Að slátra kommum Þorvaldur Gylfason skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun