Skipulag skiptir máli fyrir heilsuna Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 27. maí 2015 07:00 Við eyðum flest mjög stórum hluta dagsins sitjandi, en rannsóknir sýna að bara kyrrsetan sem slík er óholl út af fyrir sig. Jafnvel þótt við fáum daglegan skammt af hreyfingu einu sinni á dag, þá er það ekki nóg. Það er þessi hversdagslega, jafna hreyfing yfir daginn, þessi venjulega ganga, sem skiptir svo miklu máli fyrir góða heilsu. Það er stóllinn sem er orðinn eitt það hættulegasta í okkar umhverfi! Við getum því raunverulega eflt heilsu okkar á víðtækan hátt með því að búa í göngu- og hjólavænu umhverfi með gott aðgengi að almenningssamgöngum. Það hvernig skipulagi byggðar er fyrirkomið, hvort umhverfið býður upp á gott og öruggt aðgengi fyrir hversdagslega hreyfingu, hefur þannig raunveruleg áhrif á lífsstíl okkar og heilsu. Bæir og borgir úti um allan heim hafa verið að átta sig á mikilvægi þessa fyrir líf og líðan íbúa sinna og leggja æ meiri áherslu á að skipuleggja gott umhverfi fyrir göngur, hjól og notkun á strætó – sem eru jú um leið vistvænir ferðamátar. Sem dæmi þá nýta íbúar í Þrándheimi mun frekar þessa vistvænu ferðamáta en við Reykvíkingar, (43% á móti 23% í Reykjavík) þrátt fyrir að við séum á svipaðri breiddargráðu, en Þrándheimur hefur lyft grettistaki síðasta áratuginn í þessum málum.Fyrst þau geta – þá getum við! En til að bæta heilsu okkar þá þarf tvennt til. Umhverfi sem býður upp á gott og öruggt aðgengi fyrir hversdagslega hreyfingu og við sjálf þurfum að vera opin fyrir þeim tækifærum, að nýta hvert tækifæri sem gefst til að hreyfa okkur og taka á þeirri mýtu að veðrið hér sé vont. Er þetta ekki spurning um að klæða sig eftir veðri? Gott dæmi um áhrif hreyfingar á heilsu eru samgöngusamningar sem ÁTVR gerði við starfsfólk sitt. Þeir hafa dregið úr fjarvistum um 2% og með því lækkað rekstrarkostnað um u.þ.b. 60 m.kr. á ári. Bætt heilsa snýst líka um samfélagið og peninga, færri tapaðar vinnustundir og minni kostnað í heilbrigðiskerfinu, en af slíku er stór ávinningur. Þetta sýnir okkur enn og aftur mikilvægi skipulagsmála og áhrif þeirra á heilsu okkar og líðan – andlega og líkamlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við eyðum flest mjög stórum hluta dagsins sitjandi, en rannsóknir sýna að bara kyrrsetan sem slík er óholl út af fyrir sig. Jafnvel þótt við fáum daglegan skammt af hreyfingu einu sinni á dag, þá er það ekki nóg. Það er þessi hversdagslega, jafna hreyfing yfir daginn, þessi venjulega ganga, sem skiptir svo miklu máli fyrir góða heilsu. Það er stóllinn sem er orðinn eitt það hættulegasta í okkar umhverfi! Við getum því raunverulega eflt heilsu okkar á víðtækan hátt með því að búa í göngu- og hjólavænu umhverfi með gott aðgengi að almenningssamgöngum. Það hvernig skipulagi byggðar er fyrirkomið, hvort umhverfið býður upp á gott og öruggt aðgengi fyrir hversdagslega hreyfingu, hefur þannig raunveruleg áhrif á lífsstíl okkar og heilsu. Bæir og borgir úti um allan heim hafa verið að átta sig á mikilvægi þessa fyrir líf og líðan íbúa sinna og leggja æ meiri áherslu á að skipuleggja gott umhverfi fyrir göngur, hjól og notkun á strætó – sem eru jú um leið vistvænir ferðamátar. Sem dæmi þá nýta íbúar í Þrándheimi mun frekar þessa vistvænu ferðamáta en við Reykvíkingar, (43% á móti 23% í Reykjavík) þrátt fyrir að við séum á svipaðri breiddargráðu, en Þrándheimur hefur lyft grettistaki síðasta áratuginn í þessum málum.Fyrst þau geta – þá getum við! En til að bæta heilsu okkar þá þarf tvennt til. Umhverfi sem býður upp á gott og öruggt aðgengi fyrir hversdagslega hreyfingu og við sjálf þurfum að vera opin fyrir þeim tækifærum, að nýta hvert tækifæri sem gefst til að hreyfa okkur og taka á þeirri mýtu að veðrið hér sé vont. Er þetta ekki spurning um að klæða sig eftir veðri? Gott dæmi um áhrif hreyfingar á heilsu eru samgöngusamningar sem ÁTVR gerði við starfsfólk sitt. Þeir hafa dregið úr fjarvistum um 2% og með því lækkað rekstrarkostnað um u.þ.b. 60 m.kr. á ári. Bætt heilsa snýst líka um samfélagið og peninga, færri tapaðar vinnustundir og minni kostnað í heilbrigðiskerfinu, en af slíku er stór ávinningur. Þetta sýnir okkur enn og aftur mikilvægi skipulagsmála og áhrif þeirra á heilsu okkar og líðan – andlega og líkamlega.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun