Helíum, ekki bara gott partí Ásdís Ólafsdóttir og Snjólaug Ólafsdóttir skrifar 26. maí 2015 11:45 Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Helíumfylltar blöðrur hafa löngum glatt bæði börn og fullorðna við ýmis tilefni s.s. á 17. júní og til skreytinga í veislum. Sú stundarskemmtun sem blöðrurnar veita getur þó dregið dilk á eftir sér, nokkuð sem við höfundar þessarar greinar, viljum benda á. Helíum er sennilega þekktast sem partíblöðrugas og óvíst að allir átti sig á mikilvægi gassins til annarra nota. Nú í seinni tíð hefur borið á helíumskorti. Almenningur hefur helst orðið var við þann skort þegar falast er eftir helíum í blöðrur. En það eru aðrir og veigameiri þættir sem munu breytast þegar helíumskortur verður viðvarandi. Helíum er léttara en andrúmsloft og er það létt að þyngdarafl jarðar heldur því ekki svo það kemst út úr lofthjúpi jarðar. Helíum er ekki framleitt heldur finnst það með jarðgasi þar sem jarðvegur er nægilega þéttur. Fá svæði hafa helíum í vinnanlegu magni og eru um 75% af vinnslu alls helíums í Bandaríkjunum. Suðumark helíums er nálægt alkuli (-269 °C) og er efnið í fljótandi formi besta kæliefni heims. Aðalnotkun helíums í heiminum er sem kælivökvi á segulómunartæki (MRI-skanna) á sjúkrahúsum en einnig er það notað sem kælimiðill við framleiðslu hálfleiðara og í kjarnaofnum svo dæmi séu tekin. Enn er ekki vitað hvernig skipta eigi efninu út fyrir aðra kælimiðla. Önnur notkun helíums er t.d. í loftbelgi til mælinga svo sem við háloftaveðurmælingar, við framleiðslu á ljósleiðara, á rannsóknarstofum, í eldsneytistönkum geimflauga og í innöndunargasi t.d. í súrefnistönkum kafara. Helíum er því notað í margvíslegum tilgangi til að styðja við lífsmáta okkar og afleiðingar af skorti efnisins munu valda verulegum vandræðum. Af ofangreindu má sjá að vert er að velja rétta notkun á helíumauðlindinni.Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur.Eru þær þess virði? Annar ókostur blaðranna leiðir af því ef við sleppum þeim eða missum þær frá okkur. Blöðrur eru flestar búnar til úr latexblöndu eða úr þunnri pólýesterfilmu (BoPET) sem er m.a. nýtt í iðnaði t.d. við framleiðslu loka á jógúrtdósir og í geimbúningum NASA. Allt plast í hafinu getur ógnað lífverum á tvo vegu, þ.e. líkamlegar hættur þegar lífverur flækjast í plastinu og kafna, og svo efnafræðileg hætta þegar lífuppsöfnun á plastögnum verður inni í líkama lífvera sem gerist t.d. með öndun neðansjávar eða með fæðu (fuglar, fiskar og sjávarspendýr). Þegar sjávarlífverur taka inn í sig plast eiga þær í erfiðleikum með að losa sig við það og margar hverjar deyja kvalafullum dauðdaga. Þegar helíumfylltar blöðrur sleppa eða er sleppt lausum þá enda þær flestar lífdaga sína í hafinu. Þótt blöðrur í hafinu séu ekki uppistaðan í plastmengun hafsins eru þær eitt af þeim plastefnum sem við getum auðveldlega komið í veg fyrir að berist þangað. Helíum er þrjótandi auðlind sem er okkur nauðsynleg til framleiðslu á vörum og þjónustu sem við viljum alls ekki vera án, t.d. innan heilbrigðisgeirans. Að spara helíum er því eitthvað sem við ættum öll að kappkosta. Plast er umhverfisspillir sem veldur miklum skaða í umhverfinu. Afleiðingarnar af því að nota helíumfylltar blöðrur verða að vera okkur öllum kunnar, eru þær þess virði?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun