hljóta að vera til tæknilausnir á þessum vanda sem sjónvarpsstöðvar og símafélög þurfa að leysa í sameiningu en símafélögin sjá í flestum tilfellum um dreifingu sjónvarpsefnis. Notkun táknmáls er líka gróflega vannýtt og gæti verið efni í annan pistil.Tekið skal fram að höfundur þekkir þessi mál af eigin reynslu þar sem hann er heyrnarskertur, með eyrnasuð og notar heyrnartæki.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun