Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum fanney birna jónsdóttir skrifar 5. maí 2015 06:45 Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var heitt í hamsi þegar hann svaraði spurningum ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Sjá meira