Innlent

Göngin lokuð vegna malbikunar

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Til stóð að ljúka seinni áfanga verksins í apríl en það hefur frestast vegna veðurs.
Til stóð að ljúka seinni áfanga verksins í apríl en það hefur frestast vegna veðurs. Vísir/Pjetur
Lokað verður í Hvalfjarðargöngunum næstu helgi vegna malbikunar. Göngin verða lokuð frá klukkan 20 að kvöldi föstudagsins 15. maí til klukkan 6 að morgni mánudagsins 18. maí.

Í tilkynningu frá Speli, sem rekur Hvalfjarðargöngin, segir að akreinin til suðurs hafi verið malbikuð í október. Til hafi staðið að taka seinni áfanga verksins í apríl en það hafi frestast vegna óhagstæðra veðurskilyrða helgi eftir helgi. Þess vegna sé ráðist í framkvæmdirnar núna um helgina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×