Ekki tala saman Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar