Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum fanney birna jónsdóttir skrifar 5. maí 2015 06:45 Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var heitt í hamsi þegar hann svaraði spurningum ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur. Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur.
Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira