Hafa ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2015 00:01 Málin rædd Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, stýrði fundi í fjarveru Ögmundar Jónassonar. Sá síðarnefndi var staddur í Danmörku. Vísir/VAlli Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar. Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira