Lager af leikmunum fyrir matarmyndir Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2015 10:30 Gerir tilraunir Aldís Athitaya hefur gaman af því að elda og baka og er óhrædd við að gera tilraunir í eldhúsinu.fréttablaðið/Valli „Ég fæ eldamennskuáhugann frá mömmu og svo er eldri systir mín rosaleg flink í kökugerð þannig að þetta er í fjölskyldunni,“ segir Aldís Athitaya Gísladóttir sem heldur úti matarblogginu Aldisathitaya.com. Taílensk matargerð veitir Aldísi innblástur og hefur hún meðal annars sótt matreiðslunámskeið þar í landi og stefnir á að fara á fleiri þegar hún flytur til Taílands í lok árs. „Mamma mín er taílensk og þess vegna er ég svolítið í taílenskri matargerð sem hún kenndi mér frá unga aldri,“ en hún segir taílenska matargerð einkennast af fersk- og einfaldleika og þess vegna reyni hún eftir fremsta megni að hafa uppskriftirnar einfaldar. Flestar uppskriftirnar býr Aldís sjálf til og segir það ekki vera mikið mál. „Það er bara eins og ég hafi þetta í mér, ég hef alveg gott vit á því hvað passar saman og ég smakka bara til þegar ég er að elda eða baka.“ Einnig segir hún snefil af tilraunamennsku og innblæstri ekki koma að sök við uppskriftagerð. „Ég er svolítið mikill fiktari og geri ýmsar tilraunir, svo fær maður auðvitað innblástur frá ýmsum uppskriftum og bókum.“ Aldís leggur talsverða vinnu í myndirnar á blogginu og reynir að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. „Mér finnst mjög gaman að reyna á sköpunargáfu mína og ég fer til dæmis mjög mikið í Góða hirðinn og finn mér bakgrunna, glös og diska og svona. Svo er ég bara með lager af bakgrunnum sem ég er búin að mála, pússa og steypa,“ segir hún hress og bætir við að stundum vinni hún í umhverfinu fyrir myndatökuna áður en hún hugar að eldamennskunni og reyni að fá uppskriftirnar til þess að passa við það. Það fer talsverður tími í að halda úti matarbloggi og Aldís eyðir megninu af frítíma sínum í að vinna í blogginu en hún situr ekki ein að kræsingunum að bakstri og eldamennsku lokinni. „Við erum líka mjög dugleg að keyra út kökurnar til vina eða ættingja eða bara bjóðum þeim í heimsókn. Það er mjög sjaldan sem ég er að gæða mér á öllum þessum kökum sjálf, það væri bara mjög óhollt fyrir mig,“ segir hún hlæjandi að lokum.Hefðbundinn eftirréttur að hætti Taílendinga sem er hvort tveggja bragðgóður og auðvelt að matreiða.Mynd/AldísKlístruð hrísgrjón með kókoshnetu og mangói Fyrir 2-4 manns100 g Sticky rice*150 ml kókosmjólk¼ tsk. salt2 msk. sykurAðferð: 1. Leggið hrísgrjónin í bleyti í 3-4 tíma eða yfir nótt. 2. Sigtið grjónin og gufusjóðið í 30 mín. 3. Á meðan grjónin sjóða, hitið kókosmjólkina ásamt sykrinum og salti við vægan hita. Þegar grjónin eru tilbúin, blandið við mjólkina og hrærið vel. Leyfið að standa í 10-15 mín. eða lengur ef bera á réttinn fram kaldan. 4. Berið fram með fersku mangói.*Sticky rice eða glutenous rice er ákveðin tegund af hrísgrjónum sem vex í Suðaustur-Asíu. Grjónin innihalda lítið eitt af amýlósa sem gefur grjónunum klístraða áferð við eldun. Grjónin fást í asískum matvöruverslunum.Uppskrift fengin af Aldisathitaya.com Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég fæ eldamennskuáhugann frá mömmu og svo er eldri systir mín rosaleg flink í kökugerð þannig að þetta er í fjölskyldunni,“ segir Aldís Athitaya Gísladóttir sem heldur úti matarblogginu Aldisathitaya.com. Taílensk matargerð veitir Aldísi innblástur og hefur hún meðal annars sótt matreiðslunámskeið þar í landi og stefnir á að fara á fleiri þegar hún flytur til Taílands í lok árs. „Mamma mín er taílensk og þess vegna er ég svolítið í taílenskri matargerð sem hún kenndi mér frá unga aldri,“ en hún segir taílenska matargerð einkennast af fersk- og einfaldleika og þess vegna reyni hún eftir fremsta megni að hafa uppskriftirnar einfaldar. Flestar uppskriftirnar býr Aldís sjálf til og segir það ekki vera mikið mál. „Það er bara eins og ég hafi þetta í mér, ég hef alveg gott vit á því hvað passar saman og ég smakka bara til þegar ég er að elda eða baka.“ Einnig segir hún snefil af tilraunamennsku og innblæstri ekki koma að sök við uppskriftagerð. „Ég er svolítið mikill fiktari og geri ýmsar tilraunir, svo fær maður auðvitað innblástur frá ýmsum uppskriftum og bókum.“ Aldís leggur talsverða vinnu í myndirnar á blogginu og reynir að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. „Mér finnst mjög gaman að reyna á sköpunargáfu mína og ég fer til dæmis mjög mikið í Góða hirðinn og finn mér bakgrunna, glös og diska og svona. Svo er ég bara með lager af bakgrunnum sem ég er búin að mála, pússa og steypa,“ segir hún hress og bætir við að stundum vinni hún í umhverfinu fyrir myndatökuna áður en hún hugar að eldamennskunni og reyni að fá uppskriftirnar til þess að passa við það. Það fer talsverður tími í að halda úti matarbloggi og Aldís eyðir megninu af frítíma sínum í að vinna í blogginu en hún situr ekki ein að kræsingunum að bakstri og eldamennsku lokinni. „Við erum líka mjög dugleg að keyra út kökurnar til vina eða ættingja eða bara bjóðum þeim í heimsókn. Það er mjög sjaldan sem ég er að gæða mér á öllum þessum kökum sjálf, það væri bara mjög óhollt fyrir mig,“ segir hún hlæjandi að lokum.Hefðbundinn eftirréttur að hætti Taílendinga sem er hvort tveggja bragðgóður og auðvelt að matreiða.Mynd/AldísKlístruð hrísgrjón með kókoshnetu og mangói Fyrir 2-4 manns100 g Sticky rice*150 ml kókosmjólk¼ tsk. salt2 msk. sykurAðferð: 1. Leggið hrísgrjónin í bleyti í 3-4 tíma eða yfir nótt. 2. Sigtið grjónin og gufusjóðið í 30 mín. 3. Á meðan grjónin sjóða, hitið kókosmjólkina ásamt sykrinum og salti við vægan hita. Þegar grjónin eru tilbúin, blandið við mjólkina og hrærið vel. Leyfið að standa í 10-15 mín. eða lengur ef bera á réttinn fram kaldan. 4. Berið fram með fersku mangói.*Sticky rice eða glutenous rice er ákveðin tegund af hrísgrjónum sem vex í Suðaustur-Asíu. Grjónin innihalda lítið eitt af amýlósa sem gefur grjónunum klístraða áferð við eldun. Grjónin fást í asískum matvöruverslunum.Uppskrift fengin af Aldisathitaya.com
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning