Lonníettulausnir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. maí 2015 07:00 Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að spennandi staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum. Um það má deila hvort staðan sé jákvæð eða neikvæð, það fer, eins og svo margt annað, eftir því hvernig litið er á hlutina. Staðan er hins vegar sú að hver könnunin á fætur annarri sýnir fram á að stjórnmálaflokkar sem byggja á áratuga-, ef ekki alda, gömlum hefðum, virðast litlum hljómgrunni ná hjá kjósendum. Og njóti flokkarnir lítils álits á meðal kjósenda, þá er það þó hátíð miðað við leiðtoga þeirra, allflesta. Það virðist með öðrum orðum komin upp sú staða að gömlu leiðirnar, gamla módelið, hugnist íbúum þessa lands lítt nú um stundir. Þetta ætti kannski ekki að koma eins mikið á óvart og það virðist gera, hjá sumum að minnsta kosti. Eftir að efnahagskerfi landsins hrundi varð krafan um nýjar leiðir ansi hávær. Svo mjög að til valda í stærsta sveitarfélagi landsins komst flokkur sem í raun hafði það eina markmið að gera hlutina öðruvísi en þeir höfðu verið gerðir fram að þeim tíma. En, eins og svo oft áður, sjatnar æsingurinn. Líkt og eftir snarpt og hávært rifrildi sambýlisfólks þar sem annar hefur eitthvað gert á hlut hins, sem fékk sína útrás með háværum hrópum og handapati, en síðan komst aftur á jafnvægi. Þjóðin gekk til kosninga, enn á ný, trúði loforðunum, sem sama fólk og það úthrópaði fyrir skemmstu sem óalandi og óferjandi, gaf og svo hélt lífið áfram. Það eru þó gömul sannindi og ný að á meðan ekki er tekist á við rót vandans sem veldur deilum, leysist vandinn ekki. Á yfirborðinu mallar kannski allt nokkuð mjúklega, en sé vandinn ekki leystur, skýtur hann stöðugt upp kollinum. Og það er það sem virðist hafa gerst núna. Og skyldi kannski engan undra. Það er hægt að gera margt (kannski ekki margt, en eitthvað) vitlausara en að lesa sig í gegnum þingræður frá því skömmu eftir hrun. Að ekki sé talað um að glugga í kosningabaráttuna fyrir kosningarnar 2009. Það er sama hvar í flokki fólk stóð; allir lofuðu því að nú skyldi blaðinu snúið við, allt yrði nýtt, aldrei aftur hið gamla, íslensk stjórnmál yrðu aldrei söm. Eins og alkóhólistinn sem hefur umturnað heimilislífinu en lofar öllu fögru, í þetta skiptið skal allt verða gott því ég er orðinn betri maður. En svo nálgast helgin með sínum fyrirheitum um djamm og skemmtun og þá fennir yfir loforðin fögru. Örlítið innlit á Alþingi dugar til að sjá að ekki er nýju vinnubrögðunum þar fyrir að fara. Örheimsókn í stjórnarráðið sýnir að nýi hugsunarháttur samvinnunnar er þar ekki í hávegum hafður. Áfram er haldið, árangur áfram, hví að stoppa? Jú, kjósendur virðast ekki vilja vera með í þessum leiðangri. Þeir vilja eitthvað annað, kannski eitthvað af því sem lofað var eftir hrun. Og þá þýðir lítið að ætla að bregðast við bara með öflugri aðferðum hins gamla tíma og enn sterkari leiðtogum. Við þurfum ekki lonníetturnar hans afa, heldur leiseraðgerð. Og talandi um alkóhólista, munum að kaupa SÁÁ-álfinn!
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun