Lonníettulausnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn!
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar