Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi ungfrú Ísland, sportar nú fagurbleiku hári. „Þetta er bara skol, svo það mun fara úr með tímanum,“ sagði Manuela.
Hún sagðist hafa verið búin að tala um þennan draum í eitt og hálft ár áður en hún lét loks verða að þessu. „
Það er hægt að kaupa þessa liti í Hagkaup og gera sjálfur, en ég fékk Baldur á bpro til að græja fyrir mig,“ útskýrir hún glöð í bragði. Manuela er alls enginn aukvisi í trendí efnum, en hún leggur stund á fatahönnun við Listaháskóla Íslands um þessar mundir og veit vel hvað klukkan slær.
Bleikhærð bomba
Guðrún Ansnes skrifar
