Makríll og markaðslausnir Björt Ólafsdóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Björt Ólafsdóttir Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun