Hreiðar Már segir allt rangt í ákærunni á hendur honum fanney birna jónsdóttir skrifar 5. maí 2015 06:45 Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var heitt í hamsi þegar hann svaraði spurningum ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, gaf skýrslu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur honum og átta öðrum. Hreiðar Már, sem situr í fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani-málinu svokallaða, mætti í dóminn í fylgd fangavarða en hann afplánar nú fimm og hálfs árs langan dóm á Kvíabryggju vegna málsins. Við upphaf skýrslugjafar sinnar flutti Hreiðar langa ræðu þar sem honum gafst kostur á að lýsa afstöðu sinni til sakarefnisins. Meðal annars gerði hann athugasemdir við að hafa ekki fengið að ferðast daglega frá Kvíabryggju í réttarhöldin, en honum var gert að dveljast í fangelsinu við Skólavörðustíg í þær fimm vikur sem réttarhöldin standa vilji hann vera viðstaddur. Sagði Hreiðar skorti á fjármunum og tækjum hafa verið borið við. „Raunar höfum við boðið ríkinu að standa straum af aksturskostnaðinum með því að leggja fram bíl og bílstjóra ef það gæti orðið til að koma þessu til leiðar.“ Hreiðar gerði athugasemdir við það sem hann kallaði tvískinnung við uppgjörið á efnahagshruninu þar sem allt kapp væri lagt á að koma sökinni yfir á stjórnendur og starfsmenn viðskiptabankanna, á sama tíma og engum af stjórnendum Seðlabanka Íslands, Íbúðalánasjóðs eða Fjármálaeftirlitsins hefði verið gefin staða sakbornings við rannsókn mála. „Sem sagt við eigum að trúa því að allt óheiðarlega fólkið hafi unnið hjá einkabönkum en allt heiðarlega fólkið hjá ríkinu. Þvílík hræsni.“ Hreiðar fór yfir störf sín og skyldur hjá bankanum, sem eðli málsins samkvæmt voru víðfeðm. Hann sagðist ekki hafa getað vitað hvort starfsmenn hans hefðu farið út fyrir samþykkta vinnuferla sem þeir áttu að vinna eftir. Ennfremur fór hann yfir rannsóknir sérstaks saksóknara og meðferð mála hans hjá héraðsdómi og Hæstarétti sem hann sagði hafa valdið sér vonbrigðum. Um ákæru á hendur sér í þessu máli sagði Hreiðar hana vera ranga. Hann hefði aldrei í störfum sínum veitt lán sem forstjóri Kaupþings. Hann hefði ekki gefið fyrirmæli um lánveitingar utan lánanefnda eða að ferla um lánveitingar skyldi ekki gætt. Eftir ræðu Hreiðars hófst skýrslutaka yfir honum. Björn Þorvaldsson saksóknari spurði hann út í ákæruatriðin, en honum er gefið að sök að hafa haldið uppi markaðsvirði bankans með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Hreiðar ítrekaði að hann hefði ekki kynnt sér þær tölur sem undir hann voru bornar en það voru tölvupóstar frá eigin viðskiptadeild bankans sem voru sendir nánast upp á dag frá febrúar 2008 þar til bankinn féll í október sama ár, þar sem yfirlit yfir viðskipti hvers dags, hlutfall viðskipta með eigin bréf í heildarviðskiptum og markaðsvirði þeirra kom fram.Skýrslutökunni af Hreiðari lauk klukkan 16.40 í gær, í dag munu Sigurður Einarsson, einnig fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, gefa sínar skýrslur.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira