Finna fagran samhljóm Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. maí 2015 16:00 Ingibjörg Guðjónsdóttir kórstjóri fékk kórstjórnarbakteríuna fyrir rúmum sautján árum. Mynd/Ingibjörg Á morgun heldur Kvennakór Garðabæjar upp á fimmtán ára afmæli kórsins með afmælistónleikum í Guðríðarkirkju. „Eins og vanalega erum við með sérstaklega fjölbreytta efnisskrá þar sem kennir ýmissa grasa, íslenskt og erlent í bland,“ segir stofnandi og kórstjóri kórsins, Ingibjörg Guðjónsdóttir. Í tilefni af þessum tímamótum munu um þrjátíu fyrrverandi kórkonur slást í hópinn. „Við alveg margföldumst þarna uppi á sviði í lok tónleikanna þannig að þetta endar í áttatíu syngjandi konum, það er mjög skemmtilegt í tilefni afmælisins.“Kórinn stendur á tímamótum og heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt á morgun.Hún segir stemninguna í kórnum góða og þær hafi meðal annars haldið þrisvar sinnum saman til útlanda frá stofnun kórsins, og í haust halda þær á alþjóðlegt kóramót í Barcelona. Aðaláherslan er þó auðvitað á tónlistina en síðustu tvö árin segir Ingibjörg kórinn hafa verið að kynna sér norræn söng- og kórverk sem þær munu blanda með öðru léttu og skemmtilegu efni á tónleikunum. „Það er góður samhljómur sem auðvitað kemur frá öllum þessum ólíku konum og um leið og þær hljóma saman finnum við einhvern fagran samhljóm,“ segir Ingibjörg og hlær glaðlega. „Það er gæfa þessa kórs hvað það hafa verið hæfileikaríkar og kraftmiklar konur sem hafa eflt hann í öllu, jafnt í söng og öðru starfi.“ Í nokkrum verkanna leikur strengjatríó með kórnum, skipað þeim Hlín Erlendsdóttur fiðluleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Helgu Björgu Ágústsdóttur sellóleikara en píanóleikari kórsins er Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún segir tímann fljótan að líða og seinustu fimmtán ár hreinlega hafa flogið hjá. „Þetta er svo fljótt að líða, manni finnst þetta bara hafa verið fyrir stuttu þegar maður var að stofna þetta,“ segir hún en hún hóf kórstjórnarferilinn þegar hún stofnaði Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn fyrir sautján árum. „Þá fékk ég kórstjórnarbakteríuna, ef maður getur orðað það þannig, og þá varð ekki aftur snúið, skal ég segja þér,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Tónleikarnir hefjast á morgun klukkan 16.00 í Guðríðarkirkju en miðaverð er 3.000 krónur og bjóða kórkonur gestum upp á kaffi og kökur að tónleikum loknum. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Á morgun heldur Kvennakór Garðabæjar upp á fimmtán ára afmæli kórsins með afmælistónleikum í Guðríðarkirkju. „Eins og vanalega erum við með sérstaklega fjölbreytta efnisskrá þar sem kennir ýmissa grasa, íslenskt og erlent í bland,“ segir stofnandi og kórstjóri kórsins, Ingibjörg Guðjónsdóttir. Í tilefni af þessum tímamótum munu um þrjátíu fyrrverandi kórkonur slást í hópinn. „Við alveg margföldumst þarna uppi á sviði í lok tónleikanna þannig að þetta endar í áttatíu syngjandi konum, það er mjög skemmtilegt í tilefni afmælisins.“Kórinn stendur á tímamótum og heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt á morgun.Hún segir stemninguna í kórnum góða og þær hafi meðal annars haldið þrisvar sinnum saman til útlanda frá stofnun kórsins, og í haust halda þær á alþjóðlegt kóramót í Barcelona. Aðaláherslan er þó auðvitað á tónlistina en síðustu tvö árin segir Ingibjörg kórinn hafa verið að kynna sér norræn söng- og kórverk sem þær munu blanda með öðru léttu og skemmtilegu efni á tónleikunum. „Það er góður samhljómur sem auðvitað kemur frá öllum þessum ólíku konum og um leið og þær hljóma saman finnum við einhvern fagran samhljóm,“ segir Ingibjörg og hlær glaðlega. „Það er gæfa þessa kórs hvað það hafa verið hæfileikaríkar og kraftmiklar konur sem hafa eflt hann í öllu, jafnt í söng og öðru starfi.“ Í nokkrum verkanna leikur strengjatríó með kórnum, skipað þeim Hlín Erlendsdóttur fiðluleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Helgu Björgu Ágústsdóttur sellóleikara en píanóleikari kórsins er Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún segir tímann fljótan að líða og seinustu fimmtán ár hreinlega hafa flogið hjá. „Þetta er svo fljótt að líða, manni finnst þetta bara hafa verið fyrir stuttu þegar maður var að stofna þetta,“ segir hún en hún hóf kórstjórnarferilinn þegar hún stofnaði Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn fyrir sautján árum. „Þá fékk ég kórstjórnarbakteríuna, ef maður getur orðað það þannig, og þá varð ekki aftur snúið, skal ég segja þér,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Tónleikarnir hefjast á morgun klukkan 16.00 í Guðríðarkirkju en miðaverð er 3.000 krónur og bjóða kórkonur gestum upp á kaffi og kökur að tónleikum loknum.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning