Heimurinn stoppar ekki þó maður eigi afmæli ADDA SOFFÍ INGVARSDÓTTIR skrifar 22. maí 2015 12:00 Róbert spilar með PSG í París, sem er á toppi frönsku deildarinnar. Nordicphotos/getty „Þetta leggst nú bara mjög vel í mig. Ég reikna með að eyða deginum bara á æfingu, líkt og aðra daga. Heimurinn stoppar ekki þó maður eigi afmæli,“ segir Róbert sem búsettur er í París ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum þeirra. „Ég ætla svo bara að hafa kósýkvöld með krökkunum, það er alltaf fastur liður hjá okkur á föstudögum.“ Róbert spilar með Paris Saint Germain, PSG, og hefur gert undanfarin þrjú ár, en liðið tryggði sér efsta sætið í franska handboltanum í vikunni. „Við héldum að það yrði eitthvað stórmál að vera með börn í stórborg, fólk var búið að tala þannig og vara mann við. Svo er þetta bara rosalega gaman og hér er vel hugsað um okkur. Það er nóg af görðum hérna í kring þar sem við getum farið og þau leikið sér.“ Aðspurður hvernig gangi með frönskuna segir hann þetta allt vera að koma. „Ég get alveg bjargað mér, annað væri líka skrítið eftir þennan tíma. En franskan lá ekki jafn vel fyrir mér og þýskan og danskan, ég viðurkenni það alveg.“ Róbert segir margt standa upp úr á handboltaferlinum. „Eðlilega standa Ólympíuleikarnir 2008 hæst og það að fá silfrið. Annars eru margir bæði liðssigrar og persónulegir sigrar sem standa upp úr.“ Róbert á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og segir ómögulegt að segja til um hvað taki við eftir ár. Hann segir þó að stefnan sé ekki sett heim til Íslands, að minnsta kosti ekki strax. „Okkur líður vel erlendis og það er svo skrítið að heimþráin virðist minnka með árunum. Annars er ég heppinn að hafa fengið að koma heim í tengslum við landsliðið. Það eru algjör forréttindi að hafa verið í landsliðinu og þar hefur maður kynnst mörgum af sínum bestu vinum í dag.“ Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Þetta leggst nú bara mjög vel í mig. Ég reikna með að eyða deginum bara á æfingu, líkt og aðra daga. Heimurinn stoppar ekki þó maður eigi afmæli,“ segir Róbert sem búsettur er í París ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum þeirra. „Ég ætla svo bara að hafa kósýkvöld með krökkunum, það er alltaf fastur liður hjá okkur á föstudögum.“ Róbert spilar með Paris Saint Germain, PSG, og hefur gert undanfarin þrjú ár, en liðið tryggði sér efsta sætið í franska handboltanum í vikunni. „Við héldum að það yrði eitthvað stórmál að vera með börn í stórborg, fólk var búið að tala þannig og vara mann við. Svo er þetta bara rosalega gaman og hér er vel hugsað um okkur. Það er nóg af görðum hérna í kring þar sem við getum farið og þau leikið sér.“ Aðspurður hvernig gangi með frönskuna segir hann þetta allt vera að koma. „Ég get alveg bjargað mér, annað væri líka skrítið eftir þennan tíma. En franskan lá ekki jafn vel fyrir mér og þýskan og danskan, ég viðurkenni það alveg.“ Róbert segir margt standa upp úr á handboltaferlinum. „Eðlilega standa Ólympíuleikarnir 2008 hæst og það að fá silfrið. Annars eru margir bæði liðssigrar og persónulegir sigrar sem standa upp úr.“ Róbert á eitt ár eftir af samningi sínum við PSG og segir ómögulegt að segja til um hvað taki við eftir ár. Hann segir þó að stefnan sé ekki sett heim til Íslands, að minnsta kosti ekki strax. „Okkur líður vel erlendis og það er svo skrítið að heimþráin virðist minnka með árunum. Annars er ég heppinn að hafa fengið að koma heim í tengslum við landsliðið. Það eru algjör forréttindi að hafa verið í landsliðinu og þar hefur maður kynnst mörgum af sínum bestu vinum í dag.“
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira