Ein virkjun dregin til baka úr tillögunni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 09:00 Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta í gær og ein virkjun dregin til baka. Fréttablaðið/vilhelm Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni. Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni.
Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira