Hveragerði listamannabær landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. maí 2015 11:30 Hveragerði hefur löngum verið þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og gjöful gróðurhús. Nú er bærinn að fyllast af listamönnum og mikil gleði í loftinu í bland við brennisteinsvetni. Mynd/Einar Ólason Hann er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð, gróðurhús og er oft kallaður Blómabærinn. Við erum að tala um Hveragerði en bærinn sá er í rúmlega 40 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Að undanförnu hafa þekktir listamenn flust búferlum til Hveragerðis og ákvað Fréttablaðið því að heyra í nokkrum listamönnum sem flutt hafa í þennan fallega bæ að undanförnu. Tónlistar- og leikkonan Unnur Birna Björnsdóttir festi á dögunum kaup á glæsilegu húsi í Hveragerði ásamt kærasta sínum, Jóhanni Vigni Vilbergssyni. Á Facebook-síðu sinni sagði hún: „Fyrsta íbúðin okkar saman er ekki rottuhola í Reykjavík á uppsprengdu verði, heldur dásamlegt einbýlishús með risagarði í náttúrufegurðinni í Hveragerði! Við verðum með stúdíó, heitan pott og kartöflugarð.“ Á fyrri hluta síðustu aldar bjó fjöldi listamanna og skálda í Hveragerði. Má þar nefna Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum og Gunnar Dal. Nokkrir aðilar í bænum sem hafa unnið við músík standa á bak við Hljómlistarfélagið í Hveragerði og kemur sú hljómsveit fram nokkrum sinnum á ári.Unnur Birna er þó ekki fyrsta konan úr listageiranum sem flytur til Hveragerðis því fyrir skömmu flutti önnur tónlistar- og leikkona, Ágústa Eva Erlendsdóttir, til Hveragerðis ásamt fjölskyldu sinni. Ágústa Eva átti þó heima í Hveragerði á sínum æskuárum og virðist vera himinlifandi yfir að vera komin aftur á æskuslóðirnar. Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, býr rétt fyrir utan Hveragerði. Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól búa í Hveragerði, Heimir Eyvindarson, Sævar Þór Helgason og Stefán Ingimar Þórhallsson. Hallgrímur Óskarsson tónlistarmaður býr þar einnig en hann hefur samið fjölda laga, meðal annars Open Our Heart sem Birgitta Haukdal söng í Eurovision 2003. Þá eru meðlimir hljómsveitarinnar Mánar komnir til Hveragerðis, þeir Björn Þórarinsson (Bassi) og Guðmundur Benediktsson. Einnig er Ólafur Þórarinsson (Labbi) kominn með lóð í bænum.Magnús Þór SigmundssonVísir/DaníelUnnur Birna Björnsdóttir tónlistar- og leikkona „Því það er ódýrara húsnæði, mikil náttúrufegurð og líklega meiri líkur á að fá inspírasjón fyrir listamenn. Hveragerði er líka hæfilega langt í burtu en einnig nógu nálægt.“ Unnur Birna og Jóhann Vignir eru bæði alin upp úti á landi og voru búin að fá nóg af Reykjavík. „Við byrjuðum að spá í þessu fyrir um tveimur árum og svo fann hann þetta hús. Við vildum meira pláss til að geta sett upp stúdíó og svo er garðurinn æðislegur. Ekki spillir fyrir að foreldrar okkar búa á svæðinu, mínir hér í Hveragerði og hans á Eyrarbakka,“ segir Unnur Birna alsæl með nýja húsið og bætir við létt í lund: „Ætli við förum ekki að stofna hljómsveit hérna, svona bæjarbandið, við gætum mögulega kallað hljómsveitina Hverasveitina.Guðrún Eva MínervudóttirVísir/ErnirMagnús Þór Sigmundsson - tónlistarmaður „Ég bjó á Laugaveginum í um það bil fimmtán ár og kunni vel við það en vildi samt koma mér þaðan því ég var að ala upp börn. Ástæðan fyrir flutningunum kom þó eiginlega til þegar sonur minn fór í skólaferðalag til Hveragerðis og þegar hann kom heim sagðist hann vilja flytja til Hveragerðis. Hann vildi fara þangað því það voru svo góðar gangstéttir þar, en hann var mikið á hjólaskautum,“ segir Magnús Þór. Hann kann mjög vel við sig fyrir austan fjall og er ekki á leiðinni í burtu. Hann flutti til Hveragerðis árið 2001. „Ég kann rosalega vel við mig þetta alltaf svo fallegt bæjarstæði og svo heillaði apinn í Eden mann líka,“ segir Magnús Þór og hlær. „Ég flutti samt ekki þá en ég hef alltaf haft áhuga á bæjum sem liggja inni í landi, þar sem ekki er stöðugt rifrildi um kvóta og fisk. Svo er bara meira umburðarlyndi gagnvart skrítnu fólki í Hveragerði,“ bætir Magnús Þór við léttur í lundu.Stolt hveragerðis, hljómsveitin Á móti sólGuðrún Eva Mínervudóttir - rithöfundur „Það var hálfgerð tilviljun að ég skyldi flytja hingað, mig langaði mest að flytja í sumarbústað, en það hentaði ekki því ég kann ekki að keyra. Héðan fer hins vegar strætó nokkrum sinnum á dag þannig að þetta er ferlega fínt. Ég kann mjög vel við mig þarna,“ segir Guðrún Eva um staðinn. „Þetta var auðvitað mikill listamannabær á fyrri hluta síðustu aldar, hér bjuggu margir listamenn og málarar. Það eru margir listamenn komnir hingað á nýjan leik og því greinilega fleiri en ég sem eru að leita að kyrrð og vænlegum stað.“ Guðrún Eva flutti til Hveragerðis árið 2012 og er ekki á leiðinni í burtu. „Ég er ekki að fara neitt. Það hentar mér mér mjög vel að búa hérna.“ Guðrún Eva er alin upp hér og þar úti á landi. „Ég flutti til Reykjavíkur um leið og ég flutti úr foreldrahúsum þegar ég var átján ára. Svo verður maður miðaldra og vill fara aftur í sveitina,“ bætir Guðrún Eva við og hlær. Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Hann er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð, gróðurhús og er oft kallaður Blómabærinn. Við erum að tala um Hveragerði en bærinn sá er í rúmlega 40 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Að undanförnu hafa þekktir listamenn flust búferlum til Hveragerðis og ákvað Fréttablaðið því að heyra í nokkrum listamönnum sem flutt hafa í þennan fallega bæ að undanförnu. Tónlistar- og leikkonan Unnur Birna Björnsdóttir festi á dögunum kaup á glæsilegu húsi í Hveragerði ásamt kærasta sínum, Jóhanni Vigni Vilbergssyni. Á Facebook-síðu sinni sagði hún: „Fyrsta íbúðin okkar saman er ekki rottuhola í Reykjavík á uppsprengdu verði, heldur dásamlegt einbýlishús með risagarði í náttúrufegurðinni í Hveragerði! Við verðum með stúdíó, heitan pott og kartöflugarð.“ Á fyrri hluta síðustu aldar bjó fjöldi listamanna og skálda í Hveragerði. Má þar nefna Kristmann Guðmundsson, Kristján frá Djúpalæk, Jóhannes úr Kötlum og Gunnar Dal. Nokkrir aðilar í bænum sem hafa unnið við músík standa á bak við Hljómlistarfélagið í Hveragerði og kemur sú hljómsveit fram nokkrum sinnum á ári.Unnur Birna er þó ekki fyrsta konan úr listageiranum sem flytur til Hveragerðis því fyrir skömmu flutti önnur tónlistar- og leikkona, Ágústa Eva Erlendsdóttir, til Hveragerðis ásamt fjölskyldu sinni. Ágústa Eva átti þó heima í Hveragerði á sínum æskuárum og virðist vera himinlifandi yfir að vera komin aftur á æskuslóðirnar. Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, býr rétt fyrir utan Hveragerði. Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól búa í Hveragerði, Heimir Eyvindarson, Sævar Þór Helgason og Stefán Ingimar Þórhallsson. Hallgrímur Óskarsson tónlistarmaður býr þar einnig en hann hefur samið fjölda laga, meðal annars Open Our Heart sem Birgitta Haukdal söng í Eurovision 2003. Þá eru meðlimir hljómsveitarinnar Mánar komnir til Hveragerðis, þeir Björn Þórarinsson (Bassi) og Guðmundur Benediktsson. Einnig er Ólafur Þórarinsson (Labbi) kominn með lóð í bænum.Magnús Þór SigmundssonVísir/DaníelUnnur Birna Björnsdóttir tónlistar- og leikkona „Því það er ódýrara húsnæði, mikil náttúrufegurð og líklega meiri líkur á að fá inspírasjón fyrir listamenn. Hveragerði er líka hæfilega langt í burtu en einnig nógu nálægt.“ Unnur Birna og Jóhann Vignir eru bæði alin upp úti á landi og voru búin að fá nóg af Reykjavík. „Við byrjuðum að spá í þessu fyrir um tveimur árum og svo fann hann þetta hús. Við vildum meira pláss til að geta sett upp stúdíó og svo er garðurinn æðislegur. Ekki spillir fyrir að foreldrar okkar búa á svæðinu, mínir hér í Hveragerði og hans á Eyrarbakka,“ segir Unnur Birna alsæl með nýja húsið og bætir við létt í lund: „Ætli við förum ekki að stofna hljómsveit hérna, svona bæjarbandið, við gætum mögulega kallað hljómsveitina Hverasveitina.Guðrún Eva MínervudóttirVísir/ErnirMagnús Þór Sigmundsson - tónlistarmaður „Ég bjó á Laugaveginum í um það bil fimmtán ár og kunni vel við það en vildi samt koma mér þaðan því ég var að ala upp börn. Ástæðan fyrir flutningunum kom þó eiginlega til þegar sonur minn fór í skólaferðalag til Hveragerðis og þegar hann kom heim sagðist hann vilja flytja til Hveragerðis. Hann vildi fara þangað því það voru svo góðar gangstéttir þar, en hann var mikið á hjólaskautum,“ segir Magnús Þór. Hann kann mjög vel við sig fyrir austan fjall og er ekki á leiðinni í burtu. Hann flutti til Hveragerðis árið 2001. „Ég kann rosalega vel við mig þetta alltaf svo fallegt bæjarstæði og svo heillaði apinn í Eden mann líka,“ segir Magnús Þór og hlær. „Ég flutti samt ekki þá en ég hef alltaf haft áhuga á bæjum sem liggja inni í landi, þar sem ekki er stöðugt rifrildi um kvóta og fisk. Svo er bara meira umburðarlyndi gagnvart skrítnu fólki í Hveragerði,“ bætir Magnús Þór við léttur í lundu.Stolt hveragerðis, hljómsveitin Á móti sólGuðrún Eva Mínervudóttir - rithöfundur „Það var hálfgerð tilviljun að ég skyldi flytja hingað, mig langaði mest að flytja í sumarbústað, en það hentaði ekki því ég kann ekki að keyra. Héðan fer hins vegar strætó nokkrum sinnum á dag þannig að þetta er ferlega fínt. Ég kann mjög vel við mig þarna,“ segir Guðrún Eva um staðinn. „Þetta var auðvitað mikill listamannabær á fyrri hluta síðustu aldar, hér bjuggu margir listamenn og málarar. Það eru margir listamenn komnir hingað á nýjan leik og því greinilega fleiri en ég sem eru að leita að kyrrð og vænlegum stað.“ Guðrún Eva flutti til Hveragerðis árið 2012 og er ekki á leiðinni í burtu. „Ég er ekki að fara neitt. Það hentar mér mér mjög vel að búa hérna.“ Guðrún Eva er alin upp hér og þar úti á landi. „Ég flutti til Reykjavíkur um leið og ég flutti úr foreldrahúsum þegar ég var átján ára. Svo verður maður miðaldra og vill fara aftur í sveitina,“ bætir Guðrún Eva við og hlær.
Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira