Málar myndir af gæsum með typpinu Guðrún Ansnes skrifar 18. maí 2015 08:00 Axel Valur Davíðsson Diego kemur fram í veislum undir nafninu PErró. Vísir/Ernir „Ég byrja þetta á smá sexí strippi og hef þetta svolítið lúmskt þangað til ég byrja að mála,“ segir Axel Valur Davíðsson Diego, eða PErró eins og hann kallar sig, um limalistina sem hann býður uppá. „Svo bara byrja ég að mála með mínum persónulega pensli á strigann, yfirleitt andlitsmyndir af gæsinni eða afmælisbarninu,“ útskýrir PErró, en pensillinn er typpið á honum. „Þetta hefur verið gífurlega vinsælt. Ég hef ekkert auglýst mig heldur hefur símanúmerið mitt bara borist manna á milli og síminn hringir oftar og oftar,“ segir hann léttur. PErró segist taka aðeins um fjörutíu þúsund krónur fyrir að mæta og mála myndirnar með typpinu á sér, sem sé í raun gjöf en ekki gjald miðað við þá þjónustu sem hann býður uppá. „Ég held ég sé eini karlkyns listmálarastrippari á landinu,“ bætir hann við og stoltið leynir sér ekki.Næstum alltaf góð viðbrögð Aðspurður um viðbrögð fólks þegar hann mætir á svæðið og hefst handa við verkefnið segir hann þau iðulega mjög góð, „fyrir utan eitt skipti. Þá var konan sem ég átti að koma á óvart starfsmaður einhvers konar mannréttindasamtaka og hún hélt mig vera miklu yngri en ég er, og hún varð frekar fúl út í vinkonur sínar. Ég endaði þá bara á að mála myndina af henni með fingrunum.“ Þetta óhefðbundna list-og skemmtiform er afsprengi sprells PErrós og vinkonu hans úr Listaháskólanum, en hann útskrifaðist þaðan árið 2011 úr myndlist, en ekki hvað. „Okkur datt í hug að fara í smá keppni milli kynjanna á sýningu hjá Sirkusi Íslands. Hún málaði með brjóstunum á sér og ég með typpinu á mér. Hennar verk seldist dýrara en mitt, auðvitað, þar sem hún er kona og karlarnir tilbúnari að eyða meiri peningum en konurnar,“ útskýrir hann.Mynd eftir PErró.En sá hlær best sem síðast hlær, því í framhaldinu bauðst honum að koma fram í gæsun og svo fóru hjólin aldeilis að snúast. „Ég hef mest komið fram í gæsunum og svo reyndar steggjunum líka. Nú fer tímabilið líka að byrja og vonandi halda vinsældirnar bara áfram.“ PErró hefur nælt sér í alþjóðlega viðurkenningu, en hann brá sér til Kanada í janúar og tók þar þátt í strippkeppni, sem hann vann. „Það var verulega gaman að vera valinn Janúarmeistarinn,“ segir hann og bætir við að mikill munur sé á íslenskum áhorfendum og þeim sem hann skemmti í Kanada. „Þetta er svo nýtt hérna heima að fólk veit kannski ekki alveg hvernig það á að vera á meðan Kanadabúarnir voru hressari með þetta,“ útskýrir PErró, bjartsýnn á framhaldið. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
„Ég byrja þetta á smá sexí strippi og hef þetta svolítið lúmskt þangað til ég byrja að mála,“ segir Axel Valur Davíðsson Diego, eða PErró eins og hann kallar sig, um limalistina sem hann býður uppá. „Svo bara byrja ég að mála með mínum persónulega pensli á strigann, yfirleitt andlitsmyndir af gæsinni eða afmælisbarninu,“ útskýrir PErró, en pensillinn er typpið á honum. „Þetta hefur verið gífurlega vinsælt. Ég hef ekkert auglýst mig heldur hefur símanúmerið mitt bara borist manna á milli og síminn hringir oftar og oftar,“ segir hann léttur. PErró segist taka aðeins um fjörutíu þúsund krónur fyrir að mæta og mála myndirnar með typpinu á sér, sem sé í raun gjöf en ekki gjald miðað við þá þjónustu sem hann býður uppá. „Ég held ég sé eini karlkyns listmálarastrippari á landinu,“ bætir hann við og stoltið leynir sér ekki.Næstum alltaf góð viðbrögð Aðspurður um viðbrögð fólks þegar hann mætir á svæðið og hefst handa við verkefnið segir hann þau iðulega mjög góð, „fyrir utan eitt skipti. Þá var konan sem ég átti að koma á óvart starfsmaður einhvers konar mannréttindasamtaka og hún hélt mig vera miklu yngri en ég er, og hún varð frekar fúl út í vinkonur sínar. Ég endaði þá bara á að mála myndina af henni með fingrunum.“ Þetta óhefðbundna list-og skemmtiform er afsprengi sprells PErrós og vinkonu hans úr Listaháskólanum, en hann útskrifaðist þaðan árið 2011 úr myndlist, en ekki hvað. „Okkur datt í hug að fara í smá keppni milli kynjanna á sýningu hjá Sirkusi Íslands. Hún málaði með brjóstunum á sér og ég með typpinu á mér. Hennar verk seldist dýrara en mitt, auðvitað, þar sem hún er kona og karlarnir tilbúnari að eyða meiri peningum en konurnar,“ útskýrir hann.Mynd eftir PErró.En sá hlær best sem síðast hlær, því í framhaldinu bauðst honum að koma fram í gæsun og svo fóru hjólin aldeilis að snúast. „Ég hef mest komið fram í gæsunum og svo reyndar steggjunum líka. Nú fer tímabilið líka að byrja og vonandi halda vinsældirnar bara áfram.“ PErró hefur nælt sér í alþjóðlega viðurkenningu, en hann brá sér til Kanada í janúar og tók þar þátt í strippkeppni, sem hann vann. „Það var verulega gaman að vera valinn Janúarmeistarinn,“ segir hann og bætir við að mikill munur sé á íslenskum áhorfendum og þeim sem hann skemmti í Kanada. „Þetta er svo nýtt hérna heima að fólk veit kannski ekki alveg hvernig það á að vera á meðan Kanadabúarnir voru hressari með þetta,“ útskýrir PErró, bjartsýnn á framhaldið.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira