Lager af leikmunum fyrir matarmyndir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2015 10:30 Gerir tilraunir Aldís Athitaya hefur gaman af því að elda og baka og er óhrædd við að gera tilraunir í eldhúsinu.fréttablaðið/Valli „Ég fæ eldamennskuáhugann frá mömmu og svo er eldri systir mín rosaleg flink í kökugerð þannig að þetta er í fjölskyldunni,“ segir Aldís Athitaya Gísladóttir sem heldur úti matarblogginu Aldisathitaya.com. Taílensk matargerð veitir Aldísi innblástur og hefur hún meðal annars sótt matreiðslunámskeið þar í landi og stefnir á að fara á fleiri þegar hún flytur til Taílands í lok árs. „Mamma mín er taílensk og þess vegna er ég svolítið í taílenskri matargerð sem hún kenndi mér frá unga aldri,“ en hún segir taílenska matargerð einkennast af fersk- og einfaldleika og þess vegna reyni hún eftir fremsta megni að hafa uppskriftirnar einfaldar. Flestar uppskriftirnar býr Aldís sjálf til og segir það ekki vera mikið mál. „Það er bara eins og ég hafi þetta í mér, ég hef alveg gott vit á því hvað passar saman og ég smakka bara til þegar ég er að elda eða baka.“ Einnig segir hún snefil af tilraunamennsku og innblæstri ekki koma að sök við uppskriftagerð. „Ég er svolítið mikill fiktari og geri ýmsar tilraunir, svo fær maður auðvitað innblástur frá ýmsum uppskriftum og bókum.“ Aldís leggur talsverða vinnu í myndirnar á blogginu og reynir að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. „Mér finnst mjög gaman að reyna á sköpunargáfu mína og ég fer til dæmis mjög mikið í Góða hirðinn og finn mér bakgrunna, glös og diska og svona. Svo er ég bara með lager af bakgrunnum sem ég er búin að mála, pússa og steypa,“ segir hún hress og bætir við að stundum vinni hún í umhverfinu fyrir myndatökuna áður en hún hugar að eldamennskunni og reyni að fá uppskriftirnar til þess að passa við það. Það fer talsverður tími í að halda úti matarbloggi og Aldís eyðir megninu af frítíma sínum í að vinna í blogginu en hún situr ekki ein að kræsingunum að bakstri og eldamennsku lokinni. „Við erum líka mjög dugleg að keyra út kökurnar til vina eða ættingja eða bara bjóðum þeim í heimsókn. Það er mjög sjaldan sem ég er að gæða mér á öllum þessum kökum sjálf, það væri bara mjög óhollt fyrir mig,“ segir hún hlæjandi að lokum.Hefðbundinn eftirréttur að hætti Taílendinga sem er hvort tveggja bragðgóður og auðvelt að matreiða.Mynd/AldísKlístruð hrísgrjón með kókoshnetu og mangói Fyrir 2-4 manns100 g Sticky rice*150 ml kókosmjólk¼ tsk. salt2 msk. sykurAðferð: 1. Leggið hrísgrjónin í bleyti í 3-4 tíma eða yfir nótt. 2. Sigtið grjónin og gufusjóðið í 30 mín. 3. Á meðan grjónin sjóða, hitið kókosmjólkina ásamt sykrinum og salti við vægan hita. Þegar grjónin eru tilbúin, blandið við mjólkina og hrærið vel. Leyfið að standa í 10-15 mín. eða lengur ef bera á réttinn fram kaldan. 4. Berið fram með fersku mangói.*Sticky rice eða glutenous rice er ákveðin tegund af hrísgrjónum sem vex í Suðaustur-Asíu. Grjónin innihalda lítið eitt af amýlósa sem gefur grjónunum klístraða áferð við eldun. Grjónin fást í asískum matvöruverslunum.Uppskrift fengin af Aldisathitaya.com Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Ég fæ eldamennskuáhugann frá mömmu og svo er eldri systir mín rosaleg flink í kökugerð þannig að þetta er í fjölskyldunni,“ segir Aldís Athitaya Gísladóttir sem heldur úti matarblogginu Aldisathitaya.com. Taílensk matargerð veitir Aldísi innblástur og hefur hún meðal annars sótt matreiðslunámskeið þar í landi og stefnir á að fara á fleiri þegar hún flytur til Taílands í lok árs. „Mamma mín er taílensk og þess vegna er ég svolítið í taílenskri matargerð sem hún kenndi mér frá unga aldri,“ en hún segir taílenska matargerð einkennast af fersk- og einfaldleika og þess vegna reyni hún eftir fremsta megni að hafa uppskriftirnar einfaldar. Flestar uppskriftirnar býr Aldís sjálf til og segir það ekki vera mikið mál. „Það er bara eins og ég hafi þetta í mér, ég hef alveg gott vit á því hvað passar saman og ég smakka bara til þegar ég er að elda eða baka.“ Einnig segir hún snefil af tilraunamennsku og innblæstri ekki koma að sök við uppskriftagerð. „Ég er svolítið mikill fiktari og geri ýmsar tilraunir, svo fær maður auðvitað innblástur frá ýmsum uppskriftum og bókum.“ Aldís leggur talsverða vinnu í myndirnar á blogginu og reynir að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. „Mér finnst mjög gaman að reyna á sköpunargáfu mína og ég fer til dæmis mjög mikið í Góða hirðinn og finn mér bakgrunna, glös og diska og svona. Svo er ég bara með lager af bakgrunnum sem ég er búin að mála, pússa og steypa,“ segir hún hress og bætir við að stundum vinni hún í umhverfinu fyrir myndatökuna áður en hún hugar að eldamennskunni og reyni að fá uppskriftirnar til þess að passa við það. Það fer talsverður tími í að halda úti matarbloggi og Aldís eyðir megninu af frítíma sínum í að vinna í blogginu en hún situr ekki ein að kræsingunum að bakstri og eldamennsku lokinni. „Við erum líka mjög dugleg að keyra út kökurnar til vina eða ættingja eða bara bjóðum þeim í heimsókn. Það er mjög sjaldan sem ég er að gæða mér á öllum þessum kökum sjálf, það væri bara mjög óhollt fyrir mig,“ segir hún hlæjandi að lokum.Hefðbundinn eftirréttur að hætti Taílendinga sem er hvort tveggja bragðgóður og auðvelt að matreiða.Mynd/AldísKlístruð hrísgrjón með kókoshnetu og mangói Fyrir 2-4 manns100 g Sticky rice*150 ml kókosmjólk¼ tsk. salt2 msk. sykurAðferð: 1. Leggið hrísgrjónin í bleyti í 3-4 tíma eða yfir nótt. 2. Sigtið grjónin og gufusjóðið í 30 mín. 3. Á meðan grjónin sjóða, hitið kókosmjólkina ásamt sykrinum og salti við vægan hita. Þegar grjónin eru tilbúin, blandið við mjólkina og hrærið vel. Leyfið að standa í 10-15 mín. eða lengur ef bera á réttinn fram kaldan. 4. Berið fram með fersku mangói.*Sticky rice eða glutenous rice er ákveðin tegund af hrísgrjónum sem vex í Suðaustur-Asíu. Grjónin innihalda lítið eitt af amýlósa sem gefur grjónunum klístraða áferð við eldun. Grjónin fást í asískum matvöruverslunum.Uppskrift fengin af Aldisathitaya.com
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira